Hugur - 01.01.2007, Side 6
Hugur | 18.ÁR, 2006 | S. 4-7
Inngangur ritstjóra
Eitt af því sem markað hefur það litla sem af er 21. öldinni er skerðing á borgara-
legum réttindum um veröld víða, ekki síst í hinum velmegandi hluta heimsins.
Eftir árásirnar á Bandaríkin n. september 2001 fór af stað umfangsmikið ferli
sem engan veginn sér fyrir endann á og einkennist af magnþrungnu samspili
nokkurra þátta. I fyrsta lagi er alið á hugmyndinni um að „þarna úti“ sé að finna
menn sem vilja okkur illt - að okkur steðji ógn sem er í eðli sínu ófyrirsjáanleg og
vofir stöðugt yfir. Dulúðin sem þessi ógn er sveipuð dregur ekki úr áhrifamætti
hennar. I öðru lagi er brugðist við ógninni með máttugum gagnaðgerðum af hálfu
handhafa ríkisvaldsins: aukið eftirlit með samskiptum fólks og ferðum milli staða,
aukin harka í viðskiptum við hvers kyns öfl sem telja má ala á ógninni, auknar
grunsemdir í garð einstaklinga af tilteknum uppruna eða trúarbrögðum. Þriðji
þátturinn, sem minnst fer fyrir í umræðunni en ef til vill mest í veruleikanum,
felst svo í áframhaldandi útþenslu fjármagns og markaðshyggju sem staðið hefur
óslitið, en að vísu ekki áfldlalaust, um nokkurra alda skeið.
I anda frægra orða Hegels á þá leið að verkefni heimspekinnar sé að „færa sam-
tímann í hugtök“ hafa ýmsir fræðilegir hugsuðir þegar hafist handa við að kort-
leggja og greina þessa þróun, og leita þá gjarnan fanga hjá þýska höfundinum
Walter Benjamin (1892-1940). í greinum sínum „Um söguhugtakið", sem komu
út á íslensku í síðasta hefti Hugar, notast Benjamin við hugtakið um undantekn-
ingarástand sem þekkt var úr þýskri lögspeki, einkum úr verkum Carls Schmitt
(1888-1985). Meðal fremstu arftaka Benjamins (og Schmitts) á þessu sviði er
ítalski heimspekingurinn Giorgio Agamben, sem hefur í mörgum rita sinna tek-
ist á við hugmyndina um undantekningarástand, ekki hvað síst á síðustu árum -
enda vísar umrætt hugtak til þess þegar ríki eða ríkisvald afnemur réttarkerfið,
eða sjálfar leikreglur lýðræðisins, í því skyni að verjast tiltekinni ógn sem talin er
steðja að ríkinu og/eða lýðræðinu. Til vitnis um slíkt ástand í samtíma okkar
nægir ef til vill að nefna, án frekari skýringa, tvö sérnöfn: Guantánamo og Abu
Ghraib.
Þema þessa heftis Hugar er einmitt ótti og undantekningarástand. Birt er stutt
grein Agambens þar sem hann greinir hugtakið um undantekningarástand á
sögulegan og röldegan hátt og tengir það við nýlegar hugmyndir um lífvald og
atburði í samtímanum. Sænski heimspekingurinn Christian Nilsson hefur ritað
töluvert um tengslin milli Agambens og Benjamins og gerir grein fyrir þeim í
ritgerð sinni „Verkefni hugsunarinnar í undantekningarástandinu“. Þar heldur