Hugur - 01.01.2007, Page 131
Verkefni hugsunarinnar í undantekningarástandinu 129
- stríð, byltingar, þjáningar - ætti ekki að sjá fyrir sér sem leiðir til að ná marki
hins messíaníska ríkis. Af þessum sökum hefur klerkaveldi enga pólitíska þýð-
ingu.
Sú spurning hefur verið rædd í þaula hvort skilja eigi þetta sem róttækan að-
skilnað milli hins veraldlega sviðs og hins messíaníska. Við fyrstu sýn gefiir fyrsti
hluti textabrotsins til kynna að höggvið hafi verið á öll tengsl milli hins veraldlega
og hins messíaníska ríkis. En við skulum hafa í huga greiningu Agambens á inn-
limandi útilokun sem því afbrigði aðskilnaðar er hefur þau sérstæðu áhrif að
viðhalda tilbúnum tengslum laga og ofbeldis. Gæti þetta atriði varpað nýju ljósi á
spurninguna um sambandið milli hins veraldlega og hins messíaníska ríkis í
textabroti Benjamins?
Benjamin skrifar að veraldlegir atburðir á sviði hins sögulega séu aldrei „leiðir“
ætlaðar til að komast inn í hið messíaníska ríki. Hér á eftir mun ég leita fanga í
ritgerð hans „Gagnrýni valdsins“ (en eins og þegar hefur komið fram var sá texti
líkast til skrifaður í nánum tengslum við textabrotið um guðfræði og stjórnmál)
og túlka hinn veraldlega, sögulega heim í heild sinni sem „hreina“ leið, leið án
markmiðs.
Frægasta dæmi Benjamins um „hreint ofbeldi“ byggir á greinarmun Sorels á
pólitísku verkfalli sem er leið til að ná tilteknu pólitísku marki, og allsherjar-
verkfalh öreigastéttarinnar sem hefur ekkert sérstakt markmið og „frystir" samfé-
lagið í heild sinni. I augum Agambens er svið hinna hreinu leiða svið „stjórnmála
í vændum". Að mínu mati ber að skilja þetta svo að stjórnmál í vændum standi
samkvæmt Agamben í nánum tengslum við hinn veraldlega heim sem sltkan, það
er að segja, ekki sem leið til að komast inn í hið messíaníska ríki. Það sem vakir
fyrir Agamben er að stofna til umbreytingar sem rænir hið veraldlega samband-
inu við hið messíaníska ríki sem eitthvað handanlægt - sambandi sem einkennist
af togstreitu og þrá. Þetta er það sem Benjamin nefndi, í textanum frá 1915 sem
áður var vitnað til, „að opinbera þetta íbyggna fullkomnunarástand og gera það
algilt".
Sú túlkun sem ég hef lagt fram á stjórnmálum sem sviði „hins alfarið verald-
lega“ gæti varpað einhverju ljósi á ákveðið atriði í textabroti Benjamins sem ann-
ars er sveipað nokkrum dularhjúp. I miðhluta textabrotsins virðist Benjamin
endurtaka orðið „veraldlegur" á undarlegan hátt og án nokkurrar ástæðu: „Vísi
tíltekin ör á markið sem hin veraldlega virkni sækir í, og önnur ör gefur til kynna
þá átt sem hinn messíaníski ákafi stefnir í, þá má reiða sig á að leit hins frjálsa
mannkyns að hamingjunni stefnir í öfuga átt við síðarnefndu örina; en rétt eins
og kraftur getur með virkni sinni eflt annan kraft, það er að segja með því að
verka í gagnstæða átt, getur veraldleg skipan hins veraldlega \dieprofane Ordnung
des Profanen] búið í haginn fyrir komu hins messíaníska ríkis.“34
Afhverju stafar þessi tvítekning orðsins „veraldlegt"? Ég lít svo á að hin „verald-
lega skipan hins veraldlega" sem Benjamin vill skírskota til hér sé ekki hið verald-
lega skilið í togstreitu sinni andspænis hinu messíaníska ríki sem væri handan-
34 W. Bcnjamin, Theologico-PoHticalFragment, þýð. E. Jcphcott, Reflections (New York: Schocken 1986), s. 312. Sbr.
fmmtextann í Gesammelte Schriften II:i (Frankíurt am Main: Suhrkamp, 1991), s. 204.