Hugur - 01.01.2007, Side 152
150
Hjörleifur Finnsson
hennar sterkum böndum.51 Heilagleiki Hippókratesareiðsins sveif yíir vötnum.
Valdastrúktúrar lífpólitíkurinnar sem kristölluðust í sjúkrastofnunum, heilbrigð-
iseftirliti og feðraveldi lækna52 seldu ekki heilsulausnir sínar á frjálsum markaði
heldur fengu þeir völd sín í gegnum einokun á skilgreiningu hins sjúklega og hins
heilbrigða. Jafnvel þótt greitt væri fyrir læknisþjónustu og lyf stóðu þau ekki til
boða á „frjálsum" markaði heldur voru þau ákvörðuð af viðkomandi lækni eða
jafnvel þvingað upp á sjúklinginn af viðkomandi valdastofnun lífpólitíkurinnar
(til dæmis geðveikrahælinu). Þeim sem voru úrskurðaðir heilbrigðir var meinaður
aðgangur að heilsulausnum kerfisins.
I eftirnútímanum hefur svæði heilsunnar gagngert færst til svo að um er að
ræða heilsuhyggju53 eða markaðsvæðingu heilsunnar á Vesturlöndum, þar sem
„frjálsi" markaðurinn býður upp á úrval heilsulausna, allt frá genaprófum og
íhlutun í fósturvísa54 til fegrunarlækninga og líkamsræktarstöðva. I hvert skipti
sem staklingurinn neytir heilsuvöru fylgir því tilhneiging til yfirvegunar um ófull-
komleika heilsunnar og líkamans. Varan er ávallt takmörkuð lausn á fallvaltleika
og hrörnun líkamans, og veitir í besta falli tímabundna lausn á ákveðnu heilsu-
farsvandamáli, en miðlar jafnframt vöntun. Spegilmynd þessarar vöntunar er
orðræðan sem birtir okkur tálsýn hins fullkomna líkama. I tónlistarmyndböndum
MTV og sambærilegra sjónvarpsstöðva birtast okkur fullkomnar ímyndir manns-
líkamans, framleiddar í líkamsræktarstöðvum og lýtalækningarstofum. Fegurðar-
samkeppnir, fyrirsætukeppnir, raunveruleikaþættir og jafnvel klám miðla okkur
því sama. Eða með orðum Katrínar Sifjar Sigurgeirsdóttur og Sigurðar Guð-
mundssonar landlæknis:
Alls staðar er áróður og hvatning frá umhverfinu um að lifa heilsusam-
legu lífi, borða hollan mat, fara í megrun, borða fitusnautt, stunda líkams-
rækt og líkjast fársjúkum sveltandi fyrirsætum.55
Smættarhyggja erfðavísinda og lækninga miðlar okkur ófullkomleika líkama
okkar í samanburði við hreinleika hins fullkomna erfðaefnis. Sú orðræða hefur
snúið sjálfu sjúkdómshugtakinu á hvolf: I stað þess að líkaminn sé heilbrigður þar
til sjúkdómseinkenni koma í ljós (nútíminn) eru líkamar eftirnútímans sjúkir að
(tölfræðilegum) líkindum án sjúkdómseinkenna og kalla því á stöðuga heilsu-
neyslu í nafni forvarna.561 ljósi þessarar orðræðu hins fullkomna líkama, sem
51 Eitt af því sem veikist eða hverfiir við umskiptin frá nútíma til eftirnútíma er einmitt mannhelgi upplýs-
ingarinnar, sem opnar leið fyrir markaðsvæðingu líkamans. Sjá Hjörleifur Finnsson, ,Af nýju lífvaldi", Hugur
(2003). EinnigThomas Lemke, „Regierung der Risiken".
52 Sjá grein vísindasagnfræðingsins Rogers Cooter, „The Ethical Body“, Medicine in the Twentieth Century, ritstj.
Roger Cooter og John Pickstone, Amsterdam 2000, s. 451-468, hér s. 460-465.
53 Sama rit, s. 464.
54 Sjá Thomas Lemke, „Regierung dcr Risiken"; einnig Hjörleifiir Finnsson, „Af nýju lífvaldi", Hugur (2003).
55 Sjá grein þeirra „Átraskanir" á www.doktor.is.
56 Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor í heimilislækningum við Háskóla Islands, greinir þróun í þessa átt: „Þró-
unin hefiir verið svo hröð á þessu sviði [í greiningarkerfiim geðkvilla og geðsjúkdóma] að það liggur við að
hefðbundin skilgreining á áhættuþáttum sé að verða úrelt í nútímasamfélagi markaðsvæðingar. Margir hafa
gengið svo langt að skilgreina alla í áhættu þar til annað sannast" („Viðbrögð við óhamingju", s. 25). Ef allir eru
í áhættu þangað til annað kemur í ljós eru allir sjúkir að tilhneigingu. Sjá einnig Thomas Lemke, „Regierung
der Risiken“, s. 237-238.