Hugur - 01.01.2007, Page 26
24
Andlegt lýöveldi án kreddu
Já.
Og trúirðupá á marga guði?
Ja, það er nú spurningin [hlær\. Það gæti líka verið einn Guð sem pú trúir á, en
hann væri þá ekki án takmarkana, hann er endanlegur.
Af hverju erpað mikilvægt að hann se' ekki almáttugur?
Hugmyndin um almáttugan Guð getur haft sama galla og löghyggjan. Hún getur
virkað sem þægilegheitahugmynd sem gefur manni til kynna að heiminum muni
vinda fram eftir ákveðnum lögmálum. Löghyggjumaðurinn segist ekki hafa nein
frjáls áhrif á framvinduna. Löghyggjan getur dregið allan mátt úr mönnum og
sama gildir um trúna á almáttugan Guð. „Að endingu erum við bara peð,“ segir
löghyggjumaðurinn og sá sem trúir á almáttugan Guð. Báðir eru öruggir í þeirri
vissu að veruleikanum muni vinda fram á ákveðinn hátt. En ég vil halda í þá hug-
mynd að við getum haft áhrif á heiminn og guðina.
Hann er ekki almáttugur ípeim skilningi?
Nei, hann má ekki vera almáttugur í þeim skilningi.
En hann gæti náttúrlega verið almáttugur í öðrum skilningi, alveg eins ogpegar mað-
ur se'r maur ájórðinni og gæti stigið á hann en ákveður að gerapað ekki.
Já, hann gæti verið ansi máttugur.
Hann gæti ráðstafað öllu sem hann vildi...
Já, hann gæti ráðstafað öllu sem hann vildi, en hann gæti líka eins og James bend-
ir á verið í ákveðnum tengslum við okkur, þannig að hann gæti þegið einhvern
styrk og afl frá okkur mönnunum og öfugt. Þannig gæti okkar val líka haft áhrif
á hann. Við gætum veitt honum styrk og tekið frá honum styrk eftir því hversu
vel okkur tekst til. Hann gæti verið að gefast upp yfir þessu öllu saman eða við
það að drepast.
En eins ogpú varst í rauninni að segja áðanparf að hafa trú tilpess að geta rannsakað
hana og ef maður hefur trúpá er hún búin að breyta manni. Þú talar um að pú se'rt að
rannsaka trú í lífi hins skynsama manns, en parftupá ekki að hafapessa trú?
Ég held að þetta snúist um að skilja hugmyndir sínar - það er að koma aftur og
aftur upp í þessu viðtali. Við höfum hugmyndir og hvort sem okkur líkar betur
eða verr þá stýra þær okkur. Við stýrumst af hugmyndum okkar hvort sem við
erum tilbúin að samþykkja það eða ekki, hvort sem við viljum henda þeim í burtu
eða gera eitthvað annað við þær. Trúleysinginn sem ég var að vitna í áðan hefur
ákveðna hugmynd um trú og þessi trú hefur áhrif á vitsmunalíf hans og hugsun.
Þessi trúlausa trú - trúin eins og hún blasir við trúleysingjanum utan frá - hún
segir kannski á endanum meira um trúleysingjann sjálfan en trúna. Það sem ég
átti við hér áðan - þetta er svona á mörkum heimspeki og sálarfræði og heimspeki