Hugur - 01.01.2007, Side 199
Milli Guðs ogjjöldans
19 7
Sálarbylting og skæruhernaður
Athygli vekur að báðum nýjustu bókum Róberts Haraldssonar, Frjálsum öndum
og Plotting Against a Lie, lýkur á fimm áratuga gamalli gagnrýni leikhúsfræð-
ingsins Erics Bentley á sjálfan sig og samnemendur sína við Oxford:
Sú kynslóð háskólastúdenta sem ég tilheyrði á fjórða áratug aldarinnar
leit með megnustu fyrirlitningu á þann einstakling sem hafði „einungis
áhuga á að frelsa sálu sína“ og vanrækti þar af leiðandi hið raunverulega
verkefni, að breyta heiminum. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að
hvötin til þessara áköfu umbóta var að skelfilega miklu leyti ótti við sjálf-
ið, skortur á að viðurkenna sjálfið. Við gerðum gys að veruleikaflótta
vissra ljóðskálda og einstaklingshyggju þeirra en komum ekki auga á að
félagsleg sameiningarstefna gat verið æðsta stig veruleikaflóttans, og á
hinn bóginn að ekki er hægt að hugsa sér heilsusamlega fórnfysi eða
ósérplægni sem ekki er grundvölluð á sjálfsvirðingu. (FA 220)192
Þótt þessi endurtekna tilvitnun sé ekki orð Róberts sjálfs - sem sjaldnast tjáir
grundvallarafstöðu sína með beinum hætti — gefur hún prýðilega mynd af hans
eigin áherslum. Afarkostirnir sem Róbert sækir í þessa tilvitnun er andstæðan á
milli þeirra sem trúa á frelsun sálarinnar og hinna sem vilja breyta heiminum.
Ástæða þess að sumir hafa meiri trú á síðari leiðinni en þeirri fyrri álítur Róbert
vera einhvers konar persónuleikabrest, þ.e. skort á sjálfsvirðingu eða ótta við sjálf-
ið sem kæft er í veruleikaflótta félagshyggjunnar. Hann telur áhrif slíkrar ótta-
sleginnar vantrúar á sjálfið hafa haft afdrifarík áhrif á þann „harmleik 19. og 20.
aldar sem drepið er á í flestum hugleiðingum þessarar bókar [þ.e. Frjálsra anda].
Þetta er sú tilhneiging 19. aldar, sem bitnaði svo harkalega á 20. öldinni, að hafna
sígildri heimspeki og kröfum hennar um sjálfsþekkingu og sjálfsrækt, og kalla í
staðinn eftir því að menn einbeiti sér að því einu að breyta og umbylta heim-
inum.“ (FA 219)193 Mannkynssaga undanfarinna tveggja alda er þannig útskýrð
192 Sjá einnig Róbert H. Haraldsson, PlottingAgainst a Lie} s. ii2-ii3.Tilvitnunina er nánar tiltekið að finna í lok
bókarinnar ef viðaukinn er undanskilinn.
193 Notkun Róberts á hugtakinu „sígildur" cr nokkuð frjálsleg. Ætla mætti að átt sé við heimspeki fornaldar en
orðalagið „Thoreau og aðrir sígildir heimspckingar" (FA 54) sýnir svo ekki verður um villst að „sígild heimspeki"
vísar einnig til sjálfsræktarheimspeki transendentalistanna. Eins og Róbert bendir hins vegar sjálfur á „hefur
reynst einkar erfitt að viðurkenna Emerson og Thoreau sem mikla heimspekinga í bandarískri heimspeki.“
(FA 254) Þeir eru því ekki sígildir í þeirri merkingu að þeir séu heimspekileg skyldulesning heldur í þeim
afmarkaða skilningi Róberts að þeir stundi sjálfsræktarheimspeki. En jafnvel þótt þessi afmarkaða notkun
orðsins sé höfð í huga er ekki ljóst hvað Róbert á við þegar hann segir bók sína „í aðra röndina rannsókn á
vægi (sígildrar) heimspeki nú um stundir. Sú heimspeki birtist ekki einvörðungu, eða aðallega, í kennslustoíum
háskólaheimspekinga, og jafnvel ekki eingöngu í ritum sígildra heimspekinga. Hana er ekki síður að finna í
ljóðum, leikritum, skáldsögum, dægurlögum, kvikmyndum, ritum náttúruspekinga", skrifar Róbcrt sem „tekur
til skoðunar ljóð Stephans G. Stephanssonar, leikrit Ibsens, ritgerðir Laxness, ásamt siðfræði Aristótelesar og
náttúruspeki Thoreaus" (FA19). Þegar fúllyrt er að sígilda heimspeki sé ekki eingöngu að finna í ritum sígildra
heimspekinga virðist notkun orðsins vera nokkuð laus í reipunum. Þetta er óheppilegt í ljósi þess að bókin er
á kápunni og víðar auglýst sem „rannsókn á vægi sígildrar heimspeki í samtímanum". I fljótu bragði virðist
mér Róbert fyrst og fremst eiga með „sígild heimspeki" við afar ólíkar tegundir sjálfsræktarheimspeki andstætt
heimspeki sem Róbcrt telur ekki sígilda heldur ógilda, þ.e. femíníska, póstmóderníska og umbótasinnaða
heimspeki. Sú fyrstnefnda vegna þess að hún neitar að beygja sig undir heilagleika hefðarinnar, sú póst-
móderníska sökum þess að hún dregur hið miðlæga sjálf sjálfsræktarheimspekinnar í efa og sú þriðja vegna