Hugur - 01.01.2007, Síða 119
Undantekningarástand
117
Schmitts um fullveldið sem birtust í riti Benjamins Upprunapýska harmleiksins
(Ursprung des deutschen Trauerspiels, 1928). Sú staðreynd að Benjamin viðurkenndi
áhrif Schmitts á hugsun sína hefur alltaf verið talin hneyksli. Eg tel hins vegar
mögulegt að snúa hneykslisákærunni við, án þess að fara nákvæmlega í saumana
á því, með því að leggja til að kenningu Schmitts megi lesa sem svar við gagnrýni
Benjamins á ofbeldi. Hvaða vanda glímir Benjamin við í „Gagnrýni valdsins“?
Samkvæmt Benjamin snýst spurningin um það hvernig hægt sé að búa í haginn
fyrir möguleikann á ofbeldi í framtíðinni, fyrir utan lögin eða handan þeirra, of-
beldi sem gæti rofið díalektíkina á milli ofbeldis löggjafarinnar og ofbeldisins
sem viðheldur lögunum. Benjamin nefnir þetta ofbeldi handan laganna „hreint“,
„guðdómlegt" eða „byltingarsinnað“ ofbeldi. Það sem lögin geta ekki þolað, það
sem þau taka óstinnt upp sem óþolandi ógnun, er tilvist ofbeldis sem stæði utan
þeirra, og þetta stafar ekki aðeins af því að markmið þess væru ósamrýmanleg
tilgangi lagakerfisins, heldur einnig af þeirri „einföldu staðreynd að það stendur
fyrir utan“.
Nú sjáum við hvernig kenningu Schmitts um fullveldið má skilja sem svar við
gagnrýni Benjamins. Undantekningarástand er einmitt það rými sem Schmitt
reynir að gera skil og innlima í kenninguna um að til sé hreint ofbeldi utan lag-
anna. Schmitt lítur svo á að hreint ofbeldi sé ekki til, ekkert ofbeldi stendur al-
gjörlega utan við nomos (lögin) vegna þess að byltingarsinnuðu ofbeldi er ætíð
komið fyrir innan laganna um leið og undantekningarástandi er komið á. Und-
antekningarástand er því leið sem Schmitt finnur upp til að svara kenningu Benj-
amins um að til sé hreint ofbeldi.
Mikilvægasta skjalið í málsgögnunum um samskipti Benjamins og Schmitts er
án efa áttunda grein þess fyrrnefnda um söguspeki: „Saga hinna kúguðu kennir
okkur að ,undantekningarástandið‘ sem við búum við er reglan. Við verðum að
finna söguhugtak sem samrýmist því. Þá sjáum við að verkefnið er að koma hinu
raunverulega undantekningarástandi á; og þar með batnar staða okkar í barátt-
unni gegn fasismanum."
Undantekning sem regla
Sú staðreynd að undantekningarástand hafi síðan orðið að viðteknu viðmiði þýðir
ekki aðeins að óræðnin sem því fylgir hafi náð hámarki, heldur einnig að það geti
ekki lengur uppfyllt þau verkefni sem Schmitt ætlar því. Samkvæmt honum hvíl-
ir virkni lagakerfisins þegar allt kemur til alls á fyrirkomulagi, undantekningar-
ástandi, sem hefur það að markmiði að gera viðmiðið nýtilegt með tímabundinni
frestun á framkvæmd laganna. En verði undantekningin reglan, þá virkar þetta
fyrirkomulag ekki lengur og kenning Schmitts um undantekningarástand moln-
ar í sundur. Aðgreiningin sem Benjamin lagði til, á milli virks undantekningar-
ástands og tilbúins undantekningarástands, er höfuðatriði í þessu sambandi þrátt
fyrir að henni sé jafnan lítill gaumur gefinn. Aðgreininguna er þegar að finna í
skrifum Schmitts sem fékk hana að láni frá franskri lögspeki; í samræmi við