Hugur - 01.01.2007, Page 51
Tilraun um tilfinningar
49
ekur næstum á vörubílspall. Sá ótti er ekki sjálfstilvísandi (Taylor 1985: 48-55).
Þetta þykir mér góð latína, ekki síst fyrir þær sakir að kenning Taylors er samþýð-
anleg þrígreiningu minni milli kennda, venjulegra geðshræringa og œðri tilfinn-
inga. Venjulegar geðshræringar eru skyldar tilfinningum sem ekki vísa til sjálfs,
en æðri tilfinningar eru ættingjar sjálfstilvísandi tilfinninga. Meðal æðri tilfinn-
inga má nefna sjálfstilvísandi geðshræringar og það sem ég kalla „æðri ótta“.
Maður sem óttast að íslenskan hði undir lok á þessari öld er haldinn æðri ótta.
Venjulegur ótti leiðir einatt til flótta eða lömunar, einfaldra viðbragða sem menn
og dýr ráða vart við. En sá sem óttast um framtíð íslenskunnar bregst vart við
með svo einföldum hætti. Hans ótti er „æðri“ venjulegum ótta vegna þess að
menn geta ekki verið haldnir honum án hæfni til sértækrar hugsunar (þeir verða
að hafa á valdi sínu sértök á borð við „íslensk tunga" og „framtíð"). Vart hafa
kettir og kornabörn áhyggjur af framtíð tungumála, hvað þá að þau óttist um
afdrif þeirra gegn betri vitund. En fullorðið fólk getur haft slíkar tilfinningar
gegn betri vitund. Skynsemin segir þeim að málið muni þrauka, tilfinningarnar
að það muni líða undir lok. Samt ætti að vera hægt að beita skynseminni til að
losa sig við tilfinningar af þessu tagi því þær leiða ekki til einfaldra viðbragða í
taugakerfinu (að breyttu breytanda gildir hið sama um sjálfstilvísandi geðshrær-
ingar). Mér er ekki ljóst hvort þessi geðshræring og æðri tilfinningar yfirleitt
hljóti að vera sjálfstilvísandi. Sama gildir um annað dæmi, ást á stærðfræði. Ljóst
má þykja að aðeins verur með velþróaða skynsemi geti elskað stærðfræði. En geta
menn verið haldnir ást á stærðfræði gegn betri vitund? Væri þess lags ást ekki í
ofanálag öldungis ótengd viðbragðakerfi okkar? Þarf stærðfræðiástin að vera
tengd sjálfsmynd stærðfræðielskhugans, gleymir hann ekki sjálfum sér í ástríðu-
þrunginni glímu við stærðfræðiþrautir? Hvað sem því líður þá virðast æðri ótti og
stærðfræðiást eiga það sameiginlegt að krefjast talsvert þróaðrar hugarstarfsemi.
Kannski er jafn mikill munur á þeim og venjulegum geðshræringum annars veg-
ar, og á þeim síðastnefndu og kenndum hins vegar. Kenndum fylgja venjulega
viðbrögð af tiltekinni gerð og sama gildir um venjulegar geðshræringar, en ekki
æðri tilfinningar. Þær síðastnefndu og venjulegu geðshræringarnar eiga svo sam-
eiginlegt að vera röktengdar áhygðum (e. concerns), jafnvel skoðunum. Því er þrí-
greining mín ekki síður frjó en áðurnefnd tvígreining.
III
Frómur lesandi spyr sig sjálfsagt hvers vegna ég tali allt í einu um áhygðir í lok
annars kafla. Svarið er að ég gaf forskot á sæluna, nú hyggst ég ræða kenningar
mannsins sem skóp hugtakið „áhygð“. Sá er áðurnefndur Robert C. Roberts sem
segir að þekkingarlegi þátturinn í geðshræringum sé hvorki trú né skoðun, heldur
konstrúal (e. construat). Konstrúal er konstrúerað sjónarhorn á fyrirbæri, það að
sjá tiltekið fyrirbæri sem annað fyrirbæri (Roberts 1988:183-209). Beitum þessari
kenningu á hana Stínu okkar. Hún sér köngulóna sem eitthvað annað og meira
en könguló. Hún sér hana sem hættulegt viðfang. Þetta líkist því þegar við sjáum