Hugur - 01.01.2007, Page 141
Otti á tímum öryggis
139
veigamiklar að afleiðingar þeirra eru engan veginn tölfræðilega fyrirsjáanlegar. I
því sambandi er Beck óþreytandi við að benda á að á hinum frjálsa markaði er
ekki hægt að tryggja sig gegn áhættu sem sprettur af starfsemi á borð við starfsemi
kjarnorkuvera. Það er í ljósi þessara nýju áhættuþátta sem Beck dregur fram hug-
takið „hinn íhuguli nútími" til þess að lýsa nýju skeiði í þróun nútímans:
Hugtakið um áhættu tengist með beinum hætti hugtaki hins íhugula
nútíma. Ahœttu má skilgreina sem kerfisbundinn háttpess að takast á við
hættur og óöryggi sem nútímavæðingin sjálf kynnir til sögunnar ogpröngvar
upp á nútímann.21
Hinn kerfisbundni háttur er fólginn í íhugulli beitingu rökvísi nútímans. Þegar
henni er beitt á hættur sem framleiddar eru af nútíma- eða iðnvæðingunni hverf-
ist nútíminn um sjálfan sig og verður íhugull. Samfélag hins íhugula nútíma er
samfélag sem stöðugt íhugar hættur og er því að mati Becks gegnsýrt vitund um
óöryggi. Valdaátök þessa samfélags skilgreinast síður af dreifmgu auðmagns
(stéttasamfélagið) en af skilgreiningu áhætta og dreifingu þeirra (jafnvel þótt þeir
sem sitja efnahagslega neðst í samfélagsstiganum verði fyrir verstu áhrifunum af
hættunum22). Baráttan felst í því hvernig áhættum er stjórnað, í skilgreiningu
áhættustjórnunar. Þar sem þessar nýju áhættur eru ekki skynjanlegar með beinum
hætti (kjarnorkugeislun er ósýnileg) þurfa þær á milligöngu að halda:
Þeim [áhættunum] má breyta innan þekkingarinnar, þær má ýkja eða
gera lítið úr þeim, og að því leyti eru þær sérstaklega opnarfyrirfélagsleg-
um skilgreiningum ogsmíð. Þess vegna öðlast fjölmiðlar ásamt vísinda- og
lagalegum starfsgreinum, sem sjá um skilgreiningu á áhættum, lykilstöðu
á sviði samfélagsins og stjórnmálanna.23
Ahættur og skilgreiningar þeirra spretta fram í félagslegu og pólitísku samhengi
sem ruglar valdahlutföll stéttasamfélaganna og úr verða áhættusamfélög. Beck
þreytist ekki á að benda á hvernig ofangreindar fagstéttir, sérstaklega vísinda-
menn, geri lítið úr áhættum, breiði yfir þær eða takist á við þær á yfirborðslegan
hátt í stað þess að ráðast að rótum vandans, þar sem þeir stjórnist af stundar-
hagsmunum auðmagnsins.24
I tengslum við þessa þróun áhættusamfélagsins á sér stað „áhættuvæðing"25
hins félagslega sem felst í róttækri einstaklingsvæðingu samfélagsins. Þessi ein-
21 Ulrich Beck, Risk Socieíy, s. 21.
22 Sama rit, s. 35.
23 Sama rit, s. 23.
24 Sjá sama rit, s. 54: „Það er því skýrt að eftirþví sem ógnir vaxa verða mörk vísirtdalegra rannsóknaþrengri. Það
að viðurkenna í dag að mistök hafi verið gerð þegar ásættanleg viðmið varðandi örugga notkun skordýraeiturs
voru ákvörðuð - sem væri í rauninni eðlilegt af hálfu vísindanna - jafngildir því að hleypa af stað pólitisku (eða
efnahagslegu) stórslysi. Af þeirri ástæðu einni verður að koma í veg íyrir það.“
25 Sjálfur notar Beck ekki þetta hugtak, en það samræmist þó ágætlega hugsun hans.