Hugur - 01.01.2007, Page 142
140
Hjörleifur Finnsson
staklingsvæðing felur að mati Becks í sér rökvísisvæðingu einstaklinganna: Þeir
verða, eins og samfélagið, íhugulir.26
Olíkt til að mynda Foucault, Deleuze, Negri og Hardt telur Beck að í skynsemi
og rökvísi nútímans felist tækifæri, þrátt fyrir vandamál áhættusamfélagsins. I
fyrsta skipti frá upphafi iðnbyltingar beinist skynsemiskraftur nútímans og upp-
lýsingar ekki út á við í því skyni að skilja og temja hina utanaðkomandi náttúru
heldur inn á við, að nútímanum og vandamálum hans. A sama hátt telur Beck
einstaldingsvæðinguna fela í sér tækifæri, þar sem einstakhngarnir verða rökvísari
og bundnari eigin hagsmunum og því líklegri til að mynda pólitískt afl sem gæti
leyst hnattræn vandamál síðnútímans.27
Greiningar Becks kallast á við meginhugmynd þessarar greinar á tvennan hátt.
Annarsvegar hvað varðar tímasetningu róttækra umbreytinga vestrænna samfé-
laga og að hluta hvað ástæður þeirra snertir. Fjandsamleg afstaða Becks í garð
allra fræða sem á einhvern hátt tengja forskeytið „eftir“ við nútímann stafar að
mínu viti ekki eingöngu af skoðanaágreiningi heldur einnig orðhengilshætti
tengdum akademískum átökum.28 Það hefur merkingu að tala sögulega um eftir-
nútíma ef það sögulega tímabil sker sig frá nútímanum að mikilvægu leyti, rétt
eins og það hefur mögulega merkingu að tala um áhættusamfélag í stað stétta-
samfélags. Negri og Hardt álíta olíukreppuna 1973 og tengsl hennar við vistfræði-
lega gjaldþrota framleiðsluhætti nútímans vera einn af vendipunktum umskipt-
anna yfir í eftirnútíma, en það kahast á við greiningu Becks á tilkomu hnattrænna
umhverfisógna.
Hins vegar kahast Beck á við lífvaldsgreiningu þessarar ritgerðar í greiningu
sinni á einstaklingsvæðingunni.
I næsta kafla verður því farið ofan í kjölinn á staklingnum og kenningar Becks
notaðar til að varpa frekara ljósi á gerð hans. I því skyni munum við beygja grein-
ingu Becks undir hugtakaramma sem er honum framandi. Að því leyti er því
frekar um að ræða kenningalega nýsmíði í anda Deleuze og Foucaults en óbrotna
endursögn á Beck.
Staklingurinn
Eins og fyrr segir greinir Ulrich Beck vaxandi einstakhngsvæðingu í vestrænum
samfélögum sem hefjist eigi síðar en um 1970. Þótt Beck vinni ekki með hugtök
á borð við „staklingur" og „eftirnútími" faUa tímasetningar og innihald greiningar
hans á einstaklingsvæðingunni vel að þeim umskiptum frá nútíma yfir í eftir-
nútíma sem ég hef rakið hér að ofan.
26 Að sjálfsögðu á hann ekki við að fólk hafi aldrci verið íhugult fýrr á öldum, heldur einungis að fclagsleg svið
sem áður voru óíhugul verða þegar á h'ður sífellt íhugulli.
27 I því samhengi bendir Beck á þróun fijálsra félagsamtaka sem eru óháð stjórnmálaflokkum, eins og t.a.m.
umhverfisverndarsamtaka.
28 Valdabarátta innan og á milli háskólasamfclaga hefur tilhneigingu til að mynda skóla „rétttrúnaðar" sem
beijast um háskólastöður og áhrif innan samfélagsins. Þessi barátta kemur að einhveiju leyti í veg fyrir að
rannsóknir og hugtakanotkun andstæðra fylkinga eða skóla séu mctnar að verðleikum.