Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 144
142
Hjörleifur Finnsson
lífsstíl, félagslegum tengslum og þar með á eigin sjálfsmynd. Fjölföldun lífsstíla
og þvingað sjálfssköpunarval helst í hendur við markaðsvæðingu félagslegra
tengsla. I markaðsvæddu félagskerfi, sem og á vinnumarkaði, stendur staklingur-
inn í harðri samkeppni við aðra staklinga um bestu bitana. Beck orðar þetta svo:
Samkeppni hvílir á því að starfshæfni eins megi skipta út fyrir starfs-
hæfni annars og neyðir fólk þannig til að auglýsa einstaklingsgerð sína
og hið sérstaka í starfsferli sínum og árangri. Vaxandi þrýstingur sam-
keppninnar leiðir til einstaklingsvæðingar á meðal jafningja, og þá ein-
mitt á þeim sviðum samskipta og hegðunar sem einkennast af sameigin-
legum bakgrunni [...]. I þeim tilvikum þar sem enn er vottur af shkum
sameiginlegum bakgrunni er samfélag leyst upp í sýrubaði samkeppn-
innar [...]. Hún [samkeppnin] veldur einangrun einstaklinga innan
einsleitra félagslegra hópa.33
Samkeppnin leiðir til einangrunar einstaklinga. Samkennd og samhjálp innan
einsleitra hópa veikjast eða hverfa ásamt því félagslega öryggisneti sem því fylgdi.
Hér er ekki átt við opinber öryggisnet velferðarkerfisins, sem veikjast einnig í
eftirnútímanum,34 heldur öryggisnet samhjálpar. Hópar á borð við fjölskyldur og
vinnustaðahópa stunduðu samhjálp eftir óskrifuðum reglum á sviðum sem hið
opinbera velferðarkerfi náði ekki til. Fjölskyldur og vinnustaðahópar hjálpuðu
einstaldingum að flytja í og standsetja íbúðir og tóku undir með þeim sem lentu í
áföllum (missi maka, bruna, slysum, þunglyndi o.s.frv.) með ýmsum hætti. Starfs-
stéttir brugðust sameiginlega við uppsögnum einstaklinga, söfnuðu í sjúkrasjóði
og verkfallsjóði, bændur í sömu sveit reistu hlöður og fjós í sameiginlegu átaki
o.s.frv. Enda þótt slík samhjálp hafi ekki algerlega horfið er tilhneigingin í sam-
tímanum sú að í stað þess að njóta samhjálpar kaupa einstaklingarnir þjónustu
(flutninga- og iðnaðarmanna) og fylla upp í sístækkandi gloppur velferðakerfisins
með því að kaupa tryggingar af fjölbreyttasta tagi, að því gefnu að þeir hafi til
þess kaupgetu. Eða með orðum Becks:
[...] fólk hefur tapað hefðbundnum netkerfum samhjálpar og aðstoðar.
Það þarf að treysta á sjálft sig og örlög sín (á vinnumarkaði) með til-
heyrandi áhættum, tækifærum og mótsögnum.35
Enda þótt Beck gangi hér fulllangt í alhæfingarátt lýsa þessi orð ágætlega þeim
breytingum sem þegar hafa átt sér stað og eiga sér stað hjá stórum hópum milli-
stéttar vestrænna samfélaga. Þessar breytingar hafa í för með sér að þegar ábyrgð-
in á lífshlaupi einstaklingsins færist í auknum mæli frá samfélaginu yfir á ein-
staklingana breytist skynjun þeirra og rökvísi. Þegar þeir standa frammi fyrir
stöðugum valmöguleikum varðandi eigið lífshlaup þurfa staklingarnir í straumi
33 Ulrich Beck, Risk Society, s. 95.
34 Sjá Hjörleifur Finnsson, „Af nýju lífvaldi", Hugur (2003).
35 Ulrich Beck, Risk Society, s. 92.