Hugur - 01.01.2007, Side 136
134
Hjörleifur Finnsson
Foucault greinir mikilvæg umskipti á sambandi yíirvalds (souveraineté) við
þegnana sem eiga sér stað frá 17. öld fram á þá nítjándu. I stað þess að yfirvaldið
hafi vúdyfir lífi og limum þegnanna í gegnum dauðann, þ.e. með dauðarefsingum
og limlestingum, fer rökvísi valdsins með þessum umskiptum að snúast um það
hvernig lífinu er lifað. Fyrrum fólst valdið í ótakmörkuðum rétti yfirvaldsins
(konungsins eða furstans) til að taka líf eða limi, að láta menn lifa eða lífláta þá.
Eftir umskiptin miðar valdið að lífinu sjálfu, viðgangi þess og vexti og nefnir
Foucault það því lífivald (andstætt dauðavaldi). Rökvísi lífvaldsins miðar að því að
auka getu og framleiðni þegnanna en tilkoma hennar helst í hendur við þróun
iðnvædds kapítalisma. Lífvaldið snýr annars vegar að einstaklingum í gegnum
ögun og hins vegar að heildinni (þjóðinni eða landslýð) í gegnum lífpólitík. I
nokkurs konar símskeytastíl setur Foucault fram eftirfarandi skilgreiningar: „Og-
un: pólitík sem snýr að mótun mannslíkamans11 og „skipuleggjandi stýring: lífpólitík
sem snýr að landslýð,“9 Ogunin fer fram í aflokuðum rýmum á borð við skóla, her-
búðir og verksmiðjur. Hún (leið)réttir mannslíkamann og kemur honum fyrir í
framleiðslueiningu sem lýtur eftirliti. Lífpólitíkin er ástunduð með skráningu og
tölfræði og helst þannig í hendur við tilkomu mann-, félags- og læknavísinda.
Þessum lífþólitísku vísindum fylgir reglusetning, til dæmis hvað varðar hreinlæti
og viðkomu landslýðs. Snertifletir lífpólitíkur og ögunar eru fjöldamargir og fjöl-
þættir, en megineinkenni samfélaga nútímans er þó ögunin. Ögunarsamfélögin
eru óaðskiljanleg frá tilkomu iðnvædds kapítalisma á 18. og 19. öld og kreppu
hans (og þar með nútímans) á þeirri tuttugustu.
Franski heimspekingurinn Gilles Deleuze tekur upp þráðinn þar sem Foucault
skildi við hann og greinir umskiptin frá ögunarsamfélögum til stýringarsamfé-
laga: „Stýringarsamfe'lög eru að taka við af ögunarsamfélögunum. ,Stýring‘ er
heitið sem Burroughs stakk upp á yfir nýja skrímslið sem Foucault telur á næsta
leiti.“10 Munurinn á stýringu og ögun felst fyrst og fremst í því hvernig valdið
virkar eða fer fram. Lífvald ögunarsamfélaganna byggði á afmörkuðum einingum
með skýrt framleiðsluhlutverk. Þannig var hlutverk kjarnafjölskyldunnar til dæm-
is að geta og ala upp börn, hlutverk verkamannastéttarinnar (færibanda)fram-
leiðsla. Skólar, fangelsi, sjúkrahús og herbúðir framleiddu „heilbrigðar sálir í
hraustum líkama“ sem svo var útbýtt á aðrar framleiðslueiningar kapítalismans.
Grunneiningarnar voru einstaklingarnir og líkamar þeirra sem röðuðust upp í
pýramída valdsins og mynduðu yfir-einingar framleiðslunnar. Til dæmis saman-
stóð þölskyldan af þremur einstaklingum eða fleirum þar sem hver hafði sínu
hlutverki að gegna og tók sér stöðu í stigveldi valdsins, krakkarnir neðst og fjöl-
skyldufaðirinn efst. Annað dæmi um yfir-einingu framleiðslunnar væri verk-
smiðja að hætti Fords. A botni þessa pýramída hreyfist færibandið, þar sem
verkamönnunum er raðað upp, hverjum með sitt framleiðsluhlutverk (einn setur
hægra afturhjólið á, annar framrúðuna í) sem ber að inna af hendi í ákveðnu rými
(tilteknum tíu metrum af færibandinu) innan ákveðinna tímamarka (tíu mínútur
fyrir hjól, 20 mínútur fyrir framrúðu o.s.frv.). Yfir færibandinu vaka svo verk-
9 Michel Foucault, La volonté de savoir, París 1976, s. 183, skáletrað í frumtexta.
10 Gilles Deleuze, „Eftirmáli um stýringarsamfélög", Ritið (1/2002), s. 158. Þýðingu breytt.