Hugur - 01.01.2007, Page 86

Hugur - 01.01.2007, Page 86
84 Kristján Kristjánsson hans hvort og þá að hvaða marki hann er sammála mér eða ekki. Ætla mætti að tómlæti Róberts um þennan meginþráð drægi máttinn úr svari hans. Því er þó ekki að heilsa heldur verður umræða hans enn skemmtilegri og beittari fyrir vik- ið. Róbert einskorðar umfjöllun sína þannig við það sem ég kallaði hinar „smærri" (mögulegu) ávirðingar stórmennskuhugsjónarinnar, eins og Aristóteles lýsir henni. Hann færir að því sterk og frumleg rök að þær séu talsvert stærri en mér hafi sýnst, jafnvel svo að grandi öllum draumum um endurreisn stórmennsku í samtímanum. Herfræði mín gegn hinum „smærri ávirðingum" var að reyna að endurtúlka þær í ljósi almennrar siðakenningar Aristótelesar og umræðu hans um stöðu dygðarinnar stórmennsku gagnvart öðrum dygðum. Minnugur þess að Aristó- teles er afar sjálfum sér samkvæmur hugsuður og þess að hann telur þær dygðir mestar sem best gagnast öðrum, þar á meðal stórmennskuna, þá hlaut ég að vefengja túlkanir er ganga út á það að raunverulegt stórmenni sýni öðru fólki kaldlyndi og þótta. Þegar við bætist sú skýra staðhæfing Aristótelesar að stór- mennska sé „kóróna dygðanna", sem „eykur við þær og verður ekki til án þeirra“,24 virtist mér augljóst að hafna bæri túlkunum er beinlínis gera ráð fyrir því að stórmennið sé haldið löstum (er Aristóteles fordæmir annars staðar í Siðfrœði sinni). Eg skal þó fylfilega við það kannast að endurtúlkanir mínar fóru stundum út á ystu nöf og hlutu að gefa mögulegum efasemdum, eins og þeim sem Róbert orðar, undir fótinn. Ég neyddist jafnvel til þess að hafna einni staðhæfingu Aristó- telesar sem óviðbjargandi - um að stórmennið hafi ekki dálæti á neinu þar sem fyrir því sé ekkert stórt - og afgreiða aðra - um að stórmennið hafi rólegt göngu- lag, dimman og styrkan róm - eins og fleiri ritskýrendur hafa raunar gert, sem lítilvæga, kankvísa skírskotun til einhverra samtíðarmanna höfundar er lesendur hans könnuðust við. Eftir að hafa núið mér þessum viðsjárverðu túlkunum og vandræðalegu útstrik- unum um nasir stingur Róbert upp á útleið fyrir mína hönd: Ég hafi aldrei ætlað að endurvekja stórmennskuhugsjónina eins og hún leggur sig — eða „mikillæti“ eins og hún er raunar kölluð í þýðingu Svavars Hrafns - heldur vinsa úr henni þá þætti sem réttlætanlegir eru og samþýðanlegir nútímaaðstæðum. Róbert fettir ekki fingur út í þá fyrirætlan en bendir á að vart sé þá lengur hægt að tala um endurvakningu hinnar aristótelísku hugsjónar. Það er eðlileg ábending; sá sem strikaði út tvö af boðorðum Biblíunnar af tíu og boðaði svo hin átta væri tæpast að endurvekja kristna siðfræði. Freistandi væri að grípa gæsina sem Róbert býður og láta þar með þessu spjalli um ritgerð hans lokið; ég hafi aldrei ædað stórmennskunni annað hlutverk en að efna, ásamt ýmsu öðru, í manngildishugsjón þar sem sjálfsvirðing og stolt sitja í öndvegi. Afdrif einstakra sérkennilegra ummæla Aristótelesar yrðu þá aukaatriði. Þetta væri í sjálfu sér í ágætu samræmi við almenna heimspekilega aðferð mína sem ber á góma í 3.1 hér á eftir. En hvort tveggja er að það væri afleitt að verða af tækifæri til að eiga orðastað við Róbert og svo hitt að ég er ekki öldungis sáttur 24 Siðfrœði Nikomakkosar, fyrra bindi, s. 348-349 [112431-4].
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.