Hugur - 01.01.2007, Side 67
Listin á timum tœkninnar
65
Listaverkið á tímum jjölfóldunarinnar
I grein sinni um listaverkið á tímum tæknilegrar fjölföldunar fjallar Walter Benja-
min um sama sjónmenningarlega veruleikann og Halldór Laxness í grein sinni
um myndir. Hugmyndafræðilegur bakgrunnur beggja er ekki ósvipaður: Báðir
hafa snúist á sveif með sósíalisma, Halldór að vísu með nokkuð óljósum hætti í
Alpýðubókinni, en Benjamin byggir greiningu sína á marxískum hugmyndum.
Marxisminn er þó ekki jafn íþyngjandi í þessari grein og í sumum öðrum (sem
minna einna helst á lýsingu Barthes á stalínískri „skrift“ í Skrifað við núllpunktb)
og heftir ekki þá frumlegu hugsun sem birtist í greininni og er eitt helsta framlag
hennar til nútíma listfræði.
Forsenda Benjamins er skiptingin í yfirbyggingu og undirbyggingu: Menning-
in (vísindi, listir, trúarbrögð) stendur í orsakasambandi við efnahagsk'fið (vinna,
framleiðsla, markaður) og er afleiðing þess þannig að breytingar á síðarnefnda
sviðinu leiða fyrr eða síðar til breytinga á hinu fyrra. Þessi greining er í sjálfii sér
alþekkt, en það sem er nýtt hjá Benjamin er að hann tekur þessi hagfræðilegu
meginhugtök og flytur þau yfir í menningargeirann. Hann fer ekki að bera saman
þungaiðnað og bókmenntafræði, heldur lítur á þær aðferðir og þá tækni sem not-
uð er í menningargeiranum til þess að skapa listaverk og skoðar breytingar á þeim
og áhrif þeirra. Viðfangsefni hans er því áhrif tækninnar og nýrra framleiðslu-
hátta á menningu, listsköpun og upplifun. Sem dæmi um viðfangsefni af þessu
tagi mætti nefna spurninguna um áhrif ljósmyndunar á þróun málverksins eða á
sjónræna upplifun af listaverkum og umhverfinu. Spurningin sem býr undir
greiningu Benjamins er í rauninni mjög afdráttarlaus: Er hugtakið „listaverk" úr-
elt? Með öðrum orðum, hvað verður um listhugtakið á tímum tæknilegrar fjölda-
framleiðslu listaverka og sjónmenningar?
Utgangspunktur Benjamins er hin hefðbundna list og hið hefðbundna lista-
verk fyrir daga nútímatækninnar. Það listaverk einkennist af því að þar er um að
ræða eina frummynd sem er staðbundin. Þessu fylgir að til þess að unnt sé að
skoða verkið þarf ákveðnum skilyrðum að vera fullnægt: Ahorfandinn verður að
vera í viðurvist verksins sjálfs í tíma og rúmi; hann verður að upplifa hina einstöku
tilvist verksins á staðnum þar sem það er. Nærvera frummyndarinnar er forsenda
hugtaksins um upprunaleika.
I framhaldinu ræðir hann hinar ýmsu leiðir fjölföldunarinnar. Þar nefnir hann
fyrst handunna fjölföldun. Þar er um að ræða eftirfikingar eða falsanir. Þar gilda
sömu skilyrði og þegar um frummynd er að ræða: Einstök verk, einstæð tilvist.
Oðru máli gegnir um tæknilega fjölföldun á borð við ljósmynd eða kvikmynd.
Þar er um að ræða fjöldaframleiðslu og í stað hinnar einstæðu tilvistar er kominn
eintakafjöldi.
Eiginleikar hefðbundins listaverks og listaverks sem unnið er með tæknilegri
fjölföldun eru því andstæðir. Annars vegar höfum við handunna frummynd, sem
er staðbundin, einstök og varanleg og ef við viljum skoða þessa mynd verðum við
að koma til myndarinnar á þeim stað þar sem hún er geymd. Hins vegar höfum
6 Roland Barthcs, Skrifað við núllpunkt, Reykjavík, 2003, bls. 53-54.