Hugur - 01.01.2007, Page 16
14
Andlegt lýðveldi án kreddu
þetta var nú reyndar líka kjarninn í því sem ég var að segja í gagnrýni minni á
gagnrýna hugsun í bókinni Tveggja manna tal. Eg held að við notum gagnrýna
hugsun of mikið. Við erum of viljug til að gagnrýna. Við lifum ekki nógu lengi
með hugmyndunum. Við leyfum þeim ekki að sökkva nógu djúpt áður en við
spýtum þeim út. En þeir sem leyfa hugmyndum að sökkva djúpt geta líka sett
fram hörðustu gagnrýnina.
Má umorðapetta einhvern veginn þannig að þú viljir heldur stunda einhvers konar
samræðu viðþá sem eru að hugsa um sviþaða hluti? Og íþessum greinum þar semþú
ert til dæmis að takast á við Kristján um stórmennsku se'rtufrekar að reyna að stofna
til einhvers konar samræðu?
Ég er ekki viss um að þetta sé rétt lýsing. Það er svolítið flott leið til að losna út úr
vandanum að segja bara að þetta sé samræða en ekki gagnrýni. Ég kysi frekar að
orða þetta þannig að það eru ákveðin atriði sem leita á mig og hjálpa mér við að
orða eigin hugsun og skrif annarra eru hjálpleg hvað þetta varðar. Ég er að því
leyti þakklátur Páli fyrir þessa grein að ég hefði sennilega ekki getað orðað mína
hugsun um gagnrýna hugsun og vísindi eins skýrt ef ég hefði ekki haft aðgang að
hugsun hans. En góð gagnrýni er róttæk og kann að virðast niðursallandi. Viðhorf
mitt er eldú: „Hvert er þitt sjónarhorn? Hér færðu mitt sjónarhorn." Rökræðan er
engin vöruskipti. Það er meiri broddur í þessu.
Eg man að eitt afþvísem maður lærði sem heimspekinemi í námskeiðinu Inngangi að
heimsþeki hjá Páli Skúlasyni var að gera greinarmun á mönnum og málefnum. Efe'g
man réttfinnst Páli ekki að menn eigi að deila hart hver á annan. Aftur á móti talar
Kristján Kristjánsson einhvers staðar, held ég, um að „vega hvern annan í bróðerni".
Hvernig líturþú áþennan greinarmun á mönnum og málefnum? Gengur hann upp?
I hversdagslegum skilningi held ég að hann gangi afskaplega vel upp og að hann
sé óskaplega mikilvægur fyrir okkur í heimspekinni. Það sem pirrar mig eiginlega
mest er þegar farið er í manninn en ekki málefnið. Það er eitthvað svo andskoti
ódýrt og grunsamlegt við það. Það er eitthvert virðingarleysi í því gagnvart mann-
eskjunni sem frjálsri hugsandi veru. I stað þess að fást við hugmyndir og rök segja
menn: „Hann er með þessa skoðun af því að hann kennir við Háskóla Islands",
eða eitthvað ámóta. Þetta gerist sorglega oft. Þetta er bernskt og einfalt og letilegt.
Mér finnst þessi tegund af hugsun fela í sér alla verstu lestina: leti, ókurteisi,
virðingarleysi og hugsunarleysi. Slíkir einstaklingar nenna ekki að kynna sér
hugarstarf þeirra sem þeir gagnrýna, hvernig þeir vinna úr eigin reynslu og setja
fram rök og hugdettur. - Þá má spyrja: til að vera dygðugur, fara ekki í manninn
heldur í málefnin, þarftu þá að gera skarpan greinarmun á manninum og mál-
efninu? Þar held ég að svarið sé æpandi „nei“. Maðurinn er auðvitað hluti af mál-
efninu. Eg vil forðast að hlaða undir þessa kurteisi og virðingu gagnvart hinni
hugsandi manneskju með einhverri kenningu um að mannshugurinn sé klofinn í
málefnið annars vegar og manninn hins vegar. Ég held að þetta sé samofið.