Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 175
Milli Guðs ogjjöldans
173
hlýðni og drepa niður voru andlega tápi. Hin mikla nytsemi vorrar um-
gengni við aðra menn er sú, að þeir vekja sálir vorar, glæða lyst vora og
löngun eptir sannleikanum, og færa hugsanir vorar út yfir þeirra gömlu
farvegu. Ver þurfúm að hafa samneyti við djúpsæja vitmenn til þess að
gjöra oss djúpsæja sjálfa. Einhver hin æzta list sjálfsmenntunarinnar er
það, að sameina barnslega námfysi, sem þiggur þakknæmilega af hverjum
manni það ljósskar, sem hann getur boðið, við festu hins fúllorðna gagn-
vart skoðunarháttum [...], ef nákvæm íhugun vor ekki getur fallizt á þau.
Þér eigið vissulega að styrkja yðar skynsemi bæði þolinmóðlega og sam-
vizkusamlega á mannviti annara, en þér megið ekki leggja hana flata fyrir
þá.7S
I texta Channings finnum við grunninn að hugmyndum Emersons (og þar með
Róberts Haraldssonar) um sjálfstraust, fylgispekt og eftirmyndir. Líkt og hjá
yngri kynslóð únítara beinist áhugi Channings á sjálfstrausti umfram allt að trú:
Einkum ef upp sprettur innra með yður einhver skoðun um guð eða til-
veruna, einhver sú tilfinning eða sálarlöngun, sem yður finnst æðra eðlis
en það, sem drottnar umhverfis yður, athugið það með lotningu, rann-
sakið það alvarlega, hátíðlega. [Þ]að mætti og vera, að guðdómurinn
hreyfðist í sál yðar, ný opinberun, ekki yfirnáttúrleg, en þó hin dýrmæt-
asta, um sannleik og dyggð; og ef svo reynist við eptirgrenslan, látið þá
ekki nein óp eða hróp nje vinabrigði telja yður hughvarf. Verið trúir yðar
helgustu sannfæringu.76
Með því að færa áhersluna frá kennivaldi hinna fáu yfir á sjálfstraust og innsæi
einstaklingsins á sér þannig stað ákveðin „jafnréttisvæðing“ trúarinnar.
Channing brýnir fyrir handverksmönnunum að þótt menn kunni að vera mis-
munandi frá náttúrunnar hendi sameini hin guðlega uppspretta alla menn:
Eg veit vel, að sumum mun þykja undarlegt, að eg skuli ætla, að alþýðu-
menn séu færir um að taka á móti slíkum bendingum og geislabrotum
sannleikans, er eg nú benti á. Slíkt kalla menn einkaréttindi andagiptar-
manna, sem virðast fæddir til að setja lög sálum alþýðunnar. An efa á
náttúran sína aðalsstétt og útsendir að eins fáa til þess að vera ljós heims-
ins í æðsta skilningi. En þó er hitt engu síður satt, að öllum er hlutdeild
gefin í sama guðdómseldi, því ekki mundu hinir mörgu taka með lotn-
ingu og il við upplífgandi áhrifúm hinna fáu, væri ekki hið sama andlega
líf hjá hvorumtveggja í raun og veru. Sálir alþýðumanna eru ekki eins og
efni, sem fara má með svo og svo, skapað til að taka mótstöðulaust við
áhrifum utan frá. Þær myndast ekki að öllu leyti fyrir ytri uppfræzlu,
75 Sama rit, s. 138-139.
76 Sama rit, s. 139-140. Eins og ég mun víkja að síðar er þessi áhersla á traust einstaklingsins á það sem kemur
innanfrá lykilþáttur í hugsun Emersons og annarra úm'tara af yngri kynslóðinni.