Hugur - 01.01.2007, Page 59

Hugur - 01.01.2007, Page 59
Tilraun um tilfinningar 57 Að hyggju Solomons móta geðshræringar heimsmynd okkar með huglægum hætti rétt eins og goðafræði eða goðsögur (slík fræði og þess lags sögur eru á vissan hátt hugarórar). Við gerum vissa einstaklinga að hetjum eða óvinum í frásögu okkar sem tekur á sig mynd hetju- eða goðsögu (Solomon 1976: 276- 279).20 Sérhver geðshræring hefur sína eigin goðafræði. Goðafræði reiðinnar er ólympísk goðafræði réttarsalsins. Sá reiði er löggjafi, fulltrúi siðagilda og dómari, „löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur“. Fórnarlamb reiðinnar er verjandi (athugið hvernig reiðin „dramatíserar“ veruleikann, samanber það sem áður segir um „dramatíseringu“ dóma) (Solomon 1976: 286). Ekki kemur skýrlega fram hvers vegna þessi goðafræði er ólympísk. Líklega hefur Solomon í huga að Seifur yfirguð á Olympsfjalli var dómari, löggjafi og æðsti vörður siðgæðisins. Þess utan var hann bévaður skaphundur og það var Solomon líklega líka! Fyrir- litning hefur annars konar goðafræði. Sá sem maður fyrirlítur er viðbjóðsleg skepna (maður sjálfur er náttúrulega göfugmenni!). I þessari goðafræði má ein- lægt finna myndhverfingar á borð við „hann er snákur“ og „hún er padda“ (Solom- on 1976: 292). Hugmynd Solomons er frjó en hyggja ber að þeirri staðreynd að hann er fremur að tala um goðafræði en goðsögur. En ég fæ ekki skilið hvernig goðafræði reið- innar að hætti Solomons geti verið til án sagna. Ekki er hægt að kalla tiltekinn atburð „lagasetningu" nema litið sé á allt ferlið sem samhangandi heild sem hefst, nær hátindi og lýkur. Samhengið verður vart kallað annað en „söguflétta". Að breyttum breytanda gildir slíkt hið sama um dóma. Oll goðafræði geðshræringa er líka sama markinu brennd, meginuppstaða hennar eru frásögur. Er goðafræði plús frásögur nokkuð annað en goðsögur? Gleymið ekki að goðafræði/goðsögur Solomons eru jafnframt myndhverfingar. Við má bæta að líta má á hetjurnar og óvinina í goðsögum geðshræringa vorra sem myndhverfingar fyrir hið góða og hið illa. I goðsögunni mætist hið mynd- hverfða og hið frásögulega við geðshræringarnar. VI Við höfum uppgötvað að greina má milli kennda og geðshræringa en kennda- þáttur er einnig í síðari flokknum. Hann greinist svo í venjulegar geðshræringar og æðri tilfinningar. Geðshræringar eru konstrúöl og hafa því myndhverfða form- gerð. Einnig hafa þau ýmis önnur myndhverfð einkenni. Ennfremur hafa geðs- hræringar frásagnarformgerð og eru eins konar goðsögur. Því er engin furða þótt goðsögn í lifanda lífi, Omar Ragnarsson, hafi lagt fram sinn skerf til að efla skiln- ing okkar á eðli geðshræringa, alla vega þeirrar göfugu geðshræringar sem þeir kalla „ást“. 20 Þessi kenning virðist innblásin af Sartre sem segir að geðshræringar ljái hlutunum töfra. Köngulóin hennar Stínu er sem snortin töfrasprota og er orðin að skelfilegu skrímsli fyrir vikið (Sartre 1995: 91-92 og Sartre 1948: 62).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.