Hugur - 01.01.2007, Side 17
Andlegt lýðveldi án kreddu
15
I hvaða skilningi á maðurpá til dtemis að taka heimspekilega eða fræðilega gagnrýni
persðnulega?
Taktu dæmi af því þegar einhver gagnrýnir bókina manns og segir: ,ýE, þetta er
bara bók sem mótast af því að hann er háskólakennari" - og hafnar henni svo á
þeirri forsendu. Við lifum í heimi sem er þannig gerður að menn nota svona rök-
semdafærslu. Þarna er farið í manninn og stöðu hans, en menn lesa ekki bókina.
Þetta er tóm leti og ókurteisi, menn nenna ekki að leggja á sig andlegt erfiði.
Boðorðið er því að kynna sér bókina, kynna sér hugsun einstaklingsins, fara ofan
í hana og skoða vel. En það væri afskaplega takmarkaður lestur að mínum dómi
- þótt hann eigi við í sumum greinum þá á hann ekki við í vissri tegund af heim-
speki - ef alfarið er horft framhjá manninum og lífshlaupi hans þegar bókin er
lesin ofan í kjölinn. I slíkum tilvikum held ég að einhvers konar hugsanavilla hafi
hlotist af boðorðinu. Þú átt að halda þig við boðorðið: skoðaðu málefnið og hugs-
unina og virtu höfundinn sem sjálfstæða hugsandi veru. Ekki afskrifa einstakl-
inginn með vísun til hins ytra samhengis. En þú vilt ekki gera þetta í krafti þess
að þú trúir á að einhver gjá sé milli lífshlaups mannsins og hugsunar hans.
Þú segir að ekki megi alveg skilja manninn og málefnið í sundur, en í hvaða skilningi
erpá verjandi að takapað til dtemisfram í umföllun um bók eftirpig aðpú sért heim-
spekikennari?
Jú, það gæti komið sem hluti af túlkuninni. Ég skal taka dæmi - það er dæmi um
John Stuart Mill af því að ég hef svo mikið dálæti á honum og er nýbúinn að vera
með erindi um Kúgun kvenna. I því erindi gætti ég þess að halda mig algerlega
við bókina og málefnið. Mér sýnist vera tveir eða þrír risastórir gallar á þeirri
hugmynd sem Mill heldur fram í þessari bók. Og ég er kominn á þá skoðun að
þessar takmarkanir í textanum megi rekja til takmarkana í heimspekilegri nálgun
höfundarins sem síðan eiga ef til vill rætur sínar að rekja til ákveðins upplags og
aðstæðna, til dæmis þess að hann er í ákveðnum tengslum við konur, bæði móður
sína og eiginkonu. Þannig að ég held að í bókinni birtist ákveðinn maður og að
takmarkanir hans setji svip sinn á hugmyndina og hugsunina í bókinni. Og þá
má spyrja: „Af hverju í ósköpunum ræddirðu þessar takmarkanir ekki í fyrirlestr-
inum?“ Svar mitt er að það er mjög varasamt og vandasamt að vísa til lífshlaups
einstaklings þegar heimspeki hans er metin. Hér eru ótal pyttir sem hægt er að
falla Í.Til dæmis er mikilvægt á hvaða augnabliki og í hvaða samhengi hugmynd-
in um takmarkanir höfundarins birtist. Er maður bara að nota þetta æviatriði til
að þurfa ekki að lesa hann, til að hafna manninum, til að komast hjá því að kynna
sér hugmyndaheim hans? I þessu ákveðna tilviki þá hittist bara þannig á að ég
hef dálæti á bókinni - það eru io ár síðan ég fjallaði fyrst um hana - en nú er ég
orðinn óánægður með hana. Því dýpra sem ég tel mig fara ofan í hana því betur
sé ég að sumar af takmörkunum bókarinnar eru kannski takmarkanir höfundar-
ins. En ég vil vera alveg viss um að ég hafi í reynd borið kennsl á þessar takmark-
anir í bókinni áður en ég velti lífshlaupi höfimdarins meira fyrir mér.