Hugur - 01.01.2007, Side 76
Hugur | i8.ár, 2006 | s. 74-92
Kristján Kristjánsson
Málsvörn
Að undanförnu hafa birst nokkrar ritgerðir, þar á meðal tvær í þessu tímariti, þar
sem siðfræðiskoðanir mínar eru teknar til gagnrýninnar umfjöllunar. Jón Á.
Kalmansson notar nytjastefnu mína sem dæmi um lífsskilning sem hann sjálfur
og Sókrates væru mótfallnir;1 Róbert H. Haraldsson efast um að draumur minn
um að endurvekja stórmennskuhugsjón Aristótelesar í nútímanum sé raunhæf-
ur;2 3 Jón Olafsson eyðir púðri í greinaflokk minn um póstmódernisma og heim-
speki mína almennt, að svo miklu leyti sem hún birtist í bókinni Mannkostir? Eg
hef verið fremur seinlátur til svara og endurgjaldssmár á slíka gagnrýni á síðustu
árum, enda ýmis ónæðisstrá stungið mig, en nú er kominn tími til að ég láti frá
mér fáein orð í kvittunarskyni. Ég mun einbeita mér að þremur ofannefndum
ritgerðum en sæta um leið lagi að bregðast stuttlega við nýrri grein Atla Harðar-
sonar um auðmýkt, þar sem ögn er að mér vikið.4
Mat mitt er að ef frá er talin ein vanhugsuð athugasemd í ritgerð Jóns Ólafs-
sonar (sjá 3.5 að neðan) séu þessar ritgerðir yfirleitt málefnalegar og líklegar til að
þoka í rétta átt skilningi lesenda á þeim efnum sem um er fjallað. Ég fagna þeim
- og um leið þeim kosti sem ritstjóri Hugar hefur léð mér á að bregða hönd fyrir
höföð mér: skerpa og skýra afstöðu mína og á sama tíma (vonandi) lesenda tíma-
ritsins. Eina almenna aðfinnsluefni mitt væri það að í ritgerðunum þremur er
sjónum nær eingöngu beint að skrifom mínum um siðferðileg efni á íslensku.5 Ég
hef í sjálfo sér enga ástæðu til að gengisfella þau skrif, en óneitanlega dregur stíls-
máti þeirra, umfang og röksemdafærsla dám af þeim lesenda-/áheyrendahópi
sem þau voru ætluð. Ritgerð mín sem Jón A. Kalmansson notar sem skotskífo var
þannig upphaflega samin fyrir áhugamannafélag um heimspeki, stórmennsku-
ritgerðin fyrir þverfaglegt fræðafélag og greinaflokkurinn um póstmódernismann
fyrir menningarkálf dagblaðs. A nokkrum stöðum hefðu gagnrýnendurnir ef til
vill skilið fyrr en skellur í tönnum hvert heimspekilegar rætur og greinar skrifa
1 „Nytsemi og skilningur", Hugur, 17 (2005).
2 „Endurreisn mikillætis og stórmennskan", Skímir, 155 (haust 2003).
3 „Og forða oss frá illu: Um Mannkosti eftir Kristján Kristjánsson", Hugur, 16 (2004).
4 „Auðmýkt", Skírnir, 180 (vor 2006).
5 Róbert getur að vísu neðanmáls skrifa minna á ensku um stórmennsku og skyld efni og virðist hafa gengið úr
skugga um að í þeim sé ekki að finna svör við gagnrýni hans.