Hugur - 01.01.2007, Side 39

Hugur - 01.01.2007, Side 39
Um mælikvarðann á smekk 37 Því er það svo að enda þótt meginreglur smekks séu almennar og næstum, þó ekki alfarið, hinar sömu hjá öllum mönnum, þá eru samt fáir hæfir til að fella dóm um hvaða listaverk sem er eða fá sína eigin skoðun viðurkennda sem mæli- kvarða á fegurð. Líífæri innri skynjunar eru sjaldan svo fullkomin að þau leyfi hinum almennu reglum að njóta sín til fulls og framkalla tilfinningu sem sam- svarar þessum reglum. Annaðhvort líða þau fyrir einhvern galla eða eru veikluð af einhverri truflun, og með því móti vekja þau kennd sem kafla má ranga. Þegar gagnrýnandinn hefur ekkert næmi dæmir hann án þess að gera nokkurn greinar- mun og verður aðeins fyrir áhrifum frá hinum grófari og áþreifanlegri eigin- leikum viðfangsefnisins. Fínni dráttunum er ekki veitt eftirtekt og þeir eru virtir að vettugi. Þar sem þjálfun hjálpar honum ekki fylgir dómi hans ruglingur og hik. Þar sem enginn samanburður hefur átt sér stað eru það hinar ómerkilegustu fegurðareigindir, sem frekar eiga skflið að kaflast gallar, sem vekja aðdáun hans. Þar sem hann er undir áhrifum fordóma brenglast allar náttúrlegar kenndir hans. Þar sem dómgreind skortir er hann ekki hæfur til að greina fegurðareigindir skipulags og rökleiðslu sem eru þær æðstu og ágætustu. Þorri manna líður fyrir einn eða annan af þessum annmörkum, og þess vegna er sannur dómari í hinum fegurri listum sagður vera, jafnvel á hinum siðfáguðustu tímum, svo fágæt mann- gerð. Einungis skörp dómgreind, sameinuð næmri tilfinningu, þroskuð með æf- ingu, fuflkomnuð með samanburði og hreinsuð af öllum fordómum, getur veitt gagnrýnendum tilkall til að vera þessi dýrmæta manngerð. Og sameiginlegur dómur slíkra manna, hvar sem þá er að finna, er hinn rétti mæflkvarði á smekk og fegurð. En hvar er slíka gagnrýnendur að finna? Á hvaða einkennum skal þekkja þá? Hvernig á að greina þá frá þeim sem sigla undir folsku flaggi? Þessar spurningar eru óþægilegar og virðast varpa okkur aftur út í sömu óvissuna sem við höfum leitast við að losa okkur úr í þessari ritgerð. En ef við hugleiðum málið á réttan hátt þá eru þetta spurningar um staðreynd- ir, ekki um tilfinningar. Hvort einhver tiltekinn einstaklingur sé gæddur góðri dómgreind og næmu ímyndunarafli, og sé laus við fordóma, kann oft að vera ágreiningsefnið og líklegt til mikilla rökræðna og rannsókna: en að slík manngerð sé dýrmæt og lofsverð mun vera sameiginlegt álit allra. Þegar þessar efasemdir koma fyrir geta menn ekki gert neitt meira en í öðrum umdeilanlegum spurn- ingum sem eru lagðar fyrir skilninginn: Þeir verða að koma fram með bestu rökin sem þeir geta látið sér detta í hug; þeir verða að viðurkenna að réttur og ótvíræður mælikvarði sé til einhvers staðar, nefnilega raunveruleg tilvera og staðreynd. Og þeir verða að sýna þeim umburðarlyndi sem eru ósammála þeim um skírskotun til þessa mælikvarða. Það nægir í þessu samhengi að við höfúm sannað að ekki hafa allir einstaklingar jafngóðan smekk og að smekkur sumra manna almennt, hversu erfitt sem er að velja þá sérstaklega, muni vera að aflra áliti betri en ann- arra. En í raun og veru er vandinn að finna mælikvarðann á smekk, jafnvel í ein- stökum atriðum, ekki eins mikill og látið er í veðri vaka. Enda þótt við kunnum, fræðilega séð, fúslega að viðurkenna ákveðinn mælikvarða í vísindum og afneita
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.