Hugur - 01.01.2007, Síða 149
Ótti á tímum öryggis
147
áhœttusamfélag, þar sem sjálfsstýring staklinganna, stýring stýringarsamfélaganna,
felst í áhættustjórnun að hætti nýfrjálshyggjunnar. Otti og óöryggi staklingsins er
hluti af endurskipulagningu valdsins sem gerir sjálft sig ósýnilegt: staklingurinn
stýrir sér sjálfur, m.a. af ótta sem hann telur sjálfsprottinn. Valdakerfi stýringar-
innar í eftirnútímanum er að þessu leyti mun fágaðra en ögunarkerfi samfélaga
nútímans.
Vóxtur ogframleiðni í áhættusamfélaginu
Framleiðslan framleiðir því ekki aðeins viðfang
handa sjálfsverunni heldur einnig sjálfsvem
handa viðfanginu.
(Karl Marx, Grundrisse, 1857/58)
Eins og fram kom í upphafi einkenndist nútíminn af afmörkuðum einingum sem
urðu honum svo fjötur um fót í vaxtarþörf kapítalismans. Einstaklingur nútímans
staðnaði sem neyslu- og framleiðslueining. Nýir framleiðsluhættir brutu upp
staðnaðar einingar og staklingurinn verður til. Um leið beinist útþensla kapítal-
ismans47 frá hinni ytri náttúru til „innri“ náttúru mannsins: framleiðslu líkams-
gerðar hans og félagssamskipta. Þó er ekki svo að skilja að í nútímanum hafi
líkams- og félagsgerð mannsins ekki verið framleidd. Þvert á móti er það einmitt
eitt meginatriðið í kenningum Foucaults um líívaldið í nútímanum. Breytingin
felst hinsvegar í því að í ögunarsamfélögum nútímans lá framleiðsla hins félags-
lega og mannslíkamans handan vöruframleiðslunnar. Hún tilheyrði afmörkuðum
einingum, þ.e. skólum, fangelsum,fjölsk\'ldum, verksmiðjum, sjúkrahúsum o.s.frv.
I eftirnútímanum er þessi framleiðsla orðin hluti af vöruframleiðslunni og er til
sölu og neyslu á hinum „frjálsa“ markaði. Gen- og líftækniiðnaður, lyfja- og
lækningaiðnaður framleiða og selja vörur sem framleiða líkamann. Við blasir að
þetta á við um lýtalækningar; en með fóstureyðingum, legvatnsástungum, tækni-
frjóvgunum og genaprófum eru „óæskilegar" líkamsgerðir einnig sigtaðar út
þannig að æskilegar gerðir verði eftir og líkaminn framleiddur á óbeinan hátt í
samhengi neyslu þessara inngripa sem nú eru seldar sem vörur á markaði.48 Sam-
skipta- og upplýsingaiðnaðurinn framleiða og selja vörur sem móta og skipu-
leggja félagsgerð.Tölvur og internetið eru augljós dæmi en við skulum skoða hér
hvernig símatækni breytti félagsgerð á Islandi. Sveitasíminn svokallaði hélt velli á
einstökum svæðum allt fram á 9. áratug 20. aldar. Eins og kunnugt er hafði hver
bær hringikóða (til dæmis tvær langar hringingar og tvær stuttar) sem gaf til
kynna í hvaða heimili var verið að hringja. Strangt til tekið átti þetta eina heimili
þá að svara hringingunni, en allir í sveitinni heyrðu hringinguna á sínum heimil-
um og gátu því tekið upp símtóhð og hlustað. I raun var sveitasíminn innansveit-
arfréttastofa sem tryggði að allir vissu allt um alla. Þegar einn talaði við annan
47 Framleiðsluumhveríi nútímans hverfur ekki heldur á útþenslan sér stað á svæðum sem voru kapítalismanum
lokuð í nútímanum. Sjá Hjörleifur Finnsson, „Af nýju lífvaldi", Hugur (2003), s. 174—175.
48 Sjá Thomas Lemke, „Regierung der Risiken".