Hugur - 01.01.2007, Síða 71

Hugur - 01.01.2007, Síða 71
Listin á tímum tœkninnar 69 mörkin milli þess sem er list og þess sem er ekki list? Fjöldinn allur af hlutum gæti mögulega verið list ef okkur byði svo við að horfa. Við getum litið á arkitekt- úr sem list og þar með líka borgarskipulag og landslagsmótun. Við getum litið á hönnun sem list og þar með breytast hversdagslegir nytjahlutir, húsbúnaður og innréttingar, prentgripir og auglýsingar, jafnvel manngert umhverfi almennt, í list. En það hefur jafnvel verið gengið lengra. Olafur Gíslason ræðir um fjölda- samkomur, til dæmis fótboltaleiki og popp/rokk-tónleika, sem list10 þar sem skil- yrði fagurfræðilegrar reynslu eru ekki ósvipuð kvikmyndaáhorfi hjá Benjamin.11 Umrædd skilyrði eru félagsleg, þar sem upplifunin mótast af samkennd og hug- arástandi: flott mörk - frábær lög. Einnig má taka dæmi af ferðalagi sem list, þar sem Þorvaldur Þorsteinsson sýndi Imynd Islands á sýningu erlendis og efndi til happdrættis þar sem vinningurinn var ferð inn í listaverkið, sem sé ferð til Is- lands. Og þá hljótum við næst að spyrja hvort við getum litið á náttúrufegurð sem hst. Hvar eru mörkin? Við höfum: Listaverk í söfnum, galleríum ... Eftirprentanir, ljósmyndir, auglýsingar ... Hús, húsbúnað og annan hversdagsvarning ... Bíla, götur, brýr, hraðbrautir ... Fjölmiðla, tónleika, fótboltaleiki ... Skapandi lausnir í viðskiptum ... En kannski er óþarfi að gera sér of mikla rellu út af þessu, kannski er einfaldlega enginn eðlismunur þarna á milli, heldur aðeins óljós stigsmunur. Það var reyndar skoðun hugsuðar sem skrifaði rit sín um svipað leyti og þeir Halldór Kiljan og Walter Benjamin. Hér á ég við bandaríska heimspekinginn John Dewey sem gaf út bók um list og reynslu árið 1934. Eitt meginatriðið hjá honum er að listin eigi rætur í margvíslegum eiginleikum hversdagslegrar reynslu af lífinu og náttúr- unni.12 Þetta eigi bæði við um upplifunina af hlutunum og hlutina sjálfa. Sam- kvæmt Dewey er sem sé stigsmunur en ekki eðlismunur á hversdagslegri reynslu og fagurfræðilegri og á hversdagslegum hlutum og listaverkum. Það er því ekki að tilefnislausu þegar talað er um að mörk listarinnar séu óljós. Mörkin eru óljós einmitt af því að munurinn á því sem er list og því sem er ekki list er ekki skarpur eðlismunur heldur fremur óskýr stigsmunur. Mörg einkenni listaverka má sjá í margvíslegum athöfnum, reynslu og upplifunum og í fjölbreytilegustu afurðum mannlegrar starfsemi. Þessa hugmynd Deweys mætti reyndar skoða nánar í sam- hengi við þróun framúrstefnuverka í myndlist og fjöldaframleiðslu hönnunar- vöru. Kannski mætti þá færa rök fyrir því að Duchamp hafi þegar allt kemur til alls ekki hafið myndlistina upp á svið hugsunarinnar með ready-made sínum, heldur hafi hann einfaldlega verið að benda á að listin væri ekkert frábrugðin öðrum mannanna verkum: Að þessu leyti væri enginn munur á því sem talið er list 10 Ólafur Gíslason, „Listasafnið á tímum fjölhyggjunnar“, Lesbók Morgunb/aðsins, 15. febrúar 2003. n Sbr. t.d. Walter Benjamin, „Listaverkið á tímum fjöldaframlciðslu sinnar", bls. 39-41. 12 John Dewey, Art as Experience, New York, 1934.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.