Hugur - 01.01.2007, Page 128
126
Christian Nilsson
ekki greint með skýrum hætti frá ofbeldi fullveldisins.22 Túlkun Agambens leitast
við að svara þessari gagnrýni.
Raunar er athyglisvert að Agamben tekst í sömu svipan að varpa nýju ljósi á
hina frægu áttundu grein Benjamins um söguhugtakið og erindi hennar við sam-
tímann. Benjamin skrifar: „Saga hinna kúguðu kennir okkur að ,undantekning-
arástandið' sem við búum við er reglan. Við verðum að finna söguhugtak sem
samrýmist því. Þá sjáum við að verkefni okkar er að koma hinu raunverulega
undantekningarástandi á“.23
En hvernig eigum við að mati Agambens að skilja greinarmuninn á „undan-
tekningarástandinu" sem við búum við og raunverulegu undantekningarástandi?
Hvaða hlutverk mætti ætla nýju söguhugtaki í þessu sambandi? Og að lokum:
hvað fælist í því að koma hinu raunverulega undantekningarástandi á?
Samkvæmt þeim skilningi sem ég legg í skrif Agambens er hugmyndin sú að
þegar við gerum okkur grein fyrir því að undantekningin er orðin að reglu -
raunar var þetta í vissum skilningi „alltaf þegar“ tilfellið - þá verður mögulegt að
leysa upp tilbúninginn um undantekningareðli undantekningarinnar og aðhafast
á þann hátt sem undantekningin hefur ekki gert ráð fyrir fyrirfram. Með því að
leggja stund á gagnrýnið starf af tilteknum toga verður unnt að má út tengslin
milli laga og ofbeldis og þannig verður hinn raunverulegi óaðgreinanleiki þeirra
sýnilegur. I Leiðir án markmiða skrifar Agamben: „Það er með því að segja skilið
við þetta sprungusvæði, þetta ógagnsæja svið óaðgreinanleikans, sem við verðum
um þessar mundir, enn eina ferðina, að finna okkur leið á vit annarra stjórnmála,
annars líkama, annars heims. Ég myndi ekki treysta mér til að varpa fýrir róða
þessum óaðgreinanleika hins opinbera og einkalega, hins líkamlega og pólitíska
líkama, zoe og bios, af hvaða ástæðu sem vera skal. Hér var mér ætlað að finna mér
stað, eina ferðina enn - hér og hvergi annars staðar. Aðeins þau stjórnmál sem
ganga út frá vitundinni um þetta geta vakið áhuga minn.“24
Samkvæmt Agamben verður undantekningarástandið ófært um að gegna því
hlutverki sem Schmitt ætlaði því, frá þeirri stundu þegar hulunni er svipt af þeirri
staðreynd að það er orðið að reglu. Hlutverk undantekningarinnar var að fram-
fylgja reglunni með því að slá henni tímabundið á frest. Sé þetta ekki lengur
mögulegt, vegna þess að hvers kyns greinarmun á reglu og undantekningu er
hafnað, stöðvast flöktið og messíanískt ástand kemst á.25 Mér virðist Agamben
líta svo á að á vissan hátt höfum við „alltaf þegar“ búið við þetta ástand. En þegar
tilbúningnum um undantekningareðli undantekningarinnar er haldið á lofti
hljótast afar raunverulegar afleiðingar af virkni aðskilnaðarins.
22 Taka verður fram að í enskri þýðingu E. Jephcott, sem fyrst birtist í W. Benjamin, Reflections (New York:
Schocken, 1986), og var (því miður!) endurprentuð án breytinga í Selected Writings, 1. bindi (Cambridge, Mass.:
Belknap Press, 2004), er orðið „waltende" sem Benjamin notar í síðustu setningu textans (og vísar til „hreins
ofbeldis") ranglega þýtt sem „fullvalda". Ymsir gagnrýnir túlkendur hafa stuðst við þessa rangfærslu og fyrir
vikið er þeim hægt um vik að taka afstöðu með Derrida í því að vísa á bug þeim greinarmun sem Benjamin
reynir að móta.
23 W. Benjamin, „Um söguhugtakið (Greinar um söguspeki)", þýð. Guðsteinn Bjarnason, Hugur - Timarit um
heimspeki 17 (2005), s. 30.
24 MwE, s. 139.
25 SE, s. 58. Sjá einnig G. Agamben, 7he Open: Man and Animal, þýð. K. Attell (Stanford: Stanford University
Press, 2004), s. 38.