Hugur - 01.01.2007, Síða 188
186
Davíð Kristinsson
kristna einstaklings heldur úr stríði hans gegn lýðræðishreyfingunni, sósíalism-
anum og öðrum nútímahugmyndum sem að mati hans vildu umbreyta mann-
inum í smælki:
Allsherjarúrkynjun mannsins, allt til þeirrar lágkúru sem sósíah'skir aular
og þöngulhausar okkar tíma líta á sem „mann framtíðarinnar“ - hugsjón
sína! Þessi úrkynjun mannsins og smækkun í fullkomið hjarðdýr (eða
eins og þeir segja, mann „hins frjálsa samfélags“), hún er möguleg þessi
umbreyting mannsins í dýr, í smákvikindi sem öll hafa sömu réttindi og
kröfúr, á því er enginn vafi! Sá sem hefúr hugsað þennan möguleika til
enda hefur kynnst enn meiri viðbjóði en aðrir menn - og ef til vill einnig
nýju verkefni...152
Er þetta verkefnið sem Emerson sá fyrir sér? Vissulega hafði hann áhyggjur af
því að maðurinn á hans tímum væri smælki í samanburði við þá möguleika sem
búa innra með honum. En það sem ýtti undir þessa smættun mannsins var að
mati hans hvorki lýðræðið, sósíalisminn, anarkisminn né kvenréttindahreyfing
heldur mannfjandsamlegur rétttrúnaður, lífshættir samborgara hans og skortur á
sjálfstrausti.
Hvað er nákvæmlega átt við með þeirri fullyrðingu að hugmyndir Emersons
um stórmennið séu í heildina tekið lýðræðislegar, en hugmyndir Nietzsches ólýð-
ræðislegar? I stuttu máli er lýðræði frá sjónarhóli Emersons (og Thoreaus) fúll-
komlega samræmanlegt hugmyndinni um gildi stórmennisins. Eins og við höf-
um þegar séð verður hið sama ekki sagt um Nietzsche sem álítur að ólýðræðislegt
stjórnarfyrirkomulag sé ákjósanlegur jarðvegur fyrir stórmenni, en lýðræðisfýrir-
komulagið standi hins vegar í vegi þeirra. Olíkt Nietzsche er stórmenni Emer-
sons auk þess samtvinnað trúarlegri einingarfrumspeki. Það er milliliður milli
Guðs og fjöldans:
stórmennið ætti að spanna allt milli Guðs og fjöldans. Það verður að
sækja í hina óendanlegu uppsprettu annars vegar og það verður að ná til
skrílsins hins vegar. Ur annarri áttinni verður það að sækja styrk sinn, úr
hinni áttinni markmið sitt. Þetta gerði Kristur sem dvaldist andlega með
hinum hreina Guði og dvaldi meðal sjóara og kvenna af kærleika hjart-
ans. Þetta gerði enska stórmennið Shakespeare, sem sótti annars vegar
beint í sálina og smaug hins vegar inn í almenna leikhúsgesti. Annars
vegar í oki fyrir raunveruleikann, hins vegar fyrir sýndina; í öðrum end-
anum er Skynsemin, í hinum endanum almenn dómgreind. Plótínos er
sameinaður Guði, ekki heiminum; Napóleon, Rothschild, Fallstaff eru
sameinaðir heiminum en úr öllum tengslum við guðdómleikann.153
152
153
Nietzsche, Handan góðs og i/ls, §203.
Emerson, Journals and Lctters", SWE 39 (19. nóv. 1836).