Hugur - 01.01.2007, Síða 71
Listin á tímum tœkninnar
69
mörkin milli þess sem er list og þess sem er ekki list? Fjöldinn allur af hlutum
gæti mögulega verið list ef okkur byði svo við að horfa. Við getum litið á arkitekt-
úr sem list og þar með líka borgarskipulag og landslagsmótun. Við getum litið á
hönnun sem list og þar með breytast hversdagslegir nytjahlutir, húsbúnaður og
innréttingar, prentgripir og auglýsingar, jafnvel manngert umhverfi almennt, í
list. En það hefur jafnvel verið gengið lengra. Olafur Gíslason ræðir um fjölda-
samkomur, til dæmis fótboltaleiki og popp/rokk-tónleika, sem list10 þar sem skil-
yrði fagurfræðilegrar reynslu eru ekki ósvipuð kvikmyndaáhorfi hjá Benjamin.11
Umrædd skilyrði eru félagsleg, þar sem upplifunin mótast af samkennd og hug-
arástandi: flott mörk - frábær lög. Einnig má taka dæmi af ferðalagi sem list, þar
sem Þorvaldur Þorsteinsson sýndi Imynd Islands á sýningu erlendis og efndi til
happdrættis þar sem vinningurinn var ferð inn í listaverkið, sem sé ferð til Is-
lands. Og þá hljótum við næst að spyrja hvort við getum litið á náttúrufegurð sem
hst. Hvar eru mörkin? Við höfum:
Listaverk í söfnum, galleríum ...
Eftirprentanir, ljósmyndir, auglýsingar ...
Hús, húsbúnað og annan hversdagsvarning ...
Bíla, götur, brýr, hraðbrautir ...
Fjölmiðla, tónleika, fótboltaleiki ...
Skapandi lausnir í viðskiptum ...
En kannski er óþarfi að gera sér of mikla rellu út af þessu, kannski er einfaldlega
enginn eðlismunur þarna á milli, heldur aðeins óljós stigsmunur. Það var reyndar
skoðun hugsuðar sem skrifaði rit sín um svipað leyti og þeir Halldór Kiljan og
Walter Benjamin. Hér á ég við bandaríska heimspekinginn John Dewey sem gaf
út bók um list og reynslu árið 1934. Eitt meginatriðið hjá honum er að listin eigi
rætur í margvíslegum eiginleikum hversdagslegrar reynslu af lífinu og náttúr-
unni.12 Þetta eigi bæði við um upplifunina af hlutunum og hlutina sjálfa. Sam-
kvæmt Dewey er sem sé stigsmunur en ekki eðlismunur á hversdagslegri reynslu
og fagurfræðilegri og á hversdagslegum hlutum og listaverkum. Það er því ekki
að tilefnislausu þegar talað er um að mörk listarinnar séu óljós. Mörkin eru óljós
einmitt af því að munurinn á því sem er list og því sem er ekki list er ekki skarpur
eðlismunur heldur fremur óskýr stigsmunur. Mörg einkenni listaverka má sjá í
margvíslegum athöfnum, reynslu og upplifunum og í fjölbreytilegustu afurðum
mannlegrar starfsemi. Þessa hugmynd Deweys mætti reyndar skoða nánar í sam-
hengi við þróun framúrstefnuverka í myndlist og fjöldaframleiðslu hönnunar-
vöru. Kannski mætti þá færa rök fyrir því að Duchamp hafi þegar allt kemur til
alls ekki hafið myndlistina upp á svið hugsunarinnar með ready-made sínum,
heldur hafi hann einfaldlega verið að benda á að listin væri ekkert frábrugðin
öðrum mannanna verkum: Að þessu leyti væri enginn munur á því sem talið er list
10 Ólafur Gíslason, „Listasafnið á tímum fjölhyggjunnar“, Lesbók Morgunb/aðsins, 15. febrúar 2003.
n Sbr. t.d. Walter Benjamin, „Listaverkið á tímum fjöldaframlciðslu sinnar", bls. 39-41.
12 John Dewey, Art as Experience, New York, 1934.