Hugur - 01.01.2007, Page 95
Hugur | 18. ÁR, 2006 | s. 93-110
Jörg Volbers
Heimspeki sem
fræðikenning eða iðja?
Um nýja túlkun á Tractatus Wittgensteins
I
I þessari grein er kynnt til sögunnar túlkun á Tractatus sem víkur á áhugaverðan
hátt frá hefðbundinni skoðun fræðimanna á þessu verki hins unga Wittgen-
steins.1 2 Þessari túlkun hefur helst verið haldið á lofti af Coru Diamond og James
Conant, en nýlega bættist Logi Gunnarsson í hópinn með hinu vel heppnaða
verki sínu Stiga Wittgensteins? Eg mun hér á eftir beina sjónum að afleiðingum
þessarar túlkunar með skírskotun til bókar Loga og þeirra höfunda sem hann
styðst við. Grunnhugmyndin sem skilur á milli þessarar túlkunar og hinnar hefð-
bundnu snýst um setningu 4.112 í Tractatus, „heimspeki er ekki fræðikenning
heldur iðja“. Ennfremur má benda á formála bókarinnar þar sem Wittgenstein
tekur skýrt fram að bókin sé ekki kennslubók. Sé litið á heimspekina sem iðju er
eiginlegt viðfang hennar ekki lengur bundið við tiltekin sérsvið, eins og til dæmis
rökfræðina, heldur er sjálfsveran sem stundar heimspekina sjálf orðin að viðfangi.
Heimspekin þróar því ekki nýjan (heimspekilegan eða rökfræðilegan) fræði-
bókakost með nýjum tilgátum og kenningum, heldur vinnur hún að dýpri skiln-
ingi á sjálfri sér.
Ég vil nefna þessa stefnu meðferðartúlkunina á Wittgenstein.3 Hún skilur upp-
runa og meðhöndlun heimspekilegra spurninga á sinn eigin hátt. Spurningar á
1 [Greinin hefur áður komið út á þýsku: „Philosophie als Lehre oder als Tátigkeit? Uber eine neue Lesart des
jTractatus", Allgemeine Zeitschriftfur Philosophie 2/2006.]
2 Cora Diamond: The Realistic Spirit, Cambridge 1991; James Conant: „Throwing Away the Top of the Ladder",
Yale Review 79 (1990), 328-364; sami, „The Search for Logically Alien Thought", Philosophical Topics 20
(1991), 115-180; Logi Gunnarsson: Wittgensteins Leiter, Berlín 2000 (ísl. útg. Stigi Wittgensteins, Elmar Geir
Unnsteinsson og Viðar Þorsteinsson þýddu, Reykjavík 2005).
3 Áhugavert væri að rekja sifjafræði þessarar túlkunarstefnu. Eftir því sem ég kemst næst á hún rætur að rekja
til Stanleys Cavell, sem einbeitir sér aðallega að einu af seinni verkum Wittgensteins, Rannsóknum íheimspeki.
James C. Edwards færir strax árið 1979 fyrir því rök að sú grunnafstaða sem felst í meðferðartúlkuninni hafi