Hugur - 01.01.2007, Page 73
Hugur | i8.ár, 2006 | s. 71-73
Edmund L. Gettier
Er sönn rökstudd
skoðun þekking?
Undanfarin ár hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til þess að gera grein fyrir nauð-
synlegum og nægjanlegum skilyrðum þess að einhver viti eitthvað sem staðhæft
er.1 Tilraunirnar hafa oft verið slíkar að þær má setja fram á formi áþekku eftir-
farandi:2
a. S veit að P ef og aðeins ef i. þaðersattaðP
ii. S er þeirrar skoðunar að P, og
iii. skoðun S að P er rökstudd.
Chisholm hefiir til dæmis haldið því fram að eftirfarandi láti í ljós nauðsynleg og
nægjanleg skilyrði þekkingar:3
b. SveitaðPefogaðeinsef i. SfellstáaðP
ii. S hefur fullnægjandi ástæðu til að halda að P, og
iii. það er satt að P.
Ayer hefur haldið eftirfarandi fram sem nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrð-
um þekkingar:4
c. SveitaðPefogaðeinsef i. þaðersattaðP
ii. ServissumaðRog
iii. S hefur rétt á að vera viss um að það sé satt að P.
Eg mun færa rök fyrir því að (a) sé ósönn þar eð skilyrðin sem þar eru tilgreind
eru ekki nægjanleg skilyrði fyrir því að staðhæfingin að S viti að það sé satt að P sé
sönn. Sömu rök munu sýna að (b) og (c) standast ekki ef „hefur fullnægjandi
1 [Greinin birtist upphaflega í Analysis 23 (6) (1963), 121-123.]
2 Platon virðist íhuga einhveija slíka skilgreiningu í Þetetetosi 201, og ef til vill fellst hann á hana í Menoni 98.
3 Roderick M. Chisholm, Perceiving: a Philosophical Study (Ithaca, New York, Cornell Univ. Press, 1957),l^-
4 A.J. Ayer, Ihe Problem of Knowledge (London, Macmillan, 1956), 34.