Hugur - 01.01.2007, Page 13
Andlegt lýðveldi án kreddu
11
es er einn þeirra höfunda sem hafa enst vel, Aristóteles sömuleiðis. Platon hefur
einnig vaxið í áliti. Hume hefur enst mjög vel finnst mér og Wittgenstein er
vaxandi. Síðan eru nútímaheimspekingar eins og Stanley Cavell sem mér finnst
eiga heima í hópi hinna stóru og jafnvel Cora Diamond. En verk ... ja, það eru
náttúrlega verk eftir þessa sömu höfunda, en málið er raunar svolítið flóknara
hvað verkin snertir því að maður er mikið í því að lesa stuttar greinar og kafla úr
bókum. Um þessar mundir eru í miklu uppáhaldi hjá mér verk eins og Frelsið
eftir Mill, Trúarvilji eftir James, Otímabærar hugleiðingar eftir Nietzsche og Orð-
ræða um aðferð eftir Descartes. Já, ég gleymdi að nefna Emerson ogThoreau, en
þeir komu seint inn á radar hjá mér, en að vísu með miklum krafti.
Já, ég tók einmitt eftir J>víaðpú nefndirpá ekki.
Nei, nei, en þeir eru sannarlega þarna á meðal. Mér finnst Wa/den eftir Thoreau til
dæmis vera mjög tært heimspekiverk, þótt það sé ekki kennt í heimspekideildum
háskóla eða að minnsta kosti ekki mikið - þó er það kannski eitthvað að breytast.
Jú, það eru nokkur verk sem hafa haft mikil áhrif á mig: Trúarvilji, Frelsið, Orð-
rœða um aðferð, Siðfrœði Nikomakkosar, Ritgerð um mannlegt eðli eftir Hume,
Ótimabærar hugleiðingar ...
En hverfinnstpér vera helstu eða bestu ritpin sjáfs? Hvaða verk ertu ánægðastur
með? - Eða erpað ekki komið út ennpá?
Ja, ég vona að eitthvað meira sé á leiðinni [hlær\. Eg held að þetta sé fín heim-
spekileg spurning, því að verk manns eru þannig úr garði gerð að þegar maður
hefúr kastað til höndunum þá lætur verkið mann ekki í friði, það er eins og van-
skapnaður sem ásækir mann. Þegar maður hefúr gert vel, eins vel og maður gat,
þá lætur verkið mann í friði. Þá er það eins og sjálfstæður veruleiki sem maður
getur íhugað. Mig langar því til að breyta spurningunni og segja: „Hvaða verk
hefur látið þig í friði?“ - Það verk sem hefur látið mig alveg í friði eftir að ég
samdi það er doktorsritgerð mín. Eg hefði getað varið hana ári fyrr, en ég tók eitt
ár til viðbótar í að finna mína eigin rödd í verkinu. Sumar af greinunum í Tveggja
manna tali hafa látið mig í friði, eins og Mill-greinin. Ein grein í Fjöndunum eða
Frjálsu öndunum - ég kalla hana alltaf Fjandana til styttingar - hefúr látið mig í
friði, það er „Hinn fúUkomni sonur jarðarinnar" um Stephan G. Auðvitað vona
ég að ég eigi eftir að gera betur, en þessi verk hafa alveg látið mig í friði.
Meðpví að umorða síðustu spurningupá býðurðu upp á að ég spyrjipig: hvaða verk
látapig alls ekki ífriði?
Ég fór sjálfur ósjálfrátt að hugsa um það. Eg held að tvennt einkenni greinar sem
láta mann ekki í friði.Tökum sem dæmi greinina mína um William James,„Mór-
alismi og mannleg reynsla“. Hún lætur mig ekki í friði í þeim skilningi að mér
finnst ég hafa höndlað ákveðna sýn á James, en þó hafi ég ekki gefið mér alveg
nógu mikinn tíma til að ná henni allri fram. Þannig láta sumar greinar mann ekki
í friði af því að maður kláraði þær ekki, það er meira þarna. Eg held að hugmynd