Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 181
Milli Guds ogjjöldans
179
sinni“.nl Þessi fullkomnu lögmál sálarinnar eru „hin æðstu lögmál“, „eilíf lög-
mál“.112 „Þau eru utan tíma og rúms og óháð aðstæðum. [...] Skynjun þessara
lögmála lögmálanna kveikir í huganum tilfinningu sem við nefnum trúartilfinn-
inguna."113
Emerson tjáir þessa einingarfrumspeki víða með ljóðrænum líkingum: „Eld-
urinn sem blossar út um varir Etnu og lýsir upp höfða Sikileyjar er sami frum-
eldurinn og blossar út um kverkar Vesúvíusar og lýsir upp turna og vínekrur
Napólí. Eitt Ijós sem geislar úr þúsund stjörnum. Það er ein sál sem blæs lífi í alla
menn.“114 Einn eldur, eitt Ijós, eitt hjarta, eitt haf: „Allir menn hafa blóð mitt og ég
blóð allra manna“; „hjarta þitt er hjarta allra; [...] sama blóð rennur óslitið í enda-
lausa hringi gegnum alla menn með sama hætti og vatn hnattarins er allt einn
sjór“; „öldur Guðs flæða inn í mig“, inn í mitt „innra haf‘.115 „Dropinn er lítið
haf.“116 „Sérhver ögn er smáheimur"; „alheimurinn er í manninum"; „heimurinn
er ekki afsprengi margra krafta heldur til kominn úr einum vilja, einum huga; og
þessi hugur er alls staðar virkur, í hverjum einasta geisla stjörnunnar, í sérhverri
gáru tjarnarinnar.“117 „Því allir hlutir stafa frá sama anda, sem er ýmist nefndur
ást, réttlæti, hófsemi með sama hætti og hafið hlýtur ólíka nafngift allt eftir því á
hvaða strandlengjum það skellur."118
I fyrrnefndu ávarpi sínu við guðfræðideild Harvard-háskóla spyr Emerson:
„Segið mér, í hve mörgum kirkjum, hjá hve mörgum spámönnum er maðurinn
færður f skilning um að hann er óendanleg Sál, að jörðin og himnarnir smjúga
inn í huga hans; að hann teygar sál Guðs að eilífu?“119 Þessi einingarfrumspeki,
sem er grundvallaratriði í heimspeki Emersons, er sjaldan í sviðsljósinu í útlegg-
ingu Róberts Haraldssonar. Mér virðist hún hins vegar vera förunautur flestallra
viðfangsefna sem Róbert tekur upp frá Emerson. Þannig loðir einingarfrumspeki
Emersons við þemu á borð við sannleika, stórmennsku, snilld og fullkomnunar-
hyggju. Um uppsprettu sannleikans ritar Emerson: „Við liggjum í kjöltu feiki-
legra vitsmuna sem gera okkur að móttakendum sannleika þeirra og málgagni
athafna þeirra. Þegar við greinum réttlæti, sannleika, gerum við ekkert sjálf, held-
ur leyfum við geislum þeirra að streyma í gegn.“120 Sé einingarfrumspeki Emer-
sons höfð í huga er eftirfarandi fullyrðing allsendis rökleg: „Að trúa á þína eigin
hugmynd, að trúa því að það sem sé satt fyrir þig í þínu eigin hjarta sé satt fyrir
alla menn, það er andagift. Segðu launsannfæringu þína og hún mun verða al-
menn sannfæring".121 Því „hjarta þitt er hjarta allra“, uppsprettan er ein og þannig
iii Sama rit, SWE 244.1 þessu ljósi verður eftirfarandi fullyrðing Emersons skiljanleg: „No law can be sacred to
me but that of my nature." (SWE 270)
U2 Emerson,The Over-soul“, SWE 295; „Self-reliance“, SWE 266-293, hér 282.
113 Emerson, „Divinity School Address", SWE 248,249.
H4 Emerson, „The American Scholar", SWE 241.
IJ5 Emerson, „Self-rehance“, SWE 282; „The Over-soul“, SWE 309; „Circles", SWE 322; „Self-reliance“, SWE
282.
XI6 Emerson, „The American Scholar", SWE 243.
H7 Emerson, „Nature", SWE 204; Joumals of Ralph Waldo Emerson 1820-1872, 4. bindi, s. 127 (25. okt. 1836);
„Divinity School Address", SWE 249.
IJ8 Sama rit, s. 249.
XI9 Sama rit, s. 256.
120 Emerson, „Self-reliance“, SWE 278.
121 Sama rit, s. 266.