Hugur - 01.01.2006, Page 216
214
Ritdómar
spurningunni: Hvað er sjúkdómsvæð-
ing? Að því gefnu að hún eigi sér stað,
hvert er þá eðli hennar? Hvaða samfé-
lagsbreytingum tengist hún? Hverjir
hafa af henni hagsmuni? Að grein Jó-
hanns Ágústs undanskilinni veitir þetta
kver okkur fá svör við þessum spurning-
um. Vandamálið liggur að stórum hluta í
hinum siðfræðilega hugtakaramma sem
höfúndar notast við. Gengið er út frá því
að vandi sjúkdómsvæðingarinnar sé sið-
ferðilegs eðlis: Einhverskonar tækni-
hyggja, oftrú á tækni og tæknilausnir,
sem skyggi á manneskjuleg gildi og
siðferði. Hugarfar fólks sé mengað af
þessari siðlausu tæknihyggju og af því
hljótist einhvers konar firring. Sjúk-
dómsvæðingin er skilin sem firring, ann-
aðhvort frá hinu „náttúrulega" eða frá
gildum eins og t.d. mannúð, mannvirð-
ingu og valfrelsi. Hér er á ferð einhvers-
konar tvíhyggja sem stillir tækni og hug-
arfari upp sem andstæðum og dregur
upp þá mynd að tæknin ráðist inn í veru-
leika hugarfarsins þar sem hún á ekki
heima: „Vandinn liggur [...] í tæknivæð-
ingu hugarfarsins fremur en tækninni
sjálfri", skrifar Vilhjálmur (56). Slík
staðhæfmg segir okkur lítið og býður
ckki upp á nein virk viðbrögð eða mögu-
leika til aðgerða, nema þá að beina því til
fólks að breyta hugarfari sínu eða ræða
saman af heilindum. Til að gæta sann-
girni er þó rétt að geta þess að Vilhjálm-
ur kallar um leið á fleira en breytt hugar-
far:
[...] fólk [festist] í viðjum vibhorfa og
skipulags sem setur líf þess í farvegi
sem fara að lifa nánast sjálfstæðu h'fi,
jafnt í heilbrigðiskerfinu sem ríkjandi
hugarfari. Hér eru því að verki um-
hverfisþættir og andrúmsloft sem
móta alla nálgun á viðfangsefnin og
stýra leynt og ljóst samræðum fólks
um þau. Þess vegna getur þurft djúp-
stæða menningargreiningu til að varpa
ljósi á rætur þessarar þróunar og þeirra
þrenginga sem hún hefúr komið okk-
ur í. (64-65)
Athyglisvert er að Vilhjálmur kallar á
djúpstæða menningargreiningu á þeim
þáttum sem búa að baki sjúkdómsvæð-
ingunni. Spurningin er hins vegar þessi:
af hverju réðst Vilhjálmur ekki í það
verkefni? Þótt Vilhjálmur segi okkur lít-
ið um það hvað hann við með „djúp-
stæðri menningargreiningu" má þó skilja
það sem ákall um að tengja greiningu
sjúkdómsvæðingarinnar við fleiri
strauma samfélagsins en læknavísindin
og „framfarir" í tækni þeirra. Að grein
Jóhanns Ágústs undanskilinni er enga
slíka tilraun að finna í bókinni, og að því
leyti þykir mér hún vera fræðilega grunn.
Einsleitni hins siðfræðilega hugtaka-
ramma býður ekki upp á „djúpstæða
menningargreiningu".
Að mínu viti hafa orðið róttækar
breytingar á framleiðslukerfi og -háttum
iðnaðarsamfélaga hins vestræna heims á
undanförnum 30-40 árum, svo róttækar
að það er merkingarbært að tala um eft-
irnútímann sem sérstakt sögulegt tíma-
bil sem enn er ríkjandi. Sum einkenni
hans - vöruvæðing hins félagslega, ein-
staklingshyggja og einkavæðing, upp-
gangur upplýsingatækni og lífvísinda -
tengjast sjúkdómsvæðingu samfélagsins
órjúfanlegum böndum. Sjúkdóms- og
heilbrigðishugtakið hafa breyst á afger-
andi hátt, og líkami mannsins og félags-
leg samskipti hans eru orðin eitt helsta
útþenslusvið kapítalískrar framleiðslu.2
Það sem tilfinnanlega vantar í heftið
Sjúkdómsvaðiiig eru þessi tengsl sjúk-
dómsvæðingar við „siðalausan" heim
valda, hagsmuna og hagkerfis - tengsl
sem hin djúpstæða menningargreining
leiðir í ljós en hugtakrammi siðfræðinn-
ar ræður ekki við.
Hjörleifur Finnsson
1 Sjá t.a.m. síður 22, 30, 31,157 og 158 í Sið-
fræði lifs og dauða. Þar má finna málsgreinar og
setningar sem eru teknar orðrétt upp, eða nánast
orðrétt, í greininni í Sjúkdómsvæðingu (s. 54, 55,
59, 61, 62 og 64).
2 Sjá Hjörleifúr Finnsson, „Af nýju lífvaldi:
Líftækni, nýfijálshyggja og lífsiðfræði", Hugur
15 (2003), s. 174-196.