Hugur - 01.01.2007, Page 102
100
Jörg Volbers
því hvorki einfaldlega merkingarbærar né einfaldlega merkingarlausar heldur til-
heyra þær þessum milliflokki. Meðferðartúlkunin sér ósamræmi í þessu: setningar
Tractatus mega ekki vera merkingarlausar en á sama tíma vera um eitthvað. Hún
krefst þess að setningar séu annað hvort merkingarbærar eða merkingarlausar,
tertium non datur.
Kjarni röksemda meðferðartúlkunarinnar skýtur upp kollinum í því að hún
afneitar „eðlislægu merkingarleysi" (Logi). Þessa endurskilgreiningu verður að
skilja sem afturhvarf frá þeirri hugmynd að tungumálið skilgreini merkingu og
merkingarleysi óháð sjálfsverunni. Dulhyggjutúlkunin vill ljá mörkunum sem
reynt er að draga á milli merkingar og merkingarleysis kjarna. Hún leitar að
bjargföstum forsendum sem gera kleift að greina merkingu frá merkingarleysi.
Að þessari aðgreiningu, sem á að kenna okkur eitthvað um kjarna tungumálsins,
er leitað í formi tungumálsins sjálfs. Þar með er sjálfsveran í raun leyst undan
skilgreiningunni: Líkt og múrsteinar bjóða frá upphafi aðeins upp á ákveðna
uppröðun, lögunar sinnar vegna, verður sjálfsveran að þjóna tungumáli sem hefur
þegar skilgreint hvaða merking er möguleg með reglum sínum um það hvernig
einstakir þættir málsins passa saman. Grunnþættir tungumálsins eru eins og púsl
sem aðeins má raða saman á ákveðinn hátt. Sjálfsveran þarf að lúta þessum reglum
í tjáningu sinni, og þar með takmarka reglurnar tjáninguna. Þetta leiðir til þeirrar
hugmyndar að öll afbrigði mögulegrar merkingar ákveðinnar teiknarunu séu
fyrirfram ákvörðuð út frá teiknunum og uppröðun þeirra. Þannig er merkingar-
lausa setningin „Sesar er frumtala" skilin sem árekstur tveggja rökkvía, sem kvía-
villa. Setningin er greind sem tilraun til að gefa sérnafni eiginleika sem aðeins
tölur geta haft. Setningin er kvíavilla. Við höfum hér dæmi um það sem Carnap
nefnir gervisetningu - samkvæmt málfræðilegri setningafræði er hún rétt, en
samt brýtur hún í bága við rökfræðilega setningafræði.14
Urslitaatriðið er að allt frá upphafi birtast reglur rökfræðilegu setningafræð-
innar dulhyggjutúlkuninni í vafasömum setningum. Setningin hefur þegar rök-
fræðilega setningaskipan, óháð því hvað sjálfsveran hugsar um hana. Þannig fær
setning eins og „Sesar er frumtala“ hlutlægt röklega setningarbyggingu sem skil-
greinir hvað hægt er að tjá með setningunni. Komi rökfræðileg vandamál, svo
sem ólögmæt uppröðun (til dæmis kvíavilla), strax fram á þessu hlutlæga stigi
sýnir setningin þess vegna strax að hún er merkingarlaus. Meðferðartúlkunin
nefnir þetta afbrigði merkingarleysunnar (sem hún hefur reyndar efasemdir um)
„eðlislæga merkingarleysu" (Logi), „jákvæða merkingarleysu" (Diamond) eða
„raunverulega merkingarleysu" (Conant). Hugmyndin um að sýna fær ekki nægj-
anlegt svigrúm fyrr en í merkingartúlkuninni. Dulhyggjutúlkunin gengur út frá
því að sjálfsveran (til dæmis höfundur Tractatus) vilji segja eitthvað með merk-
ingarlausum setningum sínum sem henni tekst ekki vegna fyrirfram ákvarðaðrar
formgerðar tungumálsins. Hún greinir því, að dæmi meðferðartúlkunarinnar,
huglægt inntak og þar með huglægar hugsanir frá tilraunum til að koma þeim í
14 Greining Carnaps á „Sesar er prímtala" er skoðuð ítarlega í bók Loga, s. 80 o.áfr.