Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 200
198
Davíð Kristinsson
út frá meintri höfnun á sígildri heimspeki sjálfsins í þágu byltingarrita. Harm-
leikurinn sem um ræðir er nánar tiltekið
sá harmleikur 20. aldar, sem á rætur að rekja til hinnar 19., að bækur á
borð við Kommúnistaávarpið en ekki Walden skyldu hafa orðið biblíur
okkar tíma. Því þótt rit Thoreaus geymi hvorki leiðarvísi að nýju heims-
skipulagi né uppskrift að trúarbrögðum fyrir fólkið - eða kannski vegna
þess - getur það glætt áhuga okkar „fyrir heiminum sem guðdómlegum
sjónleik svo í smáu sem stóru“ (FA 220).194
Þessi afturvirka töfralausn á svonefndum harmleik 20. aldar, sem eru lokaorð
Frjálsra anda, vekur mann til umhugsunar. Sé notað orðalag Róberts úr öðru
samhengi má spyrja sig hvort hér sé ekki á ferð „hugmynd sem hefur villandi yfir-
bragð skýrleika“.195 Einhverjum kann að finnast fullyrðing Róberts einfeldnings-
leg, enda ber hún með sér að jafn flókið fyrirbæri og harmleik 20. aldar, sem á sér
margþætta tilurðasögu, megi smætta niður í lestur á rangri bók. Flóknari skýring
á þessum harmleik kallar á vísun til „ytra samhengis (efnahagslegs, félagslegs eða
pólitísks)" eins og Róbert nefnir það, til þátta sem hann hefur bannfært á þeirri
forsendu að þeir hafi tilhneigingu til að afmynda einföldustu sannindi með óþarfa
flækjum, þ.e. „grugga vatnið svo einföld og augljós sannindi verði óskýr og þvæld.“
(FA 100)
Róbert býður okkur upp á einfalda útlistun á harmleik 20. aldar, nakinn sann-
leika, enda telur hann dygð ótímabærs heimspekings felast í því að vera einfaldur
og sannur í heimi sem sagður er flókinn og margfaldur. Hvað lokaorð Frjálsra
anda varðar virðist mér þau þó einmitt vera ósönn sökum þess hvað þau eru
skelfilega einföld. Stundum er sannleikurinn einfaldur, stundum ekki. Upphafn-
ingu sína á einfaldleikanum teflir Róbert gegn póstmódernistum sem hann álítur
vera „talsmenn hinnar endalausu orðræðu" (FA 131). Uppspretta þessa meinta
málæðis er að mati Róberts sálræn: „Endalaus orðræða og málæði getur þannig
verið sjálfsflótti sem skýrist af gamalkunnum tilfinningum á borð við ótta og leti“
(FA 139); „endalaus orðræða getur verið veikleikamerki á vitsmuna- og tilfinn-
þess að hún er sambland beggja: hún vílcur sjálfinu frá miðju samfélagsins og vill umbylta hinu hefðbundna
samfélagi.
194 Heidegger-nemandinn Karl Löwith er annar hugsuður sem ergir sig yfir hinni félags- og efnahagslegu áherslu
á kostnað hins guðdómlega sjónleiks: „Áhugi Marx beinist ekki að því að til séu ávaxtatré frá náttúrunnar
hendi, heldur að því að þessi meinta náttúruafurð hafi á tilteknum tíma og við tiltekin efnahags- og félagsleg
skilyrði verið flutt inn til Evrópu og gerð að söluvöru. Slík alsöguleg hugsun sýnir því engan áhuga að jafnvel
hinn sögulega framleiðandi maður sé engin sjálfsmíðuð homunculus, heldur eins og eplið sköpunarverk náttúr-
unnar". Það er einmitt í áherslunni á efnahagssöguna og í blindu Marx gagnvart sköpunarsögunni eða hinum
guðdómlega sjónleik sem hinn afturhaldssami Löwith sér rótina að byltingarhugmyndunum sem hann hefúr
óbeit á: „Marx undrast ekki lengur yfir því sem er eins og það er frá náttúrunnar hendi og getur ekki verið
öðruvísi heldur reiðist hann yfir því að í hinum sögulega heimi sé ekki allt öðruvísi en það er. Hann vill því
,breyta‘ heiminum, sem náttúrulega verður einungis raungert ef og að því leyti sem ,heimurinn‘ er heimur
mannsins“ (K. Löwith, „Mensch und Geschichte", Sámtliche Schriften, 2. bindi, Stuttgart: Metzler, 1983 [1960],
s.369).
195 Róbert H. Haraldsson, PlottingAgainst a Lie, s. 82.