Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 162
160
Davt'ð Kristinsson
Fjöldafyrirlitning ípágu einstaklingsins
í aldarlok brást Vilhjálmur Árnason við gagnrýni Róberts H. Haraldssonar (og
Jóns A. Kalmanssonar) á samræðusiðfræði sína með því að skjóta á hugsuði sem
standa Róberti nærri: Thoreau og Nietzsche sýni „,fjöldanum‘, ,lýðnum‘, ,hjörð-
inni‘, og ,menninu‘ megnustu fyrirlitningu.“14 Róbert er hinni ótímabæru hugsjón
trúr að því leyti sem hann neitar, líkt og Nietzsche, að beygja sig undir bann hins
lýðræðislega samtíma við opinskárri fyrirlitningu á fjöldanum. Róbert (FA 224)
vitnar neðanmáls í Handan góðs og ills (§202):
Við skulum ekki hika við að segja það einu sinni enn sem við erum þegar
búnir að segja hundrað sinnum, því eyru manna á okkar tímum eru ekki
ginnkeypt fyrir slíkum sannindum [- fyrir okkar sannindum]. Við göng-
um ekki lengur að því gruflandi hversu mönnum þykir sér misboðið þeg-
ar maðurinn er umbúðalaust og án líkinga talinn til dýra. Á hinn bóginn
erum við allt að því sakaðir um glæp fyrir það að nota í sífellu orð eins og
„hjörð“, „hjarðhvatir" og önnur í sama dúr um menn sem eru ofurseldir
„hugmyndum nútímans".
Kvörtunartónn Nietzsches minnir um margt á viðbrögð Róberts við íslenskum
gagnrýnendum sínum. Segja má að efnisgrein Nietzsches sé með orðum Róberts
ótímabær að því leyti sem „hún segir sannleikann og hvetur menn til að segja
sannleikann." (FA n) Róbert gefur okkur þó ekki nánari skýringu á því nákvæm-
lega í hverju sannmæli hins ótímabæra Nietzsches felast og kynnir þau þannig að
þau gætu allt eins átt við hlutlaus sannindi. Sé betur að gáð er hinn ótímabæri
sannleikur Nietzsches þó af öðrum toga. I íslensku þýðingunni á Handan góðs og
ills sem Róbert vitnar í hefur innskotssetning innan þankastrika („— fur unsre
Wahrheiten —“) fallið burt. Nietzsche teflir ekki hlutlausum sannindum heldur
okkar sannindum, þ.e. sannindum sínum og sinna líkra (seinesgleichen), gegn nú-
tímahugmyndum hinna. Þegar í fyrsta verki Nietzsches, Fæðingu harmleiksins,
standa ummæli hans um „hugmyndir nútímans" (moderne Ideerí) í tengslum við
hinn lýðræðislega smekk sem hann álítur að hætti úrvalshyggjusinna ekki vera
annars konar smekk heldur smekkleysu.15 Svo er einnig í Handan góðs og ills (§44)
þar sem vitnað er til „hins lýðræðislega smekks og þeirra ,nútímalegu hugmynda'
sem honum fylgja.“ Sömu sögu er að segja af umræddri efnisgrein (§202) sem
Róbert vitnar í. Nietzsche er hér ekki að leggja áherslu á að maðurinn sem slíkur
sé dýr, homo sapiens, heldur notar hann hjarðhugtakið yfir andstæðinga sína, menn
nútímahugmynda, og hugmyndir þeirra. Sá sem les framhaldið á fyrrnefndri
efnisgrein sér fljótlega hvaða hugtakafjölskyldu „nútímahugmyndir“ eru sam-
nefnari fyrir: „hjarðdýrasiðferði" sem kveður á um ,„jafnrétti‘ og ,samúð með öllu
cfnahagslegum toga heldur siðferðilegum. Þótt Nóra sé „ekki fátæk af pcningum áttar hún sig smám saman á
því hversu andlega fátæk og óreynd hún er.“ (TMT 49)
14 Vilhjálmur Árnason, „Á rauðu ljósi“, Hvers er siðfraðin megnug?, ritstj. Jón Á. Kalmansson, Reykjavílc
Siðfræðistofnun/Háskólaútgáfan, 1999, s. 233-234.
Sjá Nietzsche, Die Geburt der Tragödie, Versuch einer Selbstkritik, §4.
15