Hugur - 01.01.2007, Side 157
Hugur | i8.ár, 2006 | s. 155-219
Davíð Kristinsson
Milli Guðs og ^öldans
Um Frjálsa anda eftir Róbert H. Haraldsson
Stórmennið ætti að spanna allt milli Guðs og fjöldans.
- Ralph Waldo Emerson1
Lengst af fór lítið fyrir því að íslenskir hugsuðir kenndu heimspekiiðkun sína við
hinar ótímabæru hugleiðingar Friedrichs Nietzsche. Með útkomu nýjasta greina-
safns Róberts H. Haraldssonar, Frjálsir andar. Otímabœrar hugleiðingar um sann-
leika, siðferði og trú (2004; hér eftir FA), hefur orðið breyting þar á. Titillinn kall-
ast á við undirtitil bókar Nietzsches Mannlegt, alltof mannlegt. Bók fyrirfrjálsa
anda (Menschliches, Allzumenschliches. Ein Buch furfreie Geister, 1878) en upphaf
undirtitilsins vísar hins vegar til hinna Otímabæru hugleiðinga ( Unzeitgemásse Be-
trachtungen, 1873-76). Með „ótímabærum hugleiðingum" gefur Róbert í skyn að
hann sé hugsuður sem gangi ekki eftir aldarinnar bumbuslætti. I formálanum
teifar hann notkun Nietzsches á hugtakinu unzeitgemáss í hinum Otímabœru hug-
leiðingum. Fyrsta hugleiðing Nietzsches sé ótímabær „því hún segir sannleikann
og hvetur menn til að segja sannleikann." (FA n) I þriðju hugleiðingunni, Schop-
enhauer sem uppalandi (Schopenhauer als Erzieher), tengist merking hins ótíma-
bæra baráttu stórmennisins gegn „samtíðinni sem stóð í vegi þess að hann gæti
orðið mikill. Þar er sá talinn mikilmenni og ótímabær sem er frjáls og algerlega
hann sjálfur." (FA12) Auk þess er vakin athygli á því að fornfræðingurinn Nietz-
sche finni „heimahöfn sína í fornöld" og þakki „fornfræðinni og forngrískum
h'ma það að hann, sannkallað barn síns tíma, skuli hafa orðið aðnjótandi ótíma-
bærrar reynslu.“ (FA 11) Hin ótímabæra fornfræði vinnur með orðum Nietzsches
sjálfs „gegn okkar tíma og þar með á okkar tíma, og vonandi, til góðs fyrir kom-
andi tíma.“2 Því næst dregur Róbert ólíka notkun þýska hugsuðarins á hinu
otímabæra saman og sveigir um leið Nietzsche að eigin markmiðum:
1 Joumals of Ralph Waldo Emerson 1820-1872, ritstj. E.W. Emerson og W.E. Forbes, London: Constable, 1910,4.
bindi, s. 149-150 (19. nóv. 1836). Þýðingar eru mínar nema annað sé tekið fram.
2 Friedrich Nietzsche, Unzeitgemásse Betrachtungen II, formáli, þýðing Róberts H. Haraldssonar, FA n.