Hugur - 01.01.2007, Side 191
Milli Guðs ogjjöldans
189
rýninnar. Sá sem fær utanaðkomandi aðstoð getur aldrei lyft sér upp með jafn
raunsönnum hætti og sá sem gerir það einn síns liðs og finnur hinn guðlega styrk
innra með sér: „Hjálp sem við fáum frá öðrum er vélræn í samanburði við upp-
götvanir á náttúrunni innra með okkur. [...] Sönn siðfræði er miðlæg og beinist
frá sálinni út á við.“164 Sannar endurbætur koma því innan frá: „Tengsl sálarinnar
við hinn guðdómlega anda eru svo hrein að það er vanhelgun að leita á náðir
utanaðkomandi íhlutunar."165
Það sem greinir únítaraprestinn fyrrverandi frá þýskum menntaaristókrata á
borð við Nietzsche mætti einnig orða með öðrum hætti. Stanley Cavell, sem á
undanförnum áratugum hefur átt einna mestan þátt í því að innlima skáldspek-
inginn Emerson í bandaríska háskólaheimspeki, gefúr okkur vísbendingu:
Með því að „taka hið almenna upp á arma sína“, með því að „sitja við
fótskör hins lága“ tekur Emerson vafalaust afstöðu með því sem heim-
spekingar á borð við Berkeley og Hume hefðu nefnt hið alþýðlega \the
vulgar\. Olíkt ákveðnum þræði hugsuða frá Platoni til Nietzsches og
Heideggers, sem álitu andlegan aðal vera forsendu alvöru hugsunar, vilja
þessir ensku höfundar hvorki segja alfarið skilið við hið alþýðlega né
fyrirlíta það.166
Sjálfúr ritar Emerson: „Ótvírætt merki um visku er að sjá hið undursamlega í
hinu alþýðlega."167 Hann bendir sömuleiðis á
að sama hreyfing, sem olli upphafningu hinnar svonefndu lægstu stéttar
landsins, tók í bókmenntum á sig býsna skýra og væna mynd. I stað hins
háleita og fagra var hið nálæga, hið lága, hið alþýðlega rannsakað og fært
í Ijóðrænt form. [...] Bókmenntir hinna fátæku, tilfinningar barnsins,
götuheimspeki, tilgangur heimilishaldsins. Ég bið ekki um hið mikil-
fenglega, hið fjarlæga, hið rómantíska; [...] ég kanna hið kunnuglega,
hið lága, og sit við fótskör þess.168
Emerson heillaðist af hversdagslífi einstaklinga úr hinni fátæku, lágu alþýðu og
talar víða í gagnrýnum tón um efri stéttir samfélagsins: „Lýðurinn er alltaf áhuga-
verður. Við höfum andstyggð á ritstjórum, prestum og öllum gerðum fræðimanna
og tískukónga. Við fylgjum járnsmiði, vagnstjóra, bónda inn á krá og bíðum ákaf-
ir eftir því hvað þeir muni segja, því slíkir menn tala ekki af þeirri ástæðu að til
þess sé ætlast af þeim, heldur vegna þess að þeir hafa eitthvað að segja.“169
164 Emerson, „Uses of Great Men“, s. 14.
165 Emerson, „Self-reliance“, SWE 278.
166 Stanley Cavell, Emersorís TranscendentalEtudes, Stanford: Stanford University Press, 2003, s. 23-24.
167 Emerson, „Nature", SWE 223.
168 „The Amcrican Scholar", SWE 242-243.1 ritgerðinni „Circles" (SWE 321) er vísbending um það hvað Em-
erson gæti átt við með götuheimspeki: „Hinir fátæku og lágu hafa sinn hátt á því að tjá hinsta vcruleika
heimspekinnar jafn vel og þú. ,Ekkert er blessað4, og ,því verri sem hlutirnir eru, því betri eru þeir‘ eru spakmæli
sem tjá transendentalisma hversdagsh'fsins."
169 Journals of Ralpb Waldo Emerson 1820-1872,5. bindi, s. 253-254 (14. sept. 1839).