Hugur - 01.01.2007, Page 172

Hugur - 01.01.2007, Page 172
170 Davíð Kristinsson andi, m.ö.o., þeir hafi ekki viljað fljóta með fjöldanum sofandi að feigðarósi!“S5 Og í bréfi til starfsbróður síns skrifar Matthías: „Mitt álit (í fám orðum) á unitarismus, sem ég þykist þekkja betur en aðrir hér, er sá, að hann er fremur fyrir lærða og góða trúmenn, eða trúaða vísindamenn og spekinga, en fjöldann [...] vulgus vult decipi [fjöldinn vill láta blekkja sig].“56 Söfnuður Matthíasar á Islandi var nokkuð frábrugðinn þeim frjálslyndu menntamönnum sem verið höfðu stoð únítaratrúar erlendis: „til þess að vera sannur únitari þarf meiri menntun en landar vorir hafa, nema útvaldir séu. Ekki svo að skilja að ég sjái fært, þótt vildi, að stofna hér enskan eða amerískan Unitarasöfnuð, shkt yrði fiaskó“.57 Matthías áleit hugmyndir únítara varasamar ómenntuðu sóknarfólki eða „alþýðu sem vanist [hafði] valdboðinni trú“ en hvatti hins vegar starfsbræður sína óspart til að lesa Channing.58 Eins og margir upplýstir menntamenn var Channing of frjálslyndur fyrir hina íhaldssamari kristnu rétttrúnaðarsöfnuði sem byggðu á hugmyndum kalvínskrar guðfræði um forlagatrú og spillt manneðli. Arið 1819 tók hann upp hanskann fyr- ir kristni únítara sem hann aðgreindi frá rétttrúnaði (kalvínista) sem „smáni manneðlið", „dragi máttinn úr sjálfsumbótum", og álíti „að Guð velji úr hinum spillta fjölda nokkra sem verði hólpnir“.591 predikuninni „Eftirmynd Guðs“ (1828) finnum við síðan grunnstefin í siðferðilegri fullkomnunarhyggju únítara. Chann- ing segir markmið trúarinnar „að leiða í ljós hina guðlegu eftirmynd innra með okkur“ því „sönn trú felst í því að áforma, sem hið mikla markmið okkar, að verða í auknum mæli eftirmynd hinnar æðstu veru.“ Það sem gerir okkur kleift að „líkja eftir Guði“ skýrir Channing svo: „I okkur sjálfum búa frumefni guðdómleikans“; „mikilleiki hans [Guðs] er fólginn í óendanleika eiginleika sem við búum sjálf yfir“;6° vjg berum „fræ sömu fullkomnunar." Channing vill þannig „vekja menn til vitundar um hinn himneska fjársjóð innra með þeim“.61 Slík trú stefnir að „full- komnun mannssálarinnar" og styður því „vinnu manna í þágu eigin fullkomn- unar.“ Þessi „trú á mikilleika mannssálarinnar" er andstæð trú sem leitast við að „halda mannsandanum niðri“. Dýrkun almáttugs skapara „úrkynjast auðveldlega í þrælsótta, oflof, sjálfsfyrirlitningu".62 Oðru máli gegnir þegar manninum verður ljóst að sá sem raunverulega lofsyngur veraldarsmiðinn lofsyngur í sama vetfangi sjálfan sig: „Það að heiðra hann felst [ekki] í ófrjóum lofsöng sem skilur okkur 55 Formáli Matthíasar að þýðingu hans á „Unítara-trúnni“ eftir Charles W. Wendte, Rœður, greinar ogpistlar, frumsamdir ogpýddir, Landsbókasafn Islands-Háskólabókasafn, handritadeild 2814 4to. 56 Bréf Matthíasar Jochumssonar (til síra Jóns Bjarnasonar 29. maí 1890), Akureyri, 1935, s. 279. Vestur-íslenskir trúbræður Matthíasar nefndu únítaratrú sömuleiðis „trú skáldsins og vísindamannsins" (N.N., „Vegna hvers erum vér Unitarar?", Heimir 1905, s. 255). 57 Bréf Matthíasar til Þórhalls Bjarnarsonar, 13. mars 1910, safn Steingríms Eiríkssonar hrl. (einkaeign). 58 Bréf Matthíasar Jochumssonar, s. 329. Matthías gaf kunningjum sínum á þriðja tug eintaka af heildarverki Channings sem hann hafði fengið að gjöf frá breskum únítörum sem styrktu fjárhagslega „únitara-postulann í Norðurlandi". Sjá Þórunni E. Valdimarsdóttur, Upp á sigurhaðir. Saga Matthíasar Jochumssonar, Reykjavík: JPV útgáfa, 2006, s. 339. 59 Channing, „Unitarian Christianity", Selection From the Works ofWilliam E. Channing, Boston: American Unit- arian Association, 1855, s. 206. 60 Channing, „Likeness to God“, Ihe Complete Works of William Ellery Channing, London: Routledge 1884, s. 234. 61 Sama rit, s. 237. 62 Sama rit, s. 234.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.