Hugur - 01.01.2007, Page 59
Tilraun um tilfinningar
57
Að hyggju Solomons móta geðshræringar heimsmynd okkar með huglægum
hætti rétt eins og goðafræði eða goðsögur (slík fræði og þess lags sögur eru á
vissan hátt hugarórar). Við gerum vissa einstaklinga að hetjum eða óvinum í
frásögu okkar sem tekur á sig mynd hetju- eða goðsögu (Solomon 1976: 276-
279).20 Sérhver geðshræring hefur sína eigin goðafræði. Goðafræði reiðinnar er
ólympísk goðafræði réttarsalsins. Sá reiði er löggjafi, fulltrúi siðagilda og dómari,
„löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur“. Fórnarlamb reiðinnar er
verjandi (athugið hvernig reiðin „dramatíserar“ veruleikann, samanber það sem
áður segir um „dramatíseringu“ dóma) (Solomon 1976: 286). Ekki kemur skýrlega
fram hvers vegna þessi goðafræði er ólympísk. Líklega hefur Solomon í huga að
Seifur yfirguð á Olympsfjalli var dómari, löggjafi og æðsti vörður siðgæðisins.
Þess utan var hann bévaður skaphundur og það var Solomon líklega líka! Fyrir-
litning hefur annars konar goðafræði. Sá sem maður fyrirlítur er viðbjóðsleg
skepna (maður sjálfur er náttúrulega göfugmenni!). I þessari goðafræði má ein-
lægt finna myndhverfingar á borð við „hann er snákur“ og „hún er padda“ (Solom-
on 1976: 292).
Hugmynd Solomons er frjó en hyggja ber að þeirri staðreynd að hann er fremur
að tala um goðafræði en goðsögur. En ég fæ ekki skilið hvernig goðafræði reið-
innar að hætti Solomons geti verið til án sagna. Ekki er hægt að kalla tiltekinn
atburð „lagasetningu" nema litið sé á allt ferlið sem samhangandi heild sem hefst,
nær hátindi og lýkur. Samhengið verður vart kallað annað en „söguflétta". Að
breyttum breytanda gildir slíkt hið sama um dóma. Oll goðafræði geðshræringa
er líka sama markinu brennd, meginuppstaða hennar eru frásögur. Er goðafræði
plús frásögur nokkuð annað en goðsögur?
Gleymið ekki að goðafræði/goðsögur Solomons eru jafnframt myndhverfingar.
Við má bæta að líta má á hetjurnar og óvinina í goðsögum geðshræringa vorra
sem myndhverfingar fyrir hið góða og hið illa. I goðsögunni mætist hið mynd-
hverfða og hið frásögulega við geðshræringarnar.
VI
Við höfum uppgötvað að greina má milli kennda og geðshræringa en kennda-
þáttur er einnig í síðari flokknum. Hann greinist svo í venjulegar geðshræringar
og æðri tilfinningar. Geðshræringar eru konstrúöl og hafa því myndhverfða form-
gerð. Einnig hafa þau ýmis önnur myndhverfð einkenni. Ennfremur hafa geðs-
hræringar frásagnarformgerð og eru eins konar goðsögur. Því er engin furða þótt
goðsögn í lifanda lífi, Omar Ragnarsson, hafi lagt fram sinn skerf til að efla skiln-
ing okkar á eðli geðshræringa, alla vega þeirrar göfugu geðshræringar sem þeir
kalla „ást“.
20
Þessi kenning virðist innblásin af Sartre sem segir að geðshræringar ljái hlutunum töfra. Köngulóin hennar
Stínu er sem snortin töfrasprota og er orðin að skelfilegu skrímsli fyrir vikið (Sartre 1995: 91-92 og Sartre 1948:
62).