Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 33
Um mœlikvarðann á smekk
31
fram, eða geta verið taldar óhlutbundnar ályktanir skilningsins af því að bera
saman þær venjur og hugmyndatengsl sem eru eilíf og óumbreytanleg. Grund-
völlur þeirra er hinn sami og grundvöllur allra hagnýtra vísinda, reynslan. Og þær
eru ekki heldur neitt annað en almennar athuganir hvað varðar það sem hefiir
almennt reynst vera fólki til ánægju í öllum löndum og á öllum tímum. Margar af
gersemum skáldskapar og jafnvel málsnilldar byggjast á ósannindum og upp-
spuna, á ýkjum, myndlíkingum og misnotkun orða og afbökun þeirra frá eðlilegri
merkingu. Að hafa taumhald á ímyndunaraflinu og smætta hverja tjáningu niður
í rúmfræðileg sannindi og nákvæmni væri alveg andstætt lögmálum gagnrýninn-
ar, vegna þess að það mundi skapa verk sem samkvæmt almennri reynslu hefur
þótt hvað andlausast og ógeðfelldast. En þótt skáldskapur geti aldrei verið sann-
leikanum alveg samkvæmur verður að setja honum skorður með listarreglum,
sem opinberast höfundinum annaðhvort fyrir snilligáfu eða með athugun. Hafi
einhverjir kærulausir eða afbrigðilegir höfundar verið til ánægju hafa þeir ekki
verið það vegna brots á reglum heldur þrátt fyrir þessi brot. Þeir hafa búið yfir
öðrum fegurðareigindum sem samræmdust réttlátri gagnrýni, og áhrifamáttur
þessara fegurðareiginda hefur getað verið aðfinnslu yfirsterkari og veitt huganum
ánægju sem var meiri en andstyggðin sem stafaði af göllunum. Ariosto skemmtir,
en ekki með hinum ferlega og ósennilega skáldskap sínum, með hinni furðulegu
blöndu af alvarlegum og gamansömum stíl, með skorti á samhengi í frásögnum
sínum eða með stöðugum truflunum á frásögninni. Hann heillar með krafti og
skýrleika framsetningar sinnar, með léttleika og fjölbreytni uppfinninga sinna og
með hinum náttúrlegu myndum af ástríðunum, einkum þeim sem eru af hinu
ástleitna og glaðværa tæi. Og hvernig sem gallar hans kunna að draga úr ánægj-
unni hjá okkur geta þeir ekki alveg gert út af við hana. Stafaði ánægja okkar af
þeim hlutum kvæðis hans sem við köllum galla væri það engin andmæli gegn
gagnrýni almennt. Það væri einungis andmæli gegn þeim sérstöku gagnrýnis-
reglum sem fastsettu slík atriði sem galla og lýstu þeim sem undantekningarlaust
ámæhsverðum. Ef þau reynast vera til ánægju geta þau ekki verið gallar, hversu
óvænt og óútreiknanleg sem ánægjan sem þau veita er.
En þótt allar almennar listarreglur byggist einungis á reynslu og athugun á
sameiginlegum kenndum mannlegs eðlis megum við ekki ímynda okkur að til-
finningar manna verði ávallt í samræmi við þessar reglur. Hinar fágaðri geðshrær-
ingar eru mjög viðkvæmar og fíngerðar að eðli og þarfnast þess að saman fari
margir hagstæðir þættir svo að þær geti leikið léttilega og af nákvæmni samkvæmt
hinum almennu og fastsettu lögmálum sínum. Hin minnsta ytri fyrirstaða fyrir
svona litlum aflgjöfum, eða hin minnsta innri óreiða, truflar hreyfingu þeirra og
setur gang allrar vélarinnar úr skorðum. Ef við ætluðum að gera tilraun af þessari
gerð, og vildum prófa áhrifamátt einhverrar fegurðar eða ljótleika, yrðum við að
velja með gát réttan tíma og stað og koma ímyndunaraflinu í viðeigandi stellingar.
Fullkomin hugarró, yfirvegun og tilhlýðileg einbeiting að viðfangsefninu: Skorti
einhvern þessara þátta verður tilraun okkar villandi og við munum ekki geta
dæmt um hina almennu og algildu fegurð. Tengslin sem náttúran hefur komið á
milli formsins og kenndarinnar verða að minnsta kosti óljósari og það mun krefj-