Hugur - 01.01.2007, Síða 171
Milli Guðs ogjjöldans
169
hann á það sem skref í rétta átt: „Framfarir frá algjöru til takmarkaðs einveldis,
frá takmörkuðu einveldi til lýðræðis, eru framfarir í átt að sannri virðingu fyrir
einstaklingnum."53 Og þrátt fyrir að Emerson og Thoreau hafi verið sannfærðir
um tímabundið mikilvægi stórmenna eru hugmyndir þeirra á því sviði, eins og
við munum sjá, mun lýðræðislegri en úrvalshyggja Nietzsches.
I ljósi þessa er rétt að huga að því úr hvaða jarðvegi hugsun Emersons og'Ihor-
eaus er sprottin,jarðvegi sem Matthías Jochumsson (1835-1920) og vestur-íslensk-
ir trúbræður hans voru farnir að sá í á síðari hluta 19. aldar, jarðvegur frjálslyndrar
kristni sem var þónokkuð frábrugðinn þeim sem ól af sér róttæka úrvalshyggju
Nietzsches. Sá brunnur sem Emerson jós úr ekkert síður en Matthías var megin-
hugsuður bandarískra únítara: William Ellery Channing (1780-1842). Þau stef
sem Róbert sækir til Emersons ogThoreaus finnum við mörg hver hjá Channing.
Þannig hefur Róbert á undanförnum árum innleitt ýmis stef frá Emerson og
Thoreau - og fyrir það á hann lof skilið - sem eru nýjung í íslenskri heimspeki-
umræðu en voru þó Islendingum kunn í kjölfar þess að Matthías Jochumsson og
vestur-íslenskir únítarar hófu útbreiðslu svipaðra hugmynda í lok 19. aldar. Sem
dæmi má nefna hina bjartsýnu mannsmynd únítara, andúð þeirra á bölsýni, trú
þeirra á getu mannsins til að fullkomna sig af eigin rammleik, trú á andlega bylt-
ingu, mikilvægi sjálfstrausts og þess að leysa upp fjölmenni, gagnrýni þeirra á
fylgispekt og hugmyndir þeirra um hlutverk fyrirmynda og stórmenna. Einnig
munum við skoða að hvaða leyti Róbert greinir sig frá fremur lýðræðis- og jafn-
réttissinnuðum únítörunum, t.d. hvað varðar baráttu þeirra gegn ólíkum tegund-
um arðráns, og nálgast að sumu leyti úrvalshyggju Nietzsches sem barmaði sér
yfir banni lýðræðisins við fyrirlitningu úrvalsins á fjöldanum.
Andlegurfadir Emersons
I lok 18. aldar var Boston á góðri leið með að verða höfuðborg bandarískra únítara.
Eins og í Evrópu voru únítarar á Nýja Englandi fyrst og fremst upplýstir mennta-
menn. Haustið 1912 var þeim lýst svo í ræðu sem vestur-íslenskur únítaraprestur
hélt í Bárubúð við Tjörnina í Reykjavík: „Fram til þessa hafa Unítarar talist helzt
úr hópi lærðra manna [því] skoðunin er þannig, að hún útheimtir bæði þekking
og djúpa hugsun [...]. Meðal þeirra er fylt hafa flokk Únítara í Bandaríkjunum á
liðnum tímum opinberlega, eru flestir fremstu menn þjóðarinnar í vísindum,
bókmentum og stjórnfræði."54 Og í formála að erindi sem Matthías Jochumsson
þýddi fullyrðir hann að alkunnugt sé „að fjöldi hinna frjálslyndari og ef til vill
greindari íslendinga í Vesturheimi hafi [hænst] að skoðunum Únitara og stofnað
þar söfnuði - a.m.k. einn fastan og sjálfstæðan, þann í Winnipeg. Er ekki ólíklegt
að svo hafi orðið mest fyrir þá sök, að hin stranga rétttrúnaðarstefna þar í landi
hefur vantað þau skilyrði, sem trúþyrstum og sjálfstæðum mönnum eru ómiss-
53 Thoreau, „Civil Disobediencew, Walden and Civil Disobedience, s. 385-413, hér s. 413.
54 Rögnvaldur Pétursson, Skodun Únítara, Reykjavík, 1914, s. 30. Svipaða íullyrðingu um stöðu mála á Englandi
cr að finna í nafnlausri grein um „Unítara" í Fjallkonunni árið 1891, s. 162.