Hugur - 01.01.2007, Síða 194
192
Davíð Kristinsson
sálartilfinninga, brýtur bága við heildarlögmálið í óteljandi greinum [...]
hugtök þessi [eru] notuð tíðar í trúarlegum skilningi en öðrum, en al-
staðar eiga þau heima og geta heimfærst hvar sem eins er ástatt. [...]
Hafi einhver meðlimur þjóðfélagsins svo ekki viljað viðurkenna vald
þessara ýmsu setninga, hefir hann strax brennimerkst sem óvinur mann-
félagsins, hættulegur meðlimur þjóðfélagsins, og samfélag hans hefir
fundið ráð til þess að koma honum einhvernveginn úr vegi. Hann er
andlægur þjóðfélaginu, - „Nonconformist“.176
Skoðanir samfélagsins eru rétttrúnaður, fráviksskoðun einstaklingsins trúvilla. I
„baráttu fjöldans gegn einstaklingnum“ eru það „réttar kenningar, ,Orþodoxar‘,
sem meginaflið styður, á hverju sem fylgi þeirra byggist." Málið snýr að „setning-
um þeim og siðum, er fjöldinn fylgir fram, gegn öllum nýjungum og tilbreyting-
um einstaklinganna [...]. Með því að Orþodoxían, í hinum víðtæka skilningi rétt
trú, réttur siður, rétt lög, byggir sannanir sínar á aldri kenninganna, verður stefna
hennar jafnan íhaldsemi, sú, að sporna við öllum umbreytingum."177
Róbert Haraldsson skilgreinir samlögun eða fylgispekt sem „það að vera viljug-
ur til að beygja sig undir samfélagið í heild sinni (konformismi)".178 Hvað gagn-
rýni á fylgispekt varðar er afstaða Róberts eigi fjarri afstöðu Emersons sem hripar
hjá sér tvítugur að aldri: „Hver er keðjusmiður hins rétta og ranga, skoðana og
hefða? Og verð ég draga þær? Er samfélagið smurður konungur minn? Eða er ég
þræll einhvers máttugra samfélags, manns eða einhvers sem er manninum æðra?
Ég er einangraður í hinu gríðarstóra mannfélagi."179 Tæplega tveimur áratugum
síðar tekur hann konformisma eða fylgispekt til umfjöllunar í grein sem þiggur
titil sinn af andheiti þeirra: „Sjálfstraust" (1841). Emerson ræðir þar
raddirnar sem við heyrum í einveru, en dofna og verða hljóðlátari þegar
við fetum inn í þennan heim. Samfélagið er allsstaðar í samsæri gegn
manndómi sérhvers félaga þess. [...] Eftirsóttasta dygðin er fylgispekt.
Andúð á henni nefnum við sjálfstraust. Fylgispektin elskar ekki veru-
leika og skapara, heldur nöfn og hefðir. Hver sá sem vill verða maður
verður að gerast óspektarmaður [nonconformist\. Sá er vill safna ódauð-
legum pálmum má ekki láta nafn góðseminnar hindra sig. Hann verður
að kanna hvort hér sé í raun góðsemi á ferð. Að endingu er ekkert heilagt
nema heilindi þíns eigin hugar. [...] Þegar ég sagði við vin minn „Hvað
varðar heilagleiki hefðanna mig, ef ég lifi alfarið innanfrá?" svaraði hann:
„En þessar hvatir gætu komið úr neðra fremur en úr efra.“180
176 N.N., „Conformity", Heimir 1908, s. 98-99.
177 Sama rit, s. 99.
178 Róbert H. Haraldsson, PlottingAgainst a Lief s. 56: „the willingness to subordinate oneself to the community
as a whole (conformism)".
179 Emerson, Journals and Letters", SWE 6 (21. des. 1823).
180 Emerson, „Self-reliance“, SWE 269.