Hugur - 01.01.2007, Side 23
Andlegt lýðveldi án kreddu
21
lífsmáta. Mig langar að spyrjapig hvortpú lítir á heimspekipína sem lífsmáta? Og ef
já, í hvaða skilningipá?
Já, ég held ég svari þessu játandi. Það er náttúrlega erfitt að veita yfirlit yfir eigin
skrif, sérstaklega þegar þau eru í fullurn gangi og maður er enn að berjast í þessu
innan frá. - Hvað er átt við þegar sagt er að heimspeki sé lífsmáti? Gætum við
ekki átt við að hún hafi eitthvað með hversdagslífið að gera, þ.e. að ekki sé gerður
skarpur greinarmunur á akademísku lífi og hversdagslífi?
Já, við gœtum átt við aðpau viðhorf sem maður aðhyllist í heimspekinni endurspeglist
í lífi manns.
Fyrir okkur sem erum á þeirri línu að skoða heimspekina aðferðafræðilega er
ekki langt yfir í hversdagslífið. Ef ég skýri betur hvernig ég skil heimspekina þá lít
ég á hana sem aðferð, hún er aðferð við að skýra hugsun sína, hún er aðferð við að
forðast ákveðnar villur, skilgreina hugtök, forðast tiltekna pytti, aðferð til að
forðast ákveðnar frumspekilegar blekkingar, aðferð til að losa um ákveðin höft,
hleypa fram kröftugum hugmyndum, aðferð til að losa sig undan ákveðnum
sjónarhornum sem orðin eru eyðileggjandi fyrir mann - ég er að hugsa um Fjand-
ana eða Frjálsu andana, þetta eru allt óbeinar tilvitnanir í greinar þar. Þar er grein
um að losa sig undan ákveðnu sjónarhorni, að sleppa við ákveðna pytti með því að
vera varkár í skilgreiningu orðanna, að reyna að sjá tilgang lífsins undir ákveðnu
sjónarhorni, að reyna að skilja hvað það er sem ljær h'finu og málinu merkingu,
hvað felst í því að hugsa sjálfstætt og dæma sjálfur, iðka eigin dómgreind. Hvort
sem ég er að lesa Descartes, Kant, Platon, Nietzsche, William James eða hvern
sem er, þá er ég alltaf með þriðja augað á aðferð höfundarins. Er hann að kenna
mér aðferð til að forðast afarkosti eða öfgar í lífinu, er hann að kenna mér aðferð
til að yfirstíga þykistuþekkingu, eins og Sókrates gerir, er hann að kenna mér að-
ferð sem felst í því að leggja frá mér bókina og fagna heiminum eins og Des-
cartes? Ef litið er á heimspekina aðferðafræðilega þá er, að minnsta kosti í prins-
ippinu, stutt á miUi akademískrar heimspeki og hversdagslífsins. Það er auðvelt
fyrir mig sem kennara að segja við nemanda: „Prófaðu nú að beita þessari aðferð
á næstu dögum og vikum í hversdagslífi þínu.“ Nákvæm skilgreining á hugtökum
er eitt af því sem ég tel mikilvægt að heimspekingar haldi á lofti og minni á, og
hún hefur mikið að segja fyrir lýðræðislegt samfélag því við reynum stöðugt að
ráðskast með hvert annað og beitum í því skyni óljósum skilgreiningum, látum
hugtök vera á flökti, og þannig spillum við tungumálinu. Fyrsti hlutinn af svarinu
við spurningu þinni felst í þessari grunnafstöðu til heimspekinnar sem lýsir minni
sýn, en aðrir hafa allt aðra sýn. Frá þessum aðferðum yfir í hversdagslífið er stutt
skref, fræðilega séð. Svo er náttúrlega spurningin hvort maður stígur þetta skref
praktískt séð, það getur verið langt og mikið skref, maður getur verið svo upp-
tekinn að maður beitir þessari heimspekilegu aðferð ekkert í hversdagslífinu.