Hugur - 01.01.2007, Page 114

Hugur - 01.01.2007, Page 114
112 Giorgio Agamben hefur það í raun tilhneigingu til að renna saman við undantekningarástand, sem er beint viðbragð ríkisins við innri átökum af alvarlegustu gerð. Þannig hefur á 20. öld orðið til þverstæðukennt fyrirbæri sem nefnt hefiir verið „löglegt borgara- stríð“. Lítum á Þýskaland á tímum nasismans. Rétt eftir að Hitler komst til valda (eða, með ögn nákvæmara orðalagi, rétt eftir að honum voru færð völdin) sendi hann frá sér, þann 28. febrúar 1933, „Tilskipun um vernd þjóðarinnar og ríkisins“. Þessi tilskipun fellir úr gildi öll ákvæði Weimar-stjórnarskrárinnar um frelsi ein- staklingsins. Þar sem þessari tilskipun var aldrei aflétt má halda því fram að Þriðja ríkið hafi verið undantekningarástand sem stóð yfir í tólf ár. Og í þessum skilningi getum við skilgreint nútíma einræðishyggju með tilvísun til þeirrar aðgerðar að beita undantekningarástandinu fyrir sig til að koma á löglegu borgarastríði sem heimilar ekki aðeins að pólitískum andstæðingum sé rutt úr vegi heldur einnig ákveðnum hópum sem streitast á móti því að falla inn í hið pólitíska kerfi. Því hefur sú aðgerð að koma á varanlegu undantekningarástandi að yfirlögðu ráði orðið ein mikilvægasta aðgerð nútímaríkja, að lýðræðisríkjum meðtöldum. Og þar að auki er ekki nauðsynlegt að undantekningarástandi, í tæknilegri merkingu orðsins, sé lýst yfir. Borgarastríd á alpjóðavísu Allt frá tilskipun Napóleons 24. desember 1811 hafa franskir kenningasmiðir gert greinarmun á „tilbúnu eða pólitísku" umsátursástandi og hernaðarlegu umsáturs- ástandi. I þessu samhengi talar ensk löggjöf um „ímyndaða undantekningu"; en lögspekingar nasismans töluðu fortakslaust um „vísvitandi undantekningar- ástand" með það fyrir augum að koma þjóðernissósíalísku ríki á laggirnar. A meðan heimsstyrjaldirnar voru háðar komu allir styrjaldaraðilar á einhvers konar undantekningarástandi. Þegar við stöndum í dag frammi fyrir óslitinni útbreiðslu þess sem kalla mætti „borgarastríð á alþjóðavísu“, fær undantekningarástandið í sífellt ríkari mæli á sig blæ ráðandi stjórnarfarsviðmiðs í stjórnmálum samtímans. Þegar undantekningarástandið er orðið að reglu er hætt við því að sú umbreyting tímabundinna og óvenjulegra aðgerða yfir í viðtekna tækni stjórnvaldsins, sem hér er í tafli, hafi í för með sér að hinn hefðbundni greinarmunur á ólíkum gerð- um stjórnskipunar líði undir lok. Grunnmerking undantekningarástandsins sem þeirrar upprunalegu formgerð- ar sem innlimar hina lifandi veru í lögin - með því að skjóta lögunum sjálfum á frest — kemur skýrt fram í tilskipun forseta Bandaríkjanna frá 13. nóvember 2001 sem fól í sér að borgarar sem grunaðir voru um að tengjast hryðjuverkastarfsemi og voru ekki bandarískir ríkisborgarar ættu að sæta sérstakri dómsmeðferð sem fæU í sér „óskilgreint varðhald" og herrétt. Bandarísku „foðurlandslögin" („Patriot Act“) frá 26. október 2001 heimiluðu yfirsaksóknara að hneppa hvern þann í varðhald sem grunaður er um að ógna öryggi þjóðarinnar. Engu að síður þurfti að reka viðkomandi úr landi eða ákæra hann fyrir einhvern glæp innan sjö daga. Það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.