Hugur - 01.01.2007, Síða 20
18
Andlegt lýðveldi án kreddu
stef sé miklu mikilvægara í skilningnum á tónverkinu en hingað til hefur verið
haldið, en önnur ástæða væri sú að stefið hjálpi mér að tengjast einhverjum hug-
myndum hjá sjálfum mér og skilja hvernig ég get konstrúerað þær sjálfur, hvernig
ég get samið tónverk sjálfur. Eg sé meira sjálfstæði í vinnubrögðum eins og þess-
um en í því að vilja einungis túlka einhvern texta.
Þú talar svolítið um heimspeki eins og vtsindi, en mér dettur í hug hvort ekki gæti
verið um að ræðapersónulegapörf sem fær mann tilað sjáfrekarpetta stef en annað?
Jú, auðvitað er það eitthvað persónulegt, en við notum orðið „persónulegt" með
svo ólíkum hætti. Það er ekki persónulegt á þann hátt að það eigi við um mína
sögu. Auðvitað væri athyglisvert ef í ljós kæmi að ástæðan fyrir því að ég hef
áhuga á Mill og Nietzsche væri sennilega - samkvæmt athugun einhvers félags-
fræðings - að ég hafi að hluta til alist upp í sjávarþorpi. Það væri þá atriði sem
greindi mig frá öðrum heimspekinemum, ekki þó öllum auðvitað. Persónusögu í
þessum skilningi vil ég hreinsa út úr myndinni. Við erum alltaf að tala um mann-
eskjuna sem hugsandi veru sem er að reyna að fá botn í veruleikann. Og í þeim
heimspekilega skilningi er ég alveg til í að segja: jú, þessi viðleitni stafar einmitt
af persónulegri þörf. Ég er að reyna að lýsa því hvernig vandinn blasir við mér.
Við skulum gæta þess að vera ekki of hrokafullir, en við getum sagt að Frelsið hafi
haft gríðarleg áhrif á vestræn samfélög og mótað sjálfsskilning fólks. Ég er ekki
að tala einvörðungu um frjálshyggjumenn, heldur einnig kvenréttindi og mann-
réttindabaráttu almennt. Þetta er því ekki spurning um að taka eina bókina hérna
niður úr hillunni og fara að túlka hana af þeirri einu ástæðu að það er atvinna
mín, heldur er ég með í hendinni bók sem nú þegar er orðin stór hluti af mínu lífi.
Eg las hana á sínum tíma og hún hefur einhver mótandi áhrif á veruleikann, hún
hefur haft mótandi áhrif á stjórnskipan okkar og samfélagsskipan og hvernig við
hugsum um einstaldingana. Síðan er maður að lesa bókina, maður sér umræðuna
um hana og segir: „Mér finnst þetta ekki passa saman.“ Við mótum afstöðu okkar
til veruleikans í glímu við bækur.
Þú átt við að sú staðreynd að maður velji aðfalla umpessa bók varði aðpínu viti ekki
bara einhverja persónulega pörf sem helgast ef til vill af tilviljun í hfssögu manns,
heldur er um að ræða dýpripersónulegapórf sem maður ásameiginlega með öðrum?
Þetta er kannski ein leið til að orða hugsunina, nema hvað ég er ekki viss um að
ég eigi hana sameiginlega með öðrum, það verður að koma í ljós. Maður getur
ekki gefið sér það, en furðu oft er það þó þannig. Mitt líf hefur einkennst af því
að þegar mér hefur fundist mér takast vel upp, hvort sem það er nú sjaldan eða
oft, þá finnst fólki sem ég treysti vel oftast einnig að svo sé. Ég hefði getað tekið
marxisma sem dæmi, frekar en tónlistardæmið, en á íslandi erum við alin upp í
hálfsovésku kerfi: hér hafa tíðkast mikil höft og bönn. Og margir voldugir höf-
undar sem móta umræðuna hér eru eða voru kommúnistar. Uppgjörið við marx-
ista hefur verið mjög stór hluti af mínu lífi þótt ég hafi ekki birt mikið um það
ennþá. Þó er ein grein í Frjálsum öndum um þetta - greinin um Halldór Laxness