Hugur - 01.01.2007, Side 152

Hugur - 01.01.2007, Side 152
150 Hjörleifur Finnsson hennar sterkum böndum.51 Heilagleiki Hippókratesareiðsins sveif yíir vötnum. Valdastrúktúrar lífpólitíkurinnar sem kristölluðust í sjúkrastofnunum, heilbrigð- iseftirliti og feðraveldi lækna52 seldu ekki heilsulausnir sínar á frjálsum markaði heldur fengu þeir völd sín í gegnum einokun á skilgreiningu hins sjúklega og hins heilbrigða. Jafnvel þótt greitt væri fyrir læknisþjónustu og lyf stóðu þau ekki til boða á „frjálsum" markaði heldur voru þau ákvörðuð af viðkomandi lækni eða jafnvel þvingað upp á sjúklinginn af viðkomandi valdastofnun lífpólitíkurinnar (til dæmis geðveikrahælinu). Þeim sem voru úrskurðaðir heilbrigðir var meinaður aðgangur að heilsulausnum kerfisins. I eftirnútímanum hefur svæði heilsunnar gagngert færst til svo að um er að ræða heilsuhyggju53 eða markaðsvæðingu heilsunnar á Vesturlöndum, þar sem „frjálsi" markaðurinn býður upp á úrval heilsulausna, allt frá genaprófum og íhlutun í fósturvísa54 til fegrunarlækninga og líkamsræktarstöðva. I hvert skipti sem staklingurinn neytir heilsuvöru fylgir því tilhneiging til yfirvegunar um ófull- komleika heilsunnar og líkamans. Varan er ávallt takmörkuð lausn á fallvaltleika og hrörnun líkamans, og veitir í besta falli tímabundna lausn á ákveðnu heilsu- farsvandamáli, en miðlar jafnframt vöntun. Spegilmynd þessarar vöntunar er orðræðan sem birtir okkur tálsýn hins fullkomna líkama. I tónlistarmyndböndum MTV og sambærilegra sjónvarpsstöðva birtast okkur fullkomnar ímyndir manns- líkamans, framleiddar í líkamsræktarstöðvum og lýtalækningarstofum. Fegurðar- samkeppnir, fyrirsætukeppnir, raunveruleikaþættir og jafnvel klám miðla okkur því sama. Eða með orðum Katrínar Sifjar Sigurgeirsdóttur og Sigurðar Guð- mundssonar landlæknis: Alls staðar er áróður og hvatning frá umhverfinu um að lifa heilsusam- legu lífi, borða hollan mat, fara í megrun, borða fitusnautt, stunda líkams- rækt og líkjast fársjúkum sveltandi fyrirsætum.55 Smættarhyggja erfðavísinda og lækninga miðlar okkur ófullkomleika líkama okkar í samanburði við hreinleika hins fullkomna erfðaefnis. Sú orðræða hefur snúið sjálfu sjúkdómshugtakinu á hvolf: I stað þess að líkaminn sé heilbrigður þar til sjúkdómseinkenni koma í ljós (nútíminn) eru líkamar eftirnútímans sjúkir að (tölfræðilegum) líkindum án sjúkdómseinkenna og kalla því á stöðuga heilsu- neyslu í nafni forvarna.561 ljósi þessarar orðræðu hins fullkomna líkama, sem 51 Eitt af því sem veikist eða hverfiir við umskiptin frá nútíma til eftirnútíma er einmitt mannhelgi upplýs- ingarinnar, sem opnar leið fyrir markaðsvæðingu líkamans. Sjá Hjörleifur Finnsson, ,Af nýju lífvaldi", Hugur (2003). EinnigThomas Lemke, „Regierung der Risiken". 52 Sjá grein vísindasagnfræðingsins Rogers Cooter, „The Ethical Body“, Medicine in the Twentieth Century, ritstj. Roger Cooter og John Pickstone, Amsterdam 2000, s. 451-468, hér s. 460-465. 53 Sama rit, s. 464. 54 Sjá Thomas Lemke, „Regierung dcr Risiken"; einnig Hjörleifiir Finnsson, „Af nýju lífvaldi", Hugur (2003). 55 Sjá grein þeirra „Átraskanir" á www.doktor.is. 56 Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor í heimilislækningum við Háskóla Islands, greinir þróun í þessa átt: „Þró- unin hefiir verið svo hröð á þessu sviði [í greiningarkerfiim geðkvilla og geðsjúkdóma] að það liggur við að hefðbundin skilgreining á áhættuþáttum sé að verða úrelt í nútímasamfélagi markaðsvæðingar. Margir hafa gengið svo langt að skilgreina alla í áhættu þar til annað sannast" („Viðbrögð við óhamingju", s. 25). Ef allir eru í áhættu þangað til annað kemur í ljós eru allir sjúkir að tilhneigingu. Sjá einnig Thomas Lemke, „Regierung der Risiken“, s. 237-238.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.