Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 8
6
Inngangur ritstjóra
anburðurinn varpar áhugaverðu ljósi á nóbelsskáldið og afstöðu hans til gamalla
og nýrra listgreina, og vekur upp áleitnar spurningar um útmörk lista í tækni-
væddum og stafrænum heimi.
Stefán Snævarr hefur vakið athygli á síðustu árum fyrir líflega umfjöllun um
markalínur heimspeki og bókmennta, myndhverfmgar og menningarpólitík,
meðal annars í bók sinni Ástarspekt (2004). Hér í heftinu birtist eftir hann grein
sem ber heitið „Tilraun um tilfinningar". Þar tekst Stefán á við það torsótta
verkefni að gera skynsamlega grein fyrir tilfinningum og leitar í smiðju ýmissa
sérfræðinga á því sviði - en setur jafnframt fram eigin kenningu um eðli tilfinn-
inga.
Logi Gunnarsson er meðal þeirra heimspekinga íslenskra sem best hefur geng-
ið að hasla sér völl erlendis. í tilefni af útkomu bókar hans Stiga Wittgensteins í
íslenskri þýðingu leitaði ritstjóri Hugar til þýska heimspekingsins Jörgs Volbers,
sem hefur sérhæft sig í verkum Wittgensteins, um að skrifa grein um téða bók.
Útkoman birtist hér í heftinu og ber nafnið „Heimspeki sem fræðikenning eða
iðja?“. Volbers setur þar hugmyndir Loga í samhengi við aðra kunna Wittgen-
stein-sérfræðinga í samtímanum, einkum bandarísku heimspekingana James
Conant og Coru Diamond, og veltir fýrir sér meðferðargildi hugtakagreiningar
sem miðast við að skilja á milli merkingar og merkingarleysu. Ein niðurstaða
greinarinnar er sú að ekki sé ýkja mikill munur á meginlandsheimspeki og engil-
saxneskri heimspeki hvað þetta snertir.
* * *
Eins og fram kemur í pistli frá stjórn Félags áhugamanna um heimspeki aftast í
heftinu hafa síðustu ár verið félaginu fjárhagslega erfið og á köflum hefur verið
tvísýnt um að Hugur héldi velli. Nú lítur út fýrir að flestum ef ekki öllum ljónum
hafi verið rutt af veginum og er mér það í senn ljúft og skylt að þakka þeim sem
setið hafa í stjórn félagsins í ritstjórnartíð minni gríðarlega gott og óeigingjarnt
starf í þessum þrengingum. Heimspekinni á Islandi er borgið meðan hún á sér
jafn öfluga og ötula fylgismenn og þau eru.
Eins og ráða má af framansögðu hefur verið leitað til ýmissa einkaaðila um
stuðning til að tryggja tilvist Hugar enn um sinn. Leitin hefur þegar borið ágætan
árangur, enda er raunin sú að heimspekin á sér hauka í horni víðar en margan
grunar. Sérstakar og ómældar þakkir fyrir höfðingsskap og stórhug í þágu heim-
spekiiðkunar á Islandi fá Kaupþing banki, Glitnir og H.F. verðbréf. Jafnframt er
Heimspekistofnun Háskóla Islands þakkaður góður stuðningur, svo og Siðfræði-
stofnun. Víst er að án þessara velunnara Hugar væri þetta hefti ekki í þínum
höndum.
Vakin er athygli á vefsíðu Hugar og Félags áhugamanna um heimspeki: www.
heimspeki.hi.is/?fah. Þar er meðal annars að finna upplýsingar um hvernig gerast
megi áskrifandi að ritinu. Jafnframt má benda á að áskrifendum, nýjum og göml-
um, stendur til boða að kaupa eldri tölublöð Hugar á sérstökum kostakjörum.