Hugur - 01.01.2007, Síða 18
16
Andlegt lýðveldi án kreddu
Þegarþú ert búinn að kynnaþér hugmyndirnar og reyna að skoðaþœr sem slíkar vœr-
irðuþá til í að segja ástæðurþeirra vera til dœmisþœr að Mill var gifturþessari til-
teknu konu eða bjó við tilteknar aðstæður eða ólst uþþ á tilteknu heimili... ?
Eg get litið svo á að það sé mjög frjótt að skoða þetta sjónarhorn.
Enþá einungis eftir að hugmyndirnar hafa verið rannsakaðar?
Ég held að þessi greinarmunur á „fyrir“ og „eftir“ skipti miklu máli hér vegna þess
að í því er fólgin svo ofboðslega mikil, ef ég má sletta, sleight of hand, mikil hend-
ing að byrja á hinum endanum. Og það er leti. En þegar maður les gott heim-
spekiverk er maður að fást við lifandi heild, maður er að fást við mann sem var
lifandi, af holdi og blóði. Og ég held að á ákveðnu augnabliki geti það verið mjög
hjálplegt að sjá að þessi maður hefur ef til vill - nota bene, ég er ekki búinn að
komast að niðurstöðu um Mill - mjög takmarkaða sýn á fyrirbærið. Þegar sagt er
um heimspekinginn: „Ups, hann þekkti ekki hjónabönd eins og flestir menn
þekkja þau“, getur það reynst mjög upplýsandi.
Nœst langar mig að sþyrjaþig um hugmyndirþínar um starf heimsþekingsins eða „kall
heimsins"tilheimspekingsins, eins ogþú orðarþað eftir Emerson á einum stað íFrjáls-
um öndum. Mér virðast skrifþín, sérstaklega íþeirri bók, verafyrst ogfremst túlkun
á textum ogþvíspyr ég: erþað aðþínu áliti öðrufremur starf heimspekingsins að túlka
texta?
Kalt mat: stór hluti af heimspekinni, sérstaklega í BA-námi, er lestur á söguleg-
um heimspekingum. Og ég held að þeir hafi mikið uppeldisgildi í heimspeki-
námi. Mér virðist það einkenna ansi marga heimspekinga að þeir eru í bland að
vinna með hugmyndir og verk annarra, ekkert síður heimspekingar sem eru á
jaðri hefðarinnar eða utan hennar heldur en þeir sem eru innan háskólahefðar-
innar. Við minntumst á Thoreau og Emerson áðan. Þeir ganga miklu lengra í
þessu en háskólaheimspekingar gera nokkurn tíma, þeir eru alltaf að vinna úr
textum annarra og vitna í texta annarra. Ég held að þetta sé rótgróið einkenni á
heimspeki.
En skiptir ekki máli hvernig textar annarra eru notaðir? Núgagnrýna sumir háskóla-
heimspekinga fyrir aðþeir fái helst aldrei hugmynd oggætiþess að vera bara að vinna
innan hugmynda annarra sem er náttúrlega alls ekki í anda Emersons og Thoreaus.
Já, ég held að ef þú fáir aldrei hugmynd sjálfur þá sé ekki rétt að segja að þú sért
að vinna með hugmyndir annarra. Svo ég noti líkingamál frá William James, þá
held ég að slíkur maður sé eins og maur sem sér enga heild. Maurinn skríður eftir
stórri byggingu og dettur ofan í hverja örsmáa rifu og hverja sprungu. Mín reynsla
er sú að ég kemst ekkert áfram í texta tiltekins heimspekings fyrr en ég fer að átta
mig á því hvað það er sem tengir mig við þennan heimspeking. Tökum dæmi: þú
lest fimm bækur og fjórum þeirra ertu búinn að gleyma eftir viku. Ein þeirra
heldur áfram að gerjast í þér og þú kemur aftur og aftur að henni og reynir að
orða hugsun þína í tengslum við lestur þinn á þessari bók. Ég held að ef þú sérð á