Hugur - 01.01.2007, Page 75
Ersönn rökstudd skoðunþekking?
73
Dœmi II
Gerum ráð fyrir að Smith hafi góðar sönnur fyrir eftirfarandi staðhæfingu:
f. Jones á bifreið af gerðinni Ford.
Sönnurnar sem Smith byggir skoðun sína á gætu verið þær að Jones hafi alla tíð
átt bifreið svo Smith muni, og ætíð Ford, og að Jones hafi fyrir skömmu boðið
Smith far og hafi þá ekið Ford-bifreið. Imyndum okkur nú að Smith eigi annan
vin, Brown, en hann veit ekkert hvar Brown er staddur. Smith velur þrjú staðar-
heiti af handahófi og setur fram eftirfarandi þrjár staðhæfingar:
g. Annaðhvort á Jones bifreið af gerðinni Ford eða Brown er í Boston.
h. Annaðhvort á Jones bifreið af gerðinni Ford eða Brown er í Barcelona.
i. Annaðhvort á Jones bifreið af gerðinni Ford eða Brown er í Brest-Litovsk.
Allar þessar staðhæfingar leiðir af (f). Imyndum okkur að Smith geri sér ljóst að
allar þessar staðhæfingar sem hann hefiir sett fram leiði af (f) og að hann gangi
lengra og fallist á (g), (h) og (i) á grundvelli (f). Smith hefur réttilega leitt (g), (h)
og (i) af staðhæfingu sem hann hefur góðar sönnur fyrir. Smith hefur þess vegna
afar sterk rök fyrir þeirri trú sinni að allar þessar þrjár staðhæfingar séu sannar.
Smith er auðvitað grunlaus um hvar Brown er niðurkominn.
En ímyndum okkur nú að tvö skilyrði til viðbótar séu uppfyllt. 1 fyrsta lagi á
Jones ekki Ford-bifreið, heldur ekur hann um á bílaleigubíl þessa dagana. Og í
öðru lagi vill svo til af einskærri tilviljun, og algerlega án þess að Smith viti neitt
um það, að staðurinn sem nefndur er í (h) er í raun og veru staðurinn þar sem
Brown er staddur. Ef þessi tvö skilyrði eru uppfyllt, þá veit Smith ekki að (h) er
sönn, jafnvel þótt (i) (h) se sönn, (ii) Smith sé þeirrar skoðunar að (h) sé sönn, og
(iii) skoðun Smiths að (h) sé sönn sé rökstudd.
Þessi tvö dæmi sýna að skilgreining (a) lýsir ekki nægjanlegum skilyrðum þess
að einhver viti tiltekna staðhæfingu. Sömu dæmi, með viðeigandi breytingum,
munu duga til þess að sýna fram á að skilgreiningar (b) og (c) fái ekki heldur
staðist.
Geir Þ. Þórarinsson þýddi