Hugur - 01.01.2007, Page 42

Hugur - 01.01.2007, Page 42
40 David Hume gjarn minnisvarði skáldsins hlýtur að hrynja líkt og venjulegur múrsteinn eða leir, tækju menn ekkert tillit til hinna sífelldu umbyltinga í siðum og venjum og viður- kenndu ekkert nema það sem væri í samræmi við ríkjandi tísku. Verðum við að fleygja myndunum af forfeðrum okkar og formæðrum vegna pípukraganna og krínólínanna? En þar sem hugmyndir um siðferði og velsæmi breytast frá einum tíma til annars og þar sem spilltum siðum er lýst, án þess að þeir séu auðkenndir með hinum réttu táknum ámælis og vanþóknunar, verður að viðurkenna að þetta óprýði kvæðið og sé raunverulegt lýti. Ég get ekki haft samúð með slíkum við- horfum, né heldur er viðeigandi að ég geri það. Og hvernig sem ég kann að afsaka skáldið, vegna siðanna á þeim tíma þegar það var uppi, get ég aldrei notið verksins. Skortur á mannúð og velsæmi sem er svo áberandi hjá persónunum sem nokkur hinna fornu skálda lýsa, jafnvel stundum Hómer og grísku harmleikjaskáldin, rýrir verulega gildi hinna stórbrotnu verka þeirra og færir nútímahöfundum yfir- burði yfir þau. Við höfum ekki áhuga á örlögum og tilfinningum sh'kra ribbalda. Okkur misbýður að sjá mörkum lasta og dygða ruglað svo mjög. Og hversu mikið umburðarlyndi sem við kunnum að sýna höfundinum vegna fordóma hans getum við ekki fengið okkur til að hafa samúð með tilfinningum hans eða bera hlýhug til persóna sem við komumst greinilega að raun um að eru ámælisverðar. Sama gildir ekki um siðferðisreglur og fræðilegar skoðanir af hvaða tæi sem er. Þær síðarnefndu eru sífeUdum breytingum undirorpnar. Sonurinn aðhyllist annað kerfi en faðirinn. Já, það er meira að segja varla nokkur maður sem getur stært sig af mikilli staðfestu og samkvæmni í þessu efni. Hvaða fræðilegar villur sem kann að vera að finna í fagurbókmenntum einhvers tímaskeiðs eða lands þá draga þær að afar litlu leyti úr gildi þessara verka. Það þarf ekki nema vissan hugsunarhátt eða hugmyndaflug til að vekja áhuga okkar á öllum skoðunum sem þá voru ríkj- andi og njóta þeirra viðhorfa eða ályktana sem dregnar voru af þeim. En það krefst mjög mikillar áreynslu að breyta dómum okkar um siði og vekja kenndir lofs eða lasts, ástar eða haturs, sem eru ólíkar þeim sem hugurinn hefur kynnst af gömlum vana. Og þar sem maður er sannfærður um að siðferðilegi mælikvarðinn sem hann beitir við dóma sína sé réttur er honum réttilega annt um hann og mun ekki brengla tilfinningar hjarta síns eitt andartak til að þóknast hvaða rithöfundi sem er. Af öllum fræðilegum villum eru þær sem snerta trúarbrögð afsakanlegastar í snilldarverkum. Og það leyfist heldur aldrei að dæma siðfágun eða visku neinnar þjóðar, eða jafnvel einstakra manna, eftir þvf hve óheflaðar eða fágaðar guð- fræðilegar kennisetningar þeirra eru. Sömu heilbrigðu skynseminni sem stjórnar mönnum í hinum venjulegu atburðum lífsins er ekki hlýtt í trúarlegum efnum sem eru talin hafin algerlega yfir mannlega þekkingu. Vegna þessa verða allir gagnrýnendur, sem ætluðu sér þá dul að móta rétta skoðun á fornum skáldskap, að leiða hjá sér allar fjarstæðurnar í hinu heiðna guðfræðikerfi. Og afkomendur okkar verða, þegar röðin kemur að þeim, að sýna forfeðrum sínum sama um- burðarlyndið. Engar trúarlegar kennisetningar er nokkurn tíma hægt að telja neinu skáldi til ávirðingar meðan þær eru einungis kennisetningar og ná ekki svo sterkum tökum á tilfinningum þess að það verði vænt um ofstœki eða hindurvitni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.