Hugur - 01.01.2007, Page 30
Hugur | i8.ár, 2006 | s. 28-41
David Hume
Um mælikvarðann á smekk
Hin mikla f]ölbreytni í smekk, sem og í skoðunum, sem ríkir í heiminum er of
augljós til að hún hafi farið fram hjá neinum.1 Menn með mjög takmarkaða
þekkingu geta tekið eftir mismunandi smekk í þröngum kunningjahópi sínum,
jafnvel þar sem einstaklingarnir hafa alist upp undir sömu ríkisstjóm og snemma
tileinkað sér sömu fordóma. En þeir sem geta víkkað sjóndeildarhringinn til að
virða fyrir sér fjarlægar þjóðir og löngu liðna tíma undrast enn meir hið mikla
ósamræmi og andstæður. Okkur hættir til að kalla villimannlegt hvaðeina sem er
mjög frábrugðið okkar eigin smekk og skilningi. En okkur er fljótlega goldið í
sömu mynt. Og mesta hrokagikk og sjálfbirgingi bregður loks í brún þegar hann
verður þess áskynja að allir aðilar eru jafn sannfærðir og hikar við að úrskurða
afdráttarlaust sér í vil þar sem svo ólík viðhorf togast á.
Eins og þessi fjölbreytni í smekk er augljós hinum óvandvirkasta rannsakanda
þannig mun hún þegar betur er að gáð reynast enn meiri í raun og veru en hún
virðist vera. Tilfinningar manna eru oft ólíkar hvað varðar fegurð og ljótleika af
öllu tæi,jafnvel þótt orðræða þeirra almennt sé hin sama. I hveiju tungumáli eru
tiltekin orð sem tákna last og önnur lof, og allir sem nota sömu tungu hljóta að
vera sammála um beitingu þeirra. Allar raddir sameinast um að lofa glæsileik,
velsæmi, einfaldleik og andríki í ritverkum, og að lasta skrúðmælgi, tilgerð, kulda
og falska snilld. En þegar gagnrýnendur koma að einstökum atriðum hverfur
þessi einhugur sem virðist vera, og það kemur í ljós að menn höfðu gefið orðum
sínum afar ólíka merkingu. En þegar um skoðanir og vísindi er að ræða er þessu
öfúgt farið. Þar reynist ágreiningur milli manna oftar felast í almennum atriðum
en einstökum og vera minni í raun og veru en hann virðist vera. Utskýring orð-
anna bindur venjulega enda á deiluna og deilendur eru hissa á að komast að
raun um að þeir höfðu verið að þræta enda þótt þeir hefðu innst inni verið sama
sinnis.
Þeir sem byggja siðferði á tilfinningu frekar en á skynsemi hneigjast til að fella
siðferði undir fyrri athugunina og halda því fram að í öllum spurningum sem
snerta hegðun og mannasiði sé ágreiningur milli manna í raun meiri en hann
virðist vera við fyrstu sýn. Það er reyndar augljóst að rithöfundar allra þjóða og
[Ritgerð þessi birtist fyrst árið 1757 í Fjórum ritgerðum eftir Humc.]