Hugur - 01.01.2007, Page 28
26
Andlegt lýðveldi án kreddu
myndir að mínum dómi. Hún er þá uppspretta orku. En ég hef mestan áhuga á
að skoða hvernig tilteknar hugmyndir trúleysingja um trú hamla þroska skyn-
seminnar. Þroski heilbrigðrar skynsemi er jú æðsta takmark heimspekinnar.
Ein er sú hugmynd sempú hefur oft talað um, að minnsta kosti í tengslum við Emer-
son, en pað er traust. Og e'g velti fyrir mér hvort traustið hverfi ekki án trúar, p.e.a.s.
að ef maður hefur ekki trúpá treystir maður ekki. Eg man eftir viðtali sem ég las fyrir
nokkrum árum við mann sem taldi sig afskaplega mikinn vísindamann, hann efaðist
um alla hluti og var hœttur að treysta, ekki barafrœðigreinum sem hann las eða starfs-
bræðrum sínum heldur einfaldlega öllu fólki sem hann hitti.
Jú, ég held þú hefðir hæglega getað bætt traustinu við listann sem ég var að setja
fram, og ýmsu fleiru líka ... viljinn er dálítið furðuleg skepna, því í trúnni býr líka
auðmýkt og það að sjá takmarkanir sínar og uppgjöf, þannig að spurningin um
viljann er mjög flókin. Það er eins með traustið: það er svolítið harður skóli að
læra traust í trúarbrögðum, raunar mjög harður skóli. Þegar þú ert til dæmis að
kenna barni að treysta þér þá passarðu þig á að mæta alltaf á réttum tíma og gera
hlutina vel og þá fer barnið að treysta þér. Maður getur borið þetta saman við
Abraham og hans Guð. Eg held hins vegar að trú og traust séu náskyld. En
spurningin er þessi: getum við komið okkur upp trú á einhvern andlegan veru-
leika án þess að í því felist einhverjar kreddur eða skilgreiningar? Þetta er spurn-
ing sem James veltir upp. Ég held að þetta sé ein brýnasta spurning 20. aldar og
samtímans. Er hægt að koma sér upp trú, andlegu samfélagi og andlegum skiln-
ingi á lífinu, án þess að byggja inn í það kreddur, skilgreiningar, trúarleiðtoga og
aðrar aðgreiningar? Eg held að ef maður hefur ekki þennan andlega veruleika,
trúna á þetta andlega samfélag, þá fari ákveðnir hlutar mannssálarinnar að funa
og skemmast. Ég er til dæmis að hugsa um tilfinningar eins og heiður, sæmd,
sjálfsvirðingu, velvilja og hugrekki, sem fara að dofna og geta jafnvel alveg grotnað
niður. Svo kemur á móti að ef maður ætlar að reyna að tryggja þetta andlega sam-
félag sem ég nefndi í upphafi viðtalsins, sem James kallar stundum „andlegt lýð-
veldi“, tryggja það með því að skapa einhverja leiðtoga inn í það eða einhverjar
dauðar trúarkreddur eða fastar leiðir við að túlka veruleikann, þá held ég að maður
sé búinn að eyðileggja andann með afdrifaríkari hætti en ef maður hafnar ein-
faldlega þessum andlega veruleika. Það er eitthvað sorglegt við það þegar fólk
neitar að lifa öllu andlegu lífi, en enn sorglegra er það þó þegar fólk flækir líf sitt
með botnlausum dauðum kreddum. Það er auðvitað eitthvað dýrslegt og við-
bjóðslegt við að hafna andlegu lífi. En sá sem lifir eins og dýr lifir að minnsta
kosti. Þetta andlega líf sem á að tryggja með dauðum kreddum eða klisjum, það
er ekkert líf. Ég er reyndar að hafna hvoru tveggja. Mér finnst hugmyndin um
andlegan veruleika og andlegt samfélag manna afskaplega mikilvæg.