Hugur - 01.01.2007, Side 52

Hugur - 01.01.2007, Side 52
50 Stefán Snævarr andlit í skýi eða Jastrow-mynd (héraandarmynd). Slík mynd er tvíræð, hana má skynja sem mynd af héra eða mynd af önd. Samt vitum við mætavel að strikin á blaðinu eða töflunni eru ekki annað hvort héra- eða andarmynd. Við trúum því heldur ekki að það sé raunveruleg andlitsmynd í skýjunum. Þrátt íyrir það sjáum við andlit. Með sama hætti trúir Stína því ekki að köngulær séu hættulegar, samt upplifir hún þær sem hættu.8 Skoðun hennar skiptir ekki sköpum. Lítum nánar á konstrúölin hans Roberts. Tilfinningaleg konstrúöl hafa þau einkenni að byggja á áhygð (Roberts talar um „concern based construals“). Ef við syrgjum einhvern þá konstrúerum við viðkomandi sem okkur mikilvæga veru er glatast hafi að eilífu. Um leið er þessi áhygð hluti af konstrúalinu. Við sjáum (skiljum) hið glataða viðfang (veruna) í ljósi mikilvægis þess fyrir okkur. Þegar Stína hin köngulóarfælna konstrúerar köngulær sem hættulegar gerir hún það í ljósi umhyggju sinnar fyrir eigin velferð. Ahygð hennar er þessi umhyggja, áhygð syrgjandans er mikilvægi hinnar látnu persónu. Það er meira en lítið til í þessari greiningu. En gallinn er sá að Roberts van- metur hlut skoðana í geðshræringum. Stína verður að vera þeirrar skoðunar að hún sjái könguló ef hræðsla hennar er réttnefnd „hræðsla-við-könguló“. Hugsum okkur að hún uppgötvi að það sem hún hélt að hefði verið títtnefnt skorkvikindi var gúmmíkönguló. Ef hún heldur áfram að vera hrædd við þetta viðfang eftir að sannleikurinn kom í ljós þá verður hræðslan ekki kölluð „hræðsla við könguló". Hér er á ferðinni önnur gerð hræðslu, kannski „hræðsla-við-gúmmíköngulær“. En athugið að hræðslan sem slík er byggð á konstrúali. Skoðanir gefa henni nánari auðkenni, ekki bara sem „hræðsla-við-gúmmíköngulær“, heldur líka sem „óskynsamleg hræðsla". Sú staðreynd að það er firra að trúa því að köngulær séu hættulegar gerir hræðsluna óskynsamlega. Sá eiginleiki þessarar skoðunar á köngulóm að vera út í hött gefur hræðslunni þessi auðkenni. Eftir stendur að hræðslan sem slík er sköpunarverk áhygðarbundins konstrúals. Kristján Kristjánsson hefur teflt fram máttugum rökum gegn konstrúalisman- um. Hann segir að óskynsamlegar tilfinningar byggi á ómeðvituðum skoðunum. Kristín hin köngulóarfælna trúir því innst inni að köngulær séu hættulegar þótt hún sé ekki meðvituð um þessa skoðun sína. Ennfremur segir Kristján að ekki sé sérlega frjótt að gera ráð fyrir tilveru konstrúala. Þau virðist vera millitegund milli skýrra skynjana og óljósra skoðana. En er ekki óþarft að gera ráð fyrir slíkri milli- tegund, er ekki kostur að nota sem fæst hugtök? spyr akureyrski heimspekingur- inn (Kristján Kristjánsson 2002: 31-33, ennfremur Kristján Kristjánsson 1997: 80-83). Mitt svar er eftirfarandi: I fyrsta lagi verður Kristján að gera betur en að vísa til þess að ekki er gott að burðast með of mörg hugtök. Gæti ekki hugsast að stundum verðum við axla slíka hugtakabyrði? I öðru lagi bendir margt til þess að ekki séu nákvæm skil milli skynjana og skoðana. Hvar nákvæmlega endar skynjunin og hvar byrjar hugsunin þegar fólk fær afbrýðisemisköst? Hvar endar skynjun barnsins á hundinum og hvar byrjar sú skoðun að það sem það skynji sé hundur? Til að geta skynjað hund verður maður 8 Þessar pælingar eru reyndar ættaðar frá Cheshire Calhoun eins og dæmið um köngulóarfælnu konuna. Calhoun hugsar með líkum hætti og Roberts en varð líklega fyrri til (Calhoun 1984:327-42).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.