Hugur - 01.01.2007, Page 86
84
Kristján Kristjánsson
hans hvort og þá að hvaða marki hann er sammála mér eða ekki. Ætla mætti að
tómlæti Róberts um þennan meginþráð drægi máttinn úr svari hans. Því er þó
ekki að heilsa heldur verður umræða hans enn skemmtilegri og beittari fyrir vik-
ið. Róbert einskorðar umfjöllun sína þannig við það sem ég kallaði hinar „smærri"
(mögulegu) ávirðingar stórmennskuhugsjónarinnar, eins og Aristóteles lýsir
henni. Hann færir að því sterk og frumleg rök að þær séu talsvert stærri en mér
hafi sýnst, jafnvel svo að grandi öllum draumum um endurreisn stórmennsku í
samtímanum.
Herfræði mín gegn hinum „smærri ávirðingum" var að reyna að endurtúlka
þær í ljósi almennrar siðakenningar Aristótelesar og umræðu hans um stöðu
dygðarinnar stórmennsku gagnvart öðrum dygðum. Minnugur þess að Aristó-
teles er afar sjálfum sér samkvæmur hugsuður og þess að hann telur þær dygðir
mestar sem best gagnast öðrum, þar á meðal stórmennskuna, þá hlaut ég að
vefengja túlkanir er ganga út á það að raunverulegt stórmenni sýni öðru fólki
kaldlyndi og þótta. Þegar við bætist sú skýra staðhæfing Aristótelesar að stór-
mennska sé „kóróna dygðanna", sem „eykur við þær og verður ekki til án þeirra“,24
virtist mér augljóst að hafna bæri túlkunum er beinlínis gera ráð fyrir því að
stórmennið sé haldið löstum (er Aristóteles fordæmir annars staðar í Siðfrœði
sinni). Eg skal þó fylfilega við það kannast að endurtúlkanir mínar fóru stundum
út á ystu nöf og hlutu að gefa mögulegum efasemdum, eins og þeim sem Róbert
orðar, undir fótinn. Ég neyddist jafnvel til þess að hafna einni staðhæfingu Aristó-
telesar sem óviðbjargandi - um að stórmennið hafi ekki dálæti á neinu þar sem
fyrir því sé ekkert stórt - og afgreiða aðra - um að stórmennið hafi rólegt göngu-
lag, dimman og styrkan róm - eins og fleiri ritskýrendur hafa raunar gert, sem
lítilvæga, kankvísa skírskotun til einhverra samtíðarmanna höfundar er lesendur
hans könnuðust við.
Eftir að hafa núið mér þessum viðsjárverðu túlkunum og vandræðalegu útstrik-
unum um nasir stingur Róbert upp á útleið fyrir mína hönd: Ég hafi aldrei ætlað
að endurvekja stórmennskuhugsjónina eins og hún leggur sig — eða „mikillæti“
eins og hún er raunar kölluð í þýðingu Svavars Hrafns - heldur vinsa úr henni þá
þætti sem réttlætanlegir eru og samþýðanlegir nútímaaðstæðum. Róbert fettir
ekki fingur út í þá fyrirætlan en bendir á að vart sé þá lengur hægt að tala um
endurvakningu hinnar aristótelísku hugsjónar. Það er eðlileg ábending; sá sem
strikaði út tvö af boðorðum Biblíunnar af tíu og boðaði svo hin átta væri tæpast
að endurvekja kristna siðfræði.
Freistandi væri að grípa gæsina sem Róbert býður og láta þar með þessu spjalli
um ritgerð hans lokið; ég hafi aldrei ædað stórmennskunni annað hlutverk en að
efna, ásamt ýmsu öðru, í manngildishugsjón þar sem sjálfsvirðing og stolt sitja í
öndvegi. Afdrif einstakra sérkennilegra ummæla Aristótelesar yrðu þá aukaatriði.
Þetta væri í sjálfu sér í ágætu samræmi við almenna heimspekilega aðferð mína
sem ber á góma í 3.1 hér á eftir. En hvort tveggja er að það væri afleitt að verða af
tækifæri til að eiga orðastað við Róbert og svo hitt að ég er ekki öldungis sáttur
24 Siðfrœði Nikomakkosar, fyrra bindi, s. 348-349 [112431-4].