Hugur - 01.01.2007, Page 133
Verkefni hugsunarinnar í undantekningarástandinu 131
málin í vændum“.39 Eftir því sem hugtakinu um „veraldvæðingu“ \„secularisation“]
eykst ásmegin sem meistaratáknmynd í orðræðu valdsins, og leikur þar hlutverk
„sameiginlegs gildis" sem greinir „Vesturlönd" frá „hryðjuverkamönnunum", má
telja líklegt að gagnrýnin greining Agambens á trúarlegum þáttum kapítalismans
öðhst aukið vægi.
I stuttu máli er hreint ofbeldi ekki ofbeldi sem kemur að handan eða frá full-
veldinu. Það er ekkert annað og meira en „leynitákn um starfsemi manna“.40
Stjórnmáhn í vændum sem Agamben fæst við að móta miða að því að brjóta upp
virkni hinnar innlimandi útilokunar með því að breyta um sjónarhorn, þ.e. með
því að umbreyta því hvernig við erum í tímanum. Handanlægnin er ekki til, en
aftur á móti er mögulegt að umbreyta því hvernig við erum veraldleg og hvernig
við lifum, og í þeirri umbreytingu felst að flett er ofan af starfsemi okkar sem
þeirri hreinu leið sem hún hefur ahtaf þegar verið: „Að fletta ofan af sambands-
leysi laganna við lífið og fletta ofan af sambandsleysi lífsins við lögin hefur þá
þýðingu að opna rými fyrir mannlega starfsemi sem gæti gert tilkall til heitisins
,stjórnmál‘“.41
*
Sumarið 1924 var Benjamin á ferð um Italíu. Hann dvaldi nokkra mánuði á Kaprí
og vann að doktorsritgerð sinni um uppruna þýska harmleiksins. Þar hitti hann
litháíska leikstjórann Asja Lacis sem hafði mikil áhrif á vaxandi áhuga hans á
marxisma. í samvinnu við Lacis skrifaði Benjamin ritgerð í Napólí sem ef til vill
getur þjónað því hlutverki að ljá hugmyndinni um messíanískan „óaðgreinan-
leika“ áþreifanlegri svip. Lykilhugtak Napólí-ritgerðarinnar er „gljúpleiki“ borg-
arinnar. Benjamin og Lacis skrifa: „Hátíðin gegnsýrir sérhvern vinnudag á ómót-
stæðilegan hátt. Gljúpleikinn er óþreytandi lögmál lífsins í þessari borg, og lætur
hvarvetna á sér kræla. Vottur af sunnudegi er fólginn í sérhverjum virkum degi,
og víst er að dágóður skammtur af virkum degi býr í þessum sunnudegi!“42
Þessi gljúpleiki borgarinnar stafar að mati Benjamins og Lacis fyrst og fremst
af „ástríðu spunans“. Kannski leynist í þessu áminning um það hversu skammt
undan hin messíaníska iðkun stjórnmálanna í vændum kann að vera.
Björn Þorsteinsson pýddi
39 Meðal þessara líkana eru þau einna best mótuð sem kallast „singolaritá qualunque“ og Jífsform", hið fyrra í
The Coming Community og það síðara í MwE. Agamben hefur - með tilvísun til setningar Hölderlins „frjáls
afnot af hinu eiginlega eru hið erfiðasta verkefni“ - tekið á hugmyndinni um „frjáls afnot" í eldri textum, en
hann hefur þó ekki útlistað pólitíska þýðingu hennar fýrr en nú. Sjá t.d. „The Passion of Facticity", þýð. D.
Heller-Roazen, Potentialities (Stanford: Stanford University Press, 1999), s. 204.
4° SE, s. 72.
41 SE, s. 103.
42 W. Benjamin og A. Lacis, „Naples “, þýð. Edmund Jephcott, Reflections (New York: Schocken 1986), s. 168. Sbr.
umræðu Agambens um sabbatsdaginn í „The Time that is Left“, Epoché, vol 7, nr 1,2002, s. 7 o.áfr. Aðgengilegt
á www.pdcnet.org/pdf/agamben.pdf.