Hugur - 01.01.2007, Síða 179
Milli Guðs ogjjöldans
177
Transendentalistarnir töldu engar „ytri“ sannanir fullnægjandi og álitu trúna
grundvallast á innsæi einstaklingsins: „Hér er farið út fyrir (transcended) það,
sem skynsemin getur um dæmt, en fylgt tilfinninga vísbending mannsins."90 Ein-
staklingshyggja transendentalistanna greindi sig frá afstöðu íhaldssamari únítara
af eldri kynslóðinni að því leyti sem þeim fyrrnefndu virtist trú sem grundvallast
á sönnunarmætti kraftaverka, fornra texta og kennivaldi stofnana óþarfa van-
helgun þar eð Guð væri í raun hvarvetna í náttúrunni, að meðtahnni innri náttúru
mannsins.
Arið 1838 flutti Emerson ávarp við guðfræðideild Harvard-háskóla sem fór fyr-
ir brjóstið á íhaldssamari únítörum.91 Hann útleggur Krist sem mann sem hafi
„gert sér ljóst að Guð holdtekur manninn",92 möguleiki sem standi ekki aðeins
frelsaranum heldur öllum mönnum til boða. Olíkt þeim sem óttast „að smána
persónu Krists með því að lýsa honum sem manni“ er Jesús í huga Emersons
(jafnt sem Channings) ekki hálfguð heldur „sannur maður“ sem nær að kalla
fram í sjálfum sér hið guðlega sem allir menn hafa í raun til að bera.93 „Þeim virð-
ist heimurinn vera til hans [Krists] vegna. Þeir hafa ekki drukkið nægilega í sig
merkingu hans til að sjá að einungis með því að snúa aftur til sjálfs sín eða Guðs
innra með þeim sjálfum geti þeir vaxið að eilífu."94 Af þessu leiðir að „sönn kristni
[er] trú á borð við þá sem Kristur hafði á óendanleika mannsins"; „vera mannsins
er takmarkalaus; hann er fæddur til hins góða, til hins fuUkomna".95 Þar eð innri
náttúra manna er samkvæmt Emerson (og Channing) að einhverju leyti einstakl-
ingsbundin gagnrýnir hann kröfu kennivaldsins um að maðurinn „beygi eigin
náttúru undir náttúru Krists“.96 „Hið himneska er vakið innra með mér með hinni
miklu kennisetningu stóumanna: Hlýddu sjálfum þér.“ Um kraftaverk hins
mennska Krists, en gagnrýni transendentalistanna beindist að þeim, mæhr Emer-
son:
Hann talaði um kraftaverk því hann skynjaði líf mannsins og allt sem
hann gerir sem kraftaverk, og hann vissi að hið daglega kraftaverk
mannsins skín þegar persónuleikinn kemur í ljós. En orðið kraftaverk, í
þeim skilningi sem kristnu kirkjurnar leggja í það, gefur villandi mynd;
það er skrímsli.97
Sjö árum fyrr hafði Emerson hripað á blað hugleiðingu um hið „guðlega eðli
hversdagsfyrirbæra. Allt er kraftaverk."98 Kraftaverkið er ekki yfirnáttúrulegt
heldur náttúrulegt, þ.e.a.s. náttúran sjálf. Heimurinn allur er kraftaverk í stóru og
smáu.
9° Rögnvaldur Pétursson, „Athugascmd við fyrirlestur Síra F. J. Bergmanns ,Guðshugmyndin og Únítara trúin‘“,
Heimir 1914, s. 214.
91 Emerson, „Divinity School Address", SWE 246-265.
92 Sama rit, s. 251-252.
93 Sama rit, s. 261,252.
94 Sama rit, s. 254.
95 Sama rit, s. 261,247.
96 Sama rit, s. 253.
97 Sama rit, s. 252.
98 Joumals of Ralph Waldo Emerson 1820-1872, 2. bindi, s. 364 (4. mars 1831).