Hugur - 01.01.2007, Page 115
Undantekningarástand
113
sem var nýtt í tilskipun Bush var að á róttækan hátt gerði hún lagalega stöðu
þessara einstaklinga að engu og skapaði einingar sem lögin gátu hvorki nafngreint
né flokkað.Talibönum sem teknir voru til fanga í Afganistan er ekki aðeins mein-
að að njóta stöðu stríðsfanga eins og hún er skilgreind í Genfarsáttmálanum
heldur heyra þeir ekki undir neitt dómsvald innan bandarískra laga: þeir eru
hvorki fangar né ákærðir sakborningar, þeir eru einfaldlega í haldi, þeir gangast
undir hreina de facto fuflveldisaðgerð eða varðhald sem er ekki aðeins óákvarðað
með tilliti til tíma, heldur er það í eðli sínu óákvarðað þar sem það stendur utan
laganna og hvers kyns lögmæts eftirlits. Með fongunum í Guantánamo hverfur
hið nakta líf aftur til ákvörðunarleysisins í sinni ýktustu mynd.
Eindregnustu tihaunina til að smíða kenningu um undantekningarástand er að
finna í verkum Carls Schmitt. Höfúðatriði kenningar hans eru sett fram í verkum
hans Einræðið (Die Diktatur, 1921) og Pólitískri guðfræði sem kom út ári síðar. Þar
sem þessar tvær bækur, sem gefnar voru út í byrjun þriðja áratugarins, leggja fram
viðmið sem eiga ríkt erindi við samtímann og eru nú hugsanlega að verða að
veruleika í fyrsta skipti, er nauðsynlegt að gera grein fyrir grunntilgátum þeirra.
Kenning um fullveldi
Markmið beggja þessara bóka er að finna undantekningarástandinu stað í laga-
legu samhengi. Schmitt veit mætavel að undantekningarástand, að því marki sem
það miðast við „frestun lagakerfisins í heild sinni“, virðist „skjóta sér undan hvers
kyns lagalegri íhugun“; en í hans huga er verkefnið að tryggja samband, af hvaða
toga sem vera skal, milli undantekningarástands og lagakerfisins: „Undantekn-
ingarástand er ávallt frábrugðið stjórnleysi og ringulreið og í lagalegum skilningi
ríkir regla innan þess, þótt hún sé að vísu ekki lögbundin." Þessi fullyrðing er
þverstæðukennd því það sem ætti að heyra undir lögin stendur í eðli sínu utan
þeirra og svarar til þess að slá lagakerfinu á frest, hvorki meira né minna. Hvert
svo sem eðli þess sem stjórnar þessari innritun undantekningarástandsins í laga-
kerfið er, þarf Schmitt að sýna að frestun laganna eigi samt sem áður rætur í laga-
legum vettvangi en ekki hráu stjórnleysi. A þennan hátt skapar undantekningar-
ástand löglaust svæði innan laganna sem, samkvæmt Schmitt, gerir skilvirka
niðurskipan raunveruleikans mögulega. Á grundvelli þessa má skilja hvers vegna
kenningin um undantekningarástand í Pólitiskri guðfræði er sett fram sem kenn-
ing um fullveldi. Handhafi fullveldisins, sem getur lýst yfir undantekningar-
ástandi, er þar með tryggilega tengdur lagakerfinu. En einmitt vegna þess að
ákvörðunin varðar hér upplausn viðmiðsins, og vegna þess að undantekningar-
ástand endurspeglar af þeim sökum ætíð yfirráð yfir svæði sem er hvorki hið ytra
né hið innra, „stendur handhafi fullveldisins utan við lagakerfi sem er í gildi að
öflu óbreyttu, og samt sem áður tilheyrir hann því, þar sem hann er ábyrgur fyrir
þeirri ákvörðun að fella stjórnarskrána niður in toto.“